Fréttablaðið - 06.08.2005, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 06.08.2005, Blaðsíða 42
LAUGARDAGUR 6. ágúst 2005 25 Fótfesturök (e. slippery slope) eru notuð til þess að vara ein- hvern við því að fallast á tiltekið atriði því þá þurfi sá hinn sami einnig að fallast á eitthvað annað og svo enn annað og þannig áfram. Segja má að með þessu missi maður fótfestuna og hrapi stjórnlaust. Oftast er því haldið fram að endaskrefinu fylgi afar óæskilegar afleiðingar og þess vegna sé varasamt eða jafnvel stórhættulegt að fallast á upphaf- lega skrefið. Rökvillur og rökskekkjur Fótfesturök eru oftast flokkuð með rökvillum eða -skekkjum, en þó fer það eftir notkun þeirra hverju sinni hvort þau feli í sér villu eða ekki. Reyndar þarf við- bótarrök til að sýna að hinar slæmu afleiðingar hljóti að fylgja; það leiðir nefnilega ekki af því einu og sér að maður samþykki eitthvað, taki einhverja ákvörðun eða framkvæmi einhverja athöfn að slæmar afleiðingar fylgi í kjöl- farið, þó vissulega geti það stund- um verið. Greina þarf á milli mögulegra afleiðinga og afleið- inga sem eru ekki einungis mögu- legar heldur óumflýjanlegar. Til að forðast rökvillu er því aðal- atriðið að geta sýnt að afleiðing- arnar sem fótfesturökin vara við muni í raun fylgja upphaflega skrefinu eða að afar sennilegt sé að þær geri það. Dómínórökin Nokkur afbrigði fótfesturaka eru til. Eitt afbrigðið er nefnt dómínórök en dómínóvillan þegar um villu er að ræða; einnig er stundum talað um snjóboltavill- una. Hægt er að lýsa dómínórök- unum á þann hátt að ef þú fram- kvæmir athöfn A, þá mun B ger- ast líka sem og C og D, síðan E og svo framvegis. Upphaflega at- höfnin, A, mun þá hafa lík áhrif og þegar dómínókubbur fellur og veldur því að hinir kubbarnir í röðinni falla líka hver af öðrum. Einnig er hægt að hugsa sér að af- leiðingar athafnarinnar vindi upp á sig eins og þegar snjóbolti stækkar við það að velta niður brekku. Dæmi um dómínórök Eftirfarandi gæti verið dæmi um dómínórök eða dómínóvillu: Margir ökumenn aka örlítið hraðar en leyfilegt er. En ef við komum til móts við þá og hækk- um hámarkshraðann á þjóðvegun- um úr 90 í 100 km/klst, þá munu ökumenn aka á 110 í stað 100 km/klst. Sömuleiðis, ef við hækk- um þá hámarkshraðann úr 100 í 110 km/klst mun fólk aka á 120 km/klst. Afleiðingin verður sú að hraðinn á vegunum mun sífellt aukast. Annað dæmi er að á 7. áratug 20. aldar var því haldið fram, eins og frægt er orðið, að Kambódía myndi falla í hendur kommúnista ef Víetnam yrði látið þeim eftir, og síðan hvert landið á fætur öðru þar til Asía öll væri á valdi kommún- ista. Þessi fullyrðing gekk beinlín- is undir nafninu dómínókenningin. Litlafingursrökin Annað afbrigði fótfesturaka er kallað litlafingursrök en litlafing- ursvillan þegar um villu er að ræða: Ef þú samþykkir A, þá seturðu með samþykki þínu for- dæmi sem verður til þess að næst verðir þú að samþykkja B, C og D. Á endanum siturðu ef til vill uppi með E og getur lítið í því gert af því að þú samþykktir upphaflega A og gafst með því tóninn. For- dæmisgildi upphaflega samþykk- isins gerir manni erfitt fyrir að neita næstu skrefum samþykkis. Þú réttir einhverjum litla fingur- inn en hann mun taka alla höndina. Eftirfarandi rök gætu verið dæmi um litlafingursvillu: Ef við bönnum sölu á tóbaki stöndum við næst frammi fyrir því að þurfa að banna áfengi, og síðan sætindi og aðra óhollustu. Á endanum megum við ekki neyta neins nema það sé hollt og sam- þykkt af landlæknisembættinu og öðrum yfirvöldum. Munurinn á litlafingursvill- unni og dómínóvillunni er að hin fyrrnefnda snýst um fordæmis- gildi sem verður þvingandi ef ekki beinlínis allsráðandi ef við föllumst á fyrsta skrefið, en í hinni síðarnefndu er því haldið fram fyrsta skrefið leiði af sér óhjákvæmilega keðju orsaka og afleiðinga. Hrúgan Að lokum skal getið raka sem þekkjast undir nafninu hrúgan (e. sorites). Þessi rök eru náskyld fót- festurökum og eru reyndar oft talin til þeirra. Í hrúgunni er notast við hugtak sem ekki er skýrt skilgreint, eins og til dæmis hrúgu. Viðmælandinn er þá feng- inn til að fallast á að sandhrúga væri ennþá sandhrúga þótt eitt sandkorn yrði fjarlægt. Þegar við- komandi hefur fallist á það verður hann að fallast á það sama aftur og þannig er leikurinn endurtekinn þangað til viðkomandi hefur að lokum fallist á að eitt sandkorn sé ennþá sandhrúga. Viðmælandinn sem rökunum er beint til missir fótfestuna strax í upphafi þegar hann samþykkir án nokkurs fyrirvara að sand- hrúga væri áfram sandhrúga þrátt fyrir að eitt sandkorn yrði fjarlægt. Til að vera samkvæmur sjálfum sér verður hann að fallast á það aftur og aftur. Engin skýr mörk eru þar sem hægt er að segja að sandhrúga hætti að vera sandhrúga þótt vitaskuld liggi í augum uppi að eitt korn eða tvö geti vart verið hrúga. Heimildaskrá verður birt með svarinu á vefnum og þar verður einnig sérstakt svar um hrúgur. Geir Þ. Þórarinsson, doktors- nemi í heimspeki og klassískum fræðum við Princeton-háskóla í Bandaríkjunum. Vísindavefur Háskóla Íslands fjallar um öll vísindi, hverju nafni sem nefnast. Að jafnaði birtast þar 15-20 ný svör í hverri viku. Meðal spurninga sem þar hefur verið glímt við að undanförnu eru: Í hvaða átt er humátt, af hverju er blóð yfirleitt rautt, hvað var Gestapo og hvað gerðu menn þar, hver er munurinn á einhverfu og Aspergerheilkenni, hvernig er lífsferill hrognkelsa og hver var Saladín Tyrkjasoldán? Hægt er að lesa svör við þessum spurningum og fjölmörgum öðrum á slóðinni www.visindavefur.hi.is. VÍSINDAVEFUR HÁSKÓLA ÍSLANDS Hva› eru fótfesturök? Dómínórök eru ein gerð fótfesturaka sem fela í sér að upphaflega athöfnin mun koma af stað ferli þar sem hver atburður- inn tekur við af öðrum rétt eins og fyrsti dómínókubburinn sem fellur veldur því að hinir kubbarnir falla líka einn af öðrum. Fröken Freyja leysir vandann Ósanngjarnar konur Ég er talinn frekar myndarlegur. Ég á fullt af peningum, íbúð, sportbíl, er í góðri vinnu og fer oft til útlanda. Ég hef góðan fatasmekk og hef yndi af því að strauja skyrturnar mínar og taka til heima. Síðan ég kom heim úr námi er ég búinn að reyna mikið að ná mér í kærustu en ekkert hefur gengið. Þær eru annað hvort óspennandi, leiðinlegar eða of smá- munasamar. Alltaf þegar ég hitti stelpur sem mér líst vel á klúðrast eitthvað. Ég er alveg hættur að skilja konur. HJ í Hafnarfirði Heyrðu nú mig. Þú ert eitthvað að klikka á því. Það gæti verið sportbíllinn, mjög þröngur hópur kvenna fílar slík farartæki. Þú ert líka greinilega að leggja of mikið á þig. Þegar ástin bankar upp á á það ekki að taka svona mikið á. Ástin á að fljóta um stræti og torg, mundu það. Við það að gefast upp Ég er mjög fylgjandi jafnrétti og finnst ósanngjarnt að öll húsverk falli í hendur einnar manneskju. Ég er búin að reyna að ala eiginmann minn upp síðan við kynntumst á há- skólaárunum en ekkert gengur. Hann vill bara veiða, spila golf eða vinna. Hann hefur lítinn áhuga á börnunum og það er eins og ég eigi þau ein. Þegar ég bið hann um að taka til í eldhúsinu eða ryksuga framkvæmir hann verkið en hann gerir það svo hroðalega illa að ég verð alltaf að þrífa eftir hann. Stund- um velti ég því fyrir mér hvort þetta hjónaband sé að virka? AKF í Borgarnesi Nú er ég hissa. Af hverju eru konur alltaf vælandi? Gerir þú þér grein fyrir því að maðurinn þinn kemur líklega með miklu hærri summu inn á heimilið heldur en þú? Má hann þá ekki bara eiga sinn frítíma? Ég bara spyr. Það er tvennt í stöðunni ef þú ætlar að öðlast sanna líf shamingju, skilja við karl- fávitann eða fá þér húshjálp. Ekki veitti af því að gera bæði. Sendið fyrirspurnir og vandamál til fröken Freyju, Fréttablaðið, Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, eða sendið henni tölvupóst á netfangið frk- freyja@frettabladid.is. Nöfn sendanda verða ekki gefin upp í blaðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.