Fréttablaðið - 06.08.2005, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 06.08.2005, Blaðsíða 45
Dagur er að kvöldi kominn íJilin-héraðinu í Norður-Kína. Ljósin í fábrotnum herbergjunum verða slökkt klukkan hálftíu en þangað til æfir Inga Rut vopnaburð með meistara sínum úti í fagurri náttúrunni. Nýafstaðinn er kvöldmatur; þurrt kjöt og hrísgrjón, en Inga Rut spyr aldrei af hvaða skepnu kjötið er. „Maður sér aldrei hunda né ketti sem gæludýr hér um slóðir, enda nýta Kínverjarnir allt til matar í þessu fátæka héraði, meira að segja stóra snáka og rottur. Ég veit að sumir sem vinna hér fá sent hundakjöt til átu, en matur okkar nemendanna frá Vesturlöndum er öðruvísi mat- reiddur. Flest er djúpsteikt og ansi ólystugt á köflum, en ég redda mér hafragraut annars staðar frá og svo sendir mamma mér prótíndrykki að heiman,“ segir Inga Rut brosmild, enda aldrei fengið vott af matareitrun né kveisu í Kína. Óhefðbundnar leiðir Það var fyrir hreina tilviljun sem Inga Rut lenti í bardagaþjálfun í Kína. Vinur hennar hafði verið að skoða kínverska bardagaskóla á netinu, að hluta til vegna áhrifa frá töffarabíómyndinni Kill Bill eftir Quentin Tarantino. „Það var vetur á Íslandi, ískalt og allir í skammdegisþunglyndi. Vinur minn spurði hvort ég væri til í að fara með honum til Kína, en þó í engri alvöru. Sjálf gat ég ekki hætt að hugsa um þetta fyrr en ég var komin hingað út. Í upp- hafi fannst mér tilhugsunin glæfraleg og ferðalagið óhugs- andi langt, en mér fannst ég ekki hafa neinu að tapa. Þegar upp var staðið reyndist þetta minnsta mál, ég lenti ekki í neinu veseni og eftir mánuð hafði ég vanist ólíkri menningu og framandi umhverfi Kína,“ segir Inga Rut, sem áður starfaði sem bifvélavirki hjá Ræsi; sérhæfð í viðgerðum á Mercedes Benz. „Ætli ég sé ekki líkleg til að velja óhefðbundar leiðir. Við vin- kona mín vildum prófa eina önn þegar við vissum ekki hvað við vildum læra og ég ákvað að halda áfram. Það var ótrúlega gott að vinna hjá Ræsi, en nú langar mig að gera eitthvað annað, vinna meira með fólki og breyta til,“ segir þessi glaðlega og einbeitta unga kona, sem lifir nú 25. ár lífs síns. Lamin til hlýðni Skólinn þar sem Inga Rut nemur bardagaþjálfun heitir Siping City Shao Lin Martial Arts Academy, en heimasíða skólans er shaol- ins.com. Sumir eyða þar sumar- leyfinu og láta gott heita við nám- ið, en aðrir eru lengur og jafnvel árum saman. Upphaflega ætlaði Inga Rut að vera í níu mánuði en framlengdi dvölina upp í ár. „Við erum hér fimmtíu útlend- ingar og fimmtíu kínverskir drengir niður í fimm ára. Meistar- arnir eru flestir á aldri við mig og hafa æft hér og búið frá því þeir voru smástrákar. Það er algengt að litlir strákar úr erfiðum fjöl- skylduaðstæðum séu sendir hing- að svo eitthvað verði úr þeim og þeir eru þá í skóla hluta úr degi á milli þess sem þeir æfa stíft. Þeir æfa mun harðar en við og það er átakanlegt að sjá pínulitla krakka hágrátandi því svo harkalega er teygt á þeim og þeir lamdir áfram. Reyndar erum við lamin í klessu líka, ef við erum ekki góð, en svona er rót Shao Lin; þessi kínverska agameðferð,“ segir Inga Rut, sem þótti heldur mikil viðbrigði að hljóta líkamlega refs- ingu, komandi úr þjóðfélagi þar sem fólk hótar málshöfðun sé svo mikið sem andað á börn þeirra eða á það sjálft hallað. „Þetta kom vissulega heilmikið á óvart. Á heimasíðu skólans stendur að maður geti komið hing- að til að slappa af og hugleiða, en ef maður er ekki mættur á slaginu er maður laminn með spýtum og spjótum, oftast blá og marin á skrokkinn. Meistari minn er sá harðasti í horn að taka, lætur okk- ur æfa lengur en aðra hópa og lemur okkur hiklaust geri maður vitleysur. Mér var ekkert um þetta gefið í fyrstu en skil núna að þetta er nauðsynlegt til að ná því besta fram í manni. Maður kemur hingað til þess að læra aga yfir sjálfum sér. Ég er löt að eðisfari, þarf einhvern til að ýta mér áfram og gera hlutina eins vel og ég get.“ Spjót, sverð og keðjur Shao Lin-skólinn er í vexti og stefnir að því að verða einn sá besti á sínu sviði. Flestir læra Shao lin, Tai chi chuan, Kung fu og Qi gong, en flestar þessara greina eru ólöglegar á Íslandi vegna vopnaburðar og miskunn- arlausrar bardagatækni. „Við notum löng spjót, sverð og keðjur við æfingarnar, en hefð- bundin ekta samúræja-sverð eins og í myndinni Kill Bill fást bara í Japan. Við notum mjög áþekk sverð og ég sendi eitt slíkt sem ég keypti til Íslands, en fékk það endursent því það er ólöglegt heima,“ segir Inga Rut, sem er orðin býsna fær í sjálfsvörn og hvers kyns bardagakúnstum. „Ég gæti eflaust bjargað mér úr klípu og kann orðið mörg brögð, en það tekur áratugi að vera orðin svo góð að þurfa ekki að hugsa áður en ég framkvæmi. Það eru þessi ósjálfráðu viðbrögð sem tekur svo langan tíma að þjálfa, en ég er komin með góðan grunn og held áfram að læra heima,“ segir Inga Rut, sem kemur heim í lok ágústmánaðar. „Ég hef aldrei þjáðst af heim- þrá, ef frá er talin jólahátíðin þegar ég átti frídaga og fékk bara þurrt kjöt og kartöflur í matinn. Maður hefur svo mikið fyrir stafni, er umvafinn góðu fólki, og það útilokar uppgjöf eða heimþrá. Ég held mér muni reynast erfið- ara að fara héðan heim en að fara frá Íslandi á sínum tíma. Því gæti ævintýraþráin aftur látið á sér kræla þegar heim kemur,“ segir Inga Rut einlægt og minnist með kátínu fyrstu andartakanna í Shao Lin-skólanum. „Mér brá mjög í brún því engar dýnur voru í rúmunum, engir veggir málaðir, allt svo fábrotið og óhreint, og skilti áberandi um allt sem á stóð að skyrpingar væru bannaðar með öllu. Hér skyrpa menn mikið og talsvert er um ruddaskap, háreysti og læti. Kennararnir eru hins vegar in- dælir og gera allt fyrir okkur þótt þeir séu strangir, og þegar við þörfnumst einveru og friðar getum við farið í klaustrið og hug- leitt með búddamunkum, eða upp í kastalann í leit að þögninni,“ segir Inga Rut og vísar til kastala sem hefur mikið aðdráttarafl fyrir kínverska ferðamenn, þótt hann hafi verið byggður fyrir kvikmynd á síðasta áratug. „Hér eru engir útlendingar nema við og mikið gónt á okkur. Í hvert sinn sem við förum út á meðal annarra Kínverja erum við elt og fólk þrífur upp varning úr innkaupakörfum okkar til að sjá hvað við kaupum. Ekki síst hjá mér vegna ljósa hársins,“ segir Inga Rut hlæjandi og er skemmt. Rómantík og ábyrgðarleysi Shao Lin-skólinn stendur hátt uppi í fjöllum, í þriggja tíma akst- ursfjarlægð frá borginni Changchun. Í nágrenni skólans eru lítil þorp þar sem bændur vinna myrkranna á milli í örvasa fátækt og kynda kofa sína með kolum til að lifa af veturinn, en frost fer niður í 25 stig á vetrum. „Mér líður ótrúlega vel hérna,“ segir Inga Rut sæl í röddinni og bætir við að þarna fyrirfinnist ekkert stress. „Einu áhyggjurnar eru að koma sér á fætur og eina ábyrgð- in er maður sjálfur. Það er óneit- anlega góð tilfinning því heima 28 6. ágúst 2005 LAUGARDAGUR Líkt og undanfarna 300 morgna var mosfellski bifvélavirkinn Inga Rut Gunnarsdóttir vakin klukkan fimm árdegis í kínversku klaustri. Mínútum sí›ar var hún komin á har›asprett upp kínversk fjöll; allt flar til morgunver›ur var framreiddur klukkan sjö. Á diskunum: Franskar kartöflur og olíublöndu› eggjahræra. Ekki beint megrunarfæ›i, en samt er Inga Rut komin í hörkuform, enda brátt búin me› árslanga afplánun í kín- verskri bardagafljálfun, svipa›ri og Uma Thurman sótti í kvikmyndinni Kill Bill. fiórdís Lilja Gunnarsdóttir tók púlsinn á Ingu Rut á milli pústa. STYLUS CX-3650 VILTU TÖLVU? Sendu SM S skeyti› BT SLF á númeri› 1900 og flú gætir unni›. Vi› sendu m flér sp urningu. fiú svara r me› flví a › senda S MS skeyt i› BT A, B e›a C á númeri› 1900. Klikka›ir aukavinn ingar! MEDION far tölvur • EPS ON prentara r • SONY m p3 spilarar GSM símar • SONY staf rænarmynd avélar • PS2 tölvur Bíómi›ar á Ævintýrafer ðina • PS2 S ingstar Battlefield 2 • God of W ar tölvuleik ir • Kippur a f Coke og enn meir a af DVD, g eisladiskum , tölvuleikju m og fleira. .. Taktu þátt ! Þú gætir u nnið fartölvu fr á BT og margt flei ra! 10. hver v innur! SMSLEIKUR Vi nn in ga r ve r› a af he nd ir í BT S m ár al in d, K óp av og i. M e› fl ví a › ta ka fl át t er tu k om in n í S M S kl úb b. 9 9 kr /s ke yt i› C8 OPTIVIEW 17 100GBharður diskur! 17” WideXGA skjár! SUPER DVDskrifari! NVIDIA GeForce skjákort Flottasta skólavélin ! TÖLVULEIKIR CYBER SHOT DSC-S 40 X1 BLACK DRAGON Ódýr asta skóla vélin ! GSM SÍM AR TIGNARLEG BARDAGALIST Vetrarfrost í fjallahéruðum Jilin fer niður í -25° C, en æfingar standa frá hálfsex á morgnana og stundum fram að háttatíma. Hér mundar Inga Rut kínverskt sverð í fullum skrúða. Grátið undan sársauka agans EINS OG Í BÍÓMYND Hluti æfingasvæðis nemenda Shao Lin er í tilkomumiklu kastala- þorpi sem reist var fyrir kvikmynd skömmu fyrir aldamótin síðustu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.