Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.08.2005, Qupperneq 43

Fréttablaðið - 06.08.2005, Qupperneq 43
Hvort sem það er sakir þess,eða þrátt fyrir, að Banda-ríkjamenn mælist í fjölda viðhorfskannana sem trúaðasta þjóð Vesturlanda eru deilur um hlutverk trúar í opinberu lífi, hvort sem er í stjórnmálum eða menntakerfi, óvíða meiri en einmitt í Bandaríkjunum. Deil- urnar blossuðu upp á ný í vikunni þegar George W. Bush Banda- ríkjaforseti sagðist vilja kenna guðskenninguna, um að æðra máttarvald hafi ráðið tilurð og þróun heimsins, samhliða þróun- arkenningu Darwins. Bandaríkja- menn hafa þó um áratugaskeið deilt um hversu mikið vægi trúar- brögð eigi að hafa og hvar þau eigi ekki við. Hver er guðskenningin? Guðskenningin, eða „Intelli- gent design“ eins og hún nefnist á ensku, er ekki alveg sú sama og sköpunarsaga Biblíunnar. Þannig trúa stuðningsmenn guðskenning- arinnar því til dæmis ekki að jörð- in sé innan við sex þúsund ára gömul eins og reiknað hefur verið út frá atburðum Biblíunnar. Kenningin er þó afleiðsla sköp- unarsögunnar og segja þeir sem aðhyllast hana telja heiminn og lífverur hans svo flókin fyrirbæri að þau geti ekki hafa þróast án handleiðslu einhvers æðra mátt- arvalds. Þó að flestir fylgismenn kenningarinnar segi það æðra máttarvald vera guð kristinna manna eru þeir einnig til sem segja kenninguna ekki útiloka annað æðra máttarvald og því þurfi kenningin ekki að hygla kristinni trú á kostnað annarra trúarbragða. Andstæðingar kenningarinnar segja margir hverjir að guðskenn- ingin sé sköpunarsaga Biblíunnar undir öðrum formerkjum og því aðeins tilraun til að koma kristni- boði inn í skólana. Þannig mun einn prófessor vestra hafa sagt um guðskenninguna að hún sé að- eins sköpunarsagan klædd í ódýr kjólföt. Stuðningsmenn guðskenn- ingarinnar verja ekki aðeins kenningu sína heldur draga þeir þróunarkenninguna mjög í efa. Þannig harmaði Richard Land, áhrifamaður í baptistakirkjunni, í viðtali við New York Times í vikunni að þróunarkenningin væri of oft kennd sem staðreynd. Hana þyrfti að kenna sem kenn- ingu og kenna líka þá kenningu sem nyti mest stuðnings meðal vísindamanna, en hann tilgreindi ekki hvaða kenning það væri sem nyti meiri stuðnings en þróunar- kenningin. Sífellt vinsælli kenning Þrátt fyrir deilur um gildi guðs- kenningarinnar og úrskurð Hæstaréttar Bandaríkjanna frá 1988 um að ekki mætti kenna trú- arlegar kenningar sem hluta af vísindanámi, svo sem í líffræði, breiðist kenningin hratt út. Fjöldi skólanefnda í tuttugu ríkjum Bandaríkjanna hefur þegar tekið hana upp eða íhugar að taka hana upp í kennslu. Þó að kveikjan að deilunum núna sé orð Bush Bandaríkjafor- seta í vikunni um að honum þætti réttast að kenna nemendum fleiri en eina kenningu, svo þeir vissu um hvað umræðan snerist, er umræðan um þessi mál nokkuð stöðug í Bandaríkjunum. Trúaðir Bandaríkjamenn berjast fyrir því að koma Biblíunni í meiri mæli inn í skólana á sama tíma og andstæðingar þess deila á að biblíunámskeið sem haldin eru í fjölda skóla um land allt séu ekki fræðileg kennsla um Biblíuna heldur frekar tilraun til staðfesta trúarlegt uppeldi barnanna. Þá er stutt síðan faðir skólabarns höfð- aði mál á hendur skólayfirvöld- um vegna þess að barn hans var látið sverja hollustueið þar sem talað var um eina þjóð, samein- aða undir guði. Fleiri mál hafa verið höfðuð, hvort tveggja til að fjarlægja trúartákn úr dómstól- um og skólum og til að koma þeim þar fyrir. Í fótspor Reagans George W. Bush hefur gengið einna lengst síðustu Bandaríkja- forseta í að auka hlut kristinnar trúar og trúfélaga í bandarísku samfélagi og því ef til vill ekki skrýtið að umræða um hlutverk trúarbragða skuli hafa verið mikil síðustu ár. Hann hefur til að mynda breytt reglugerðum svo trúfélög geti sótt fjármuni í ríkissjóð til að berjast gegn fá- tækt og vinna að öðrum mann- 26 6. ágúst 2005 LAUGARDAGUR Ein fljó› sundru› undir gu›i Deilur um hlutverk trúarbrag›a í bandarísku fljó›félagi blossa reglulega upp. Nú hafa or› George W. Bush Bandaríkjaforseta um a› kenna ætti gu›skenninguna samhli›a flróunarkenningu Darwins or›i› til fless a› margir óttast óe›lileg áhrif trúarbrag›a á vísindakennslu me›an a›rir fagna or›um forsetans. Óheimilt er að kenna hverja þá kenningu sem af-neitar sköpunarsögunni eins og hún er kennd íBiblíunni og heldur því fram að maður sé kominn af óæðri dýrum. Svona var innihald laga sem ríkisþing Tennessee samþykkti 13. mars 1925 og leiddu til réttarhalda sem ollu einhverju mesta fjölmiðlafári millistríðsáranna. John Scopes, 24 ára kennari í Dayton í Tennessee, var ákærður fyrir að hafa kennt þróunarkenninguna þegar hann leysti skólastjóra sinn af í líffræði. Málið vakti gríðarlega athygli, eins og var reyndar ætlun mannanna sem stóðu að baki réttarhöldunum, kaup- sýslumönnum sem vildu vekja athygli á heimabæ sínum og fengju Scopes til að samþykkja að vera ákærður. Réttarhöldin fengu fljótt uppnefnið aparéttarhöldin og sóttu nafngiftina til þeirrar röngu túlkunar sumra á þróunarkenningunni að maðurinn væri kominn af öpum. Verjandi og saksóknari voru landsfrægir menn. William Jennings Bryan, sem sótti málið, hafði þrisvar sóst eftir forsetaembættinu og verjandinn Clarence Darrow hafði vakið athygli fyrir störf sín. Darrow reyndi í fyrstu að fá Scopes sýknaðan á þeim grundvelli að þróunarkenningin og sköpunar- kenningin gætu vel farið saman. Málið tapaðist hins vegar á þeim forsendum og var Scopes dæmdur til að greiða hundrað dollara sekt, sem Bryan bauðst til að borga fyrir hann. Þegar málinu var áfrýjað til Hæsta- réttar Tennessee sagði Darrow lögin brjóta gegn stjórnarskrá þar sem þau hygluðu einum trúarbrögð- um á kostnað annarra. Málinu var þá vísað frá vegna formgalla en aldrei tekið fyrir aftur. Réttarhöldin og fjölmiðlafárið í kringum það urðu ekki til að fella löggjöfina og reyndar samþykktu fleiri ríki Bandaríkjanna svipuð lög næstu misserin. Lögin voru til dæmis í gildi í Tennessee allt til ársins 1967. Margar bækur hafa verið skrifaðar um aparéttar- höldin. Á sjötta áratugnum var leikritið „Inherit the Wind“ frumsýnt sem síðar var kvikmyndað, en þó það byggði lauslega á aparéttarhöldunum var því fyrst og fremst beint gegn ofsóknum McCarthy-tímabilsins. ■ Í 42 ár var bannað að kenna þróunarkenninguna á kostnað sköpunarsögunnar: Kennarinn var dæmdur fyrir a› kenna Darwin CLARENCE DARROW OG WILLIAM JENNINGS BRYAN Verjandinn og saksóknarinn voru báðir fengnir til að flytja málið vegna þess að þar með var tryggður aukinn áhugi umheimsins á málinu. Í FÓTSPOR MORMÓNA Fjöldi mormóna tók þátt í göngu til að minnast ferðalags mormóna sem fluttu til Utah á árunum 1846 til 1869. Þeir gengu um slóða upphaflegu vegfarendanna sem enn má sjá móta fyrir. GEORGE W. BUSH Orð hans um að kenna guðskenninguna í skólum minna á vilja Ronalds Reagan til að kenna sköpun- arsöguna í skólum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.