Fréttablaðið - 06.08.2005, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 06.08.2005, Blaðsíða 47
„Ef ég á að vera með trausta veðurspá get ég lofað því að aðalstuðið verður á Nasa í kvöld,“ segir Páll Óskar Hjálm- týsson en hann lofar Gay Pride- stuði um allan bæ langt fram eftir nóttu. Sjálfur þeytir hann skífum og stjórnar stuðinu á Nasa ásamt fríðu föruneyti. „Neo-rafpönkarinn Namosh frá Berlín er eitt af númerum kvöldsins en hann er ágætis vin- ur Peaches og tónlistin hans er eftir því. Svo stígur Eva María, aðalsöngkona All Star-hópsins, á svið. Hún er mjög flott söng- kona og svo skemmtilega vill til að hún er lesbísk,“ segir Palli en Gay Pride-lagið 2005 fær einnig að hljóma á Nasa í kvöld. „Arnar Þór syngur lagið Pride, sem er búið að vera í spilun í útvarpinu upp á síðkastið, en hann samdi lagið ásamt Vigni í Írafári og Þorvaldi Bjarna.“ Síðast en ekki síst kemur Páll Óskar til með að láta ljós sitt skína. „Ég stekk út úr diskóbúr- inu til að taka nokkur létt lög. Eitt nýtt í bland við eldri hitt- ara. Ég get best trúað því að ég fari ekki heim fyrr en um sex leytið um morguninn. Þá ætla ég að reyna að sofna því mig lang- ar svo á fótboltaleikinn á KR- vellinum á sunnudaginn. Hann hefst klukkan þrjú og þar keppa amerískir fótboltahommar við íslenskar lesbíur,“ segir Palli, sem á erfitt með að gera upp við sig hvort liðið hann eigi að styðja. „Þetta er meira til gam- ans gert en er ekki bara best að strákarnir haldi með strákunum og stelpurnar með stelpunum?“ Gay Pride-gleðin verður víða um bæinn í kvöld og auk Nasa verða dansleikir á Nelly’s og Pravda. Nasa opnar klukkan ell- efu og miðaverð er þúsund krón- ur. Hægt er að nálgast miða í dag og í kvöld við innganginn. 30 6. ágúst 2005 LAUGARDAGUR Hin árlega gleðigangaHinsegin daga fer fram ídag þegar fríður hópur fólks fer í fylkingu á pallbílum, trébílum, jarðýtum og alls kyns öðrum farartækjum frá Hlemmi klukkan 15 og niður Laugaveginn. Gangan er hápunktur Hinsegin daga, Gay Pride, sem nú eru haldnir í Reykjavík í sjöunda sinn. Þátttakendur göngunnar skiptast í 28 hópa sem verða með fjöl- skrúðug atriði meðan á göngunni stendur. Fleiri þátttakendur en áður Heimir Már Pétursson er einn skipuleggjenda hátíðarinnar og segir hann að fleiri atriði verði í gleðigöngunni miklu en síðustu ár auk þess sem hátíðin Hinsegin dagar standi nú yfir í fjóra daga en hafi áður staðið í tvo daga. Heimir vill þó lítið segja um ein- stök atriði göngunnar: „Fólkið sem tekur þátt í göng- unni vill ekki gefa of mikið upp um hvað það muni gera meðan á göngunni stendur því það vill koma á óvart. Ég ætla sko ekki að hætta á það að fá fullt af brjáluð- um prinsum og prinsessum upp á móti mér fyrir að hafa sagt of mikið frá einstökum atriðum göngunnar.“ Heimir vill þó upplýsa að hóp- ur ungra samkynhneigðra ein- staklinga sem taki þátt í göngunni sé alltaf að stækka og eins sé hóp- ur samkynhneigðra foreldra nokkuð stór í ár en í þeim hópi eru konur sem hafa farið í glasa- frjóvgun í Danmörku eða frjóvg- að sig sjálfar heima við. Eins tekur þátt í fyrsta sinn hópur samkynhneigðs fólks frá Austurlandi sem kallar sig Aust- urlandsorminn en á síðustu árum hefur það færst í vöxt að hópar af landsbyggðinni taki þátt í göng- unni en hópur frá Norðurlandi hefur tekið þátt frá byrjun og eins hefur hópur samkynhneigðs fólks frá Vestfjörðum verið með atriði. Dagurinn til að koma út skápnum „Í dag er gott tækifæri til þess að drífa sig út úr skápnum því í dag er haldin hátíð þar sem 40 til 50 þúsund andlit verða brosandi saman í miðbænum,“ segir Katrín Jónsdóttir, annar af göngustjórun- um sem fara fyrir gleðigöngunni í ár. „Ég verð í æpandi gulu um- ferðarvesti sem stendur á: Göngu- stýra Gay Pride, til að fólk viti af hverju ég er að troðast þetta og ryðjast.“ Guðbjörg Ottósdóttir er hin göngustýra gleðigöngunnar og er þetta í þriðja sinn sem þær stöllur leiða gönguna. „Við Guð- björg ákváðum það að við erum ekki leikstjórar, fólk ákveður sjálft í hvernig búningum það er í göngunni en auðvitað er það innan ákveðinna marka því við viljum ekki að fólk sé kviknakið eins og tíðkast mikið í Bandaríkjunum og þykir voða kúl,“ segir Katrín. Skemmtidagskrá á Lækjartorgi Í lok göngunnar verður svo skemmtidagskrá á Lækjartorgi sem reiknað er með að hefjist um hálffimmleytið. Þar munu koma fram meðal annarra Páll Óskar Hjálmtýsson sem flytur nýtt efni, Arnar Þór syngur nýtt lag sem heitir Pride og Þórunn Lárusdótt- ir, Magnús Jónsson og fleiri söngvarar úr Kabarett troða upp. Í kvöld verða svo Gay Pride dansleikir á þremur stöðum, á NASA, Pravda og Nelly’s. Gay Pride stu› fram eftir nóttu PÁLL ÓSKAR Páll skemmtir á Nasa þar til sex í fyrramálið en mætir ferskur á fótboltaleik amerískra homma og íslenskra lesbía á KR-vellinum á morgun. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI Gle›iganga Gay Pride í Reykjavík í dag Mikill gle›idagur er í Reykjavík í dag flegar Hinsegin dagar ná hámarki me› litskrú›ugri og fjölmennri gle›igöngu samkynhneig›ra frá Hlemmi og ni›ur Laugaveginn. fia› má flví búast vi› brjála›ri stemn- ingu í mi›bænum í dag. Átímum þar sem forræðis-hyggja er bannorð ogfrjálsræði lofað upp til skýjanna skýtur því skemmtilega skökku við að forvarnir eru í tísku. Ekkert hefur enn spurst til ógleðitíðinda um nauðganir eða umferðarslys um verslunar- mannahelgina og gæti góð hegð- un landsmanna ef til vill verið af- rakstur einstaklega vel heppn- aðrar forvarnarvinnu. Það er því engin ástæða til að slá slöku við og hugsjónafólk fer nú af stað með umfangsmestu smokkadreifingu Íslandssögunn- ar. Átakinu „Notum smokkinn“ verður hrundið af stað í dag í lit- skrúðugri Gay Pride göngu. Sam- tökin ‘78 eiga frumkvæði að átak- inu en að verkefninu koma Land- læknisembættið, Alnæmissam- tökin, FSS og Skjár einn. Unga kynslóðin missti af alnæmisumræðunni „Á 10. áratugnum smituðust fleiri gagnkynhneigðir en samkyn- hneigðir af alnæmi en nú virðist þróunin aftur vera að snúast við,“ segir Ásta Ósk Hlöðversdóttir, formaður FSS, félag samkyn- hneigðra, tvíkynhneigðra og kyn- skiptra (transgender) stúdenta en heilsuhópur FSS tekur þátt í smokkaátakinu. „Kæruleysi í notkun smokksins er alfarið kennt um þessa þróun og til að leggja okkar af mörkum stofnaði FSS sérstakan heilsuhóp sem lætur sig kynheilbrigði samkyn- hneigðra miklu varða. Við fögn- uðum því mjög þegar Samtökin ‘78 buðu okkur að taka þátt í smokkaátakinu og vonum að átakið fái fólk raunverulega til að muna eftir mikilvægi þess að stunda öruggara kynlíf.“ Ásta Ósk segir að ákveðið and- varaleysi hafi ríkt um alnæmi meðal samkynhneigðra að undan- förnu. „Kæruleysi meðal sam- kynhneigðra karlmanna er orðið áhyggjuefni. Sumir segjast alls ekki vilja nota smokkinn en þeirri ákvörðun fylgir neikvæður þrýstingur á þá sem vilja reyna að stunda öruggara kynlíf. Smokkurinn getur dregið úr lík- um á og jafnvel hindrað HIV-smit svo fólk sem er á lausu, stundar framhjáhald eða er í opnum sam- böndum, ætti að hafa það að lög- máli að stunda ekki skyndikynni án smokksins.“ Ásta segir mikilvægt að um- ræðunni sé haldið á lofti. „Sú kynslóð sem nú kemur út úr skápnum var ófædd þegar öll umræðan um HIV fór fram á 9. áratugnum. Það er mikilvægt að sofna ekki á verðinum því þó að lyfin geri nú fólki kleift að lifa með sjúkdómnum má ekki gleyma því að HIV-smit er ennþá hættulegt. Það vill enginn þurfa að taka inn sterk lyf á hverjum degi og allt kerfið getur farið úr skorðum ef lyfjainntaka gleym- ist. Einnig eru alltaf að koma fram ný og ný afbrigði veirunnar sem geta jafnvel verið ónæm fyrir lyfjunum.“ Aukið nýsmit homma Á heimasíðu Alnæmissamtak- anna á Íslandi, www.aids.is, má fylgjast með útbreiðslu sjúk- dómsins hér á landi árin 1983- 2003. Árið 1983 smitaðist einn karlmaður af alnæmi en enginn hafði þá dáið úr sjúkdómnum. Árið 2003 smituðust sex karlar og fjórar konur af alnæmi og tölur frá sama ári sýndu að þrjátíu og fimm einstaklingar hafa látist hérlendis af völdum sjúkdóms- ins. Það er því ekki að tilefnis- lausu að smokkaátakinu „Notum smokkinn“ er hrint úr vör. „Við höfum fengið slæmar fregnir af auknu nýsmiti homma á Norðurlöndum. Á einu ári hefur orðið meira en 50% aukning á HIV-smiti í Noregi og við fáum líka skelfilegar fregnir frá Dan- mörku. Þar sem vitað mál er að það eru mikil samskipti milli Dana og Íslendinga er nauðsyn- legt að Íslendingar viti hvernig málin standa á Norðurlöndun- um,“ segir Ásta. „FSS er í góðu samstarfi við svipuð félög í Dan- mörku og íslenska „gay-senan“ er í miklum samskiptum við þá dönsku. Það er orðið auðveldara fyrir mann að fljúga til Kaup- mannahafnar en að heimsækja fjölskylduna á Akureyri. Í Dan- mörku hefur orðið 50% aukning á nýsmiti meðal homma á örfáum árum og því nauðsynlegt fyrir alla að vera á varðbergi.“ Klamydían hættuleg kven- þjóðinni Haraldur Briem sóttvarnalæknir tók þátt í blaðamannafundi með Samtökunum ‘78 þegar smokka- átakinu var hrundið af stað. Þar lýsti hann yfir áhyggjum sínum á útbreiðslu klamydíu. 3.000 klamydíutilfelli eru greind hér á landi á ári hverju en þar eru gagnkynhneigðar konur í stærsta hópnum. Einkenni klamydíunnar geta verið falin og því er mikil- vægt að fara reglulega í kynsjúk- dómaskoðun ef fólk er ekki í föstu sambandi en klamydían getur valdið ófrjósemi í einu af hverjum tíu tilfellum. Heilsuhópur FSS ætlar að halda áfram að breiða út boð- skapinn um öruggara kynlíf sam- fara smokkadreifingunni en félagið vinnur nú að veigamikl- um bæklingi um kynheilsu og öruggt kynlíf. „Þetta kemur til með að verða ítarlegasti bækling- ur sem gefinn hefur verið út á Ís- landi um öruggt kynlíf og kyn- heilsu samkynhneigðra,“ segir Ásta en bæklingurinn kemur út í byrjun vetrar. „Ástæðan fyrir því að við stílum bæklinginn ekki líka inn á gagnkynhneigða er ein- GAY PRIDE Það var mikið um dýrðir á Gay Pride í fyrra en gert er ráð fyrir enn glæsilegri göngu og meiri þátttöku í ár. LITIR REGNBOGANS Litadýrðin á Gay Pride er með ólíkindum en það glittir alltaf í eitthvað rautt. LITSKRÚÐUGT GÖNGUFÓLK Þeir sem taka þátt í göngunni bjóða upp á ýmis skemmtiatriði á leiðinni en yfir þeim flest- um hvílir mikil leynd. GULLNU REGLURNAR 1. Gerðu ráð fyrir því við skyndikynni að allir sem þú hefur kynmök við kunni að bera smitandi kynsjúkdóm. 2. Settu þér einfaldar og öruggar reglur í kynlífi sem þú víkur ekki frá. Hafðu smokkinn alltaf til taks í vasanum. 3. Vertu á verði þegar víman er með í leik. Notkun áfengis og annarra vímu- efna veikir dómgreindina og býður hættunni heim. Smokkum og sleipiefni dreift me›al borgarbúa ÁSTA ÓSK HLÖÐVERSDÓTTIR Formaður FSS segir ungu kynslóðina hafa verið ófædda þegar alnæmisumræðan fór fram á 9. áratugnum og því mikilvægt að sofna ekki á verðinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.