Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.08.2005, Qupperneq 51

Fréttablaðið - 06.08.2005, Qupperneq 51
FÓTBOLTI Keppni í ensku fyrstu deildinni í knattspyrnu hefst í dag, en átta Íslendingar eru samnings- bundnir félögum í þeirri deild. Landsliðsmaðurinn Gylfi Einars- son er á mála hjá hjá hinu forn- fræga félagi Leeds United, og hefur æft af krafti undanfarnar vikur til þess að vera í sem bestu formi þeg- ar mótið hefst, en fyrsti leikur Leeds er gegn Millwall á morgun. „Það hefur gengið vel á undirbún- ingstímabilinu. Leikmannahópurinn er betri núna en á sama tíma í fyrra, þar sem nokkrir nýir leikmenn hafa bæst í hópinn. Ken Bates, eigandi félagsins, leggur mikla áherslu á að félagið komist sem fyrst í úrvals- deildina og það er okkar markmið á tímabilinu.“ Þó að Gylfa hafi gengið ágæt- lega á undirbúningstímabilinu reiknar hann ekki með því að byrja inn á fyrsta leik, þar sem sam- keppnin um stöður er hörð. „Ég vona náttúrlega að ég byrji inn á en ég býst frekar við því að vera á varamannabekknum. Norðmaður- inn Eirik Bakke hefur verið að koma aftur inn í hópinn eftir erfið meiðsli og hann byrjar örugglega inn á. Svo eru hérna fleiri sterkir leikmenn eins og Seth Johnson og Steve Stone. Ég hef þó fengið að spila töluvert í æfingaleikjunum og vonast eftir því að fá tækifæri gegn Millwall.“ Eftir erfiðleika í mörg ár, þar sem félagið rambaði á barmi gjald- þrots svo mánuðum skipti, hefur nýjum eiganda félagsins tekist að koma rekstrinum í eðlilegt horf. Ken Bates, sem áður var eigandi Chelsea, hefur styrkt innra starf félagsins og bætt við leikmönnum sem sárlega vantaði í fyrra. „Ég hef trú á því að þessi hópur sem er hérna núna muni ná góðum árangri ef þjálfarinn heldur rétt á spöðunum. Framherjinn Robbie Blake kom til okkar frá Birming- ham City og ég hef trú á því að hann muni skora mikið. Vonandi nær Eirik Bakke sér af meiðslun- um, því hann er einn af fáum hjá félaginu sem hafa mikla úrvals- deildarreynslu. Svo er liðsandinn góður og æfingarnar skemmtileg- ar.“ Undanfarin ár hefur nokkur fjöldi Íslendinga leikið í 1. deild- inni á Englandi. Sex Íslendingar eru í aðalliði félaga sinna í deild- inni, en auk þeirra eru Björn Ingi Hermannsson og Óskar Pétursson báðir á unglingasamningi hjá Ipswich. Í janúar mun svo níundi leikmaðurinn bætast í hópinn, en þá gengur Hannes Sigurðsson til liðs við Stoke City, þar sem Íslend- ingar eru meirihlutaeigendur. magnush@frettabladid.is Handboltaskóli fyrir 5 - 12 ára stráka og stelpur dagana 15-19 ágúst. Börn 5-9 ára fyrir hádegi kl. 09-12 og 10-12 ára eftir hádegi kl. 13-16. Þáttökugjald er 3000,- kr sem dregst frá æfingagjaldi í vetur ef gengið er frá þeim fyrir 15. sept. 2005. Góðir gestir koma í heimsókn. Innritun við upphaf námskeiðs í Víkinni mánudaginn 15. ágúst. Unglingaráð handknattleiksdeildar Víkings H A N D B O L T A S K Ó L I V ÍK IN G S Körfuknattleiksdeild óskar eftir þjálfurum fyrir yngri flokka félagsins, bæði drengi og stúlkur. Áhugasamir hafi samband við skrifstofu Fjölnis, Dalhúsum 2, í síma 587-4085. Körfuknattleiksdeild Fjölnis 6. ágúst 2005 LAUGARDAGUR > Okkur finnst sorglegt ... ... að þjálfari ungmenna- og A-landsliðsins í handbolta, sem á að heita fyrirmynd í starfi, skuli leyfa sér að hafa áfengi um hönd þegar hann ferðast á vegum HSÍ. Viggó Sigurðsson hefur lengi verið umdeildur sem þjálfari en hegðun hans í flugvélinni á sunnudag slær öllu við og er óafsakanleg. Haukur Ingi í hópinn Eftir vonbrigðin í bikarkeppninni geta Fylkismenn tekið gleði sína á ný því Haukur Ingi Guðnason verður í leikmannahópi Fylkis sem mætir ÍA á morgun. Hann hefur verið frá vegna þrálátra meiðsla í nærri tvö ár. sport@frettabladid.is 34 > Við vorkennum ... .... Viggó Sigurðssyni, landsliðsþjálfara í handbolta, sem hefur með drykkju sinni á leiðinni heim úr keppnisferða- laginu í Svíþjóð gert það að verkum að trúverðugleiki hans sem þjálfari hefur hlotið óbætanlegan skaða. Hann getur engum nema sjálfum sér um kennt. Enska knattspyrnan er nú a› hefjast eftir sumarfrí og ver›ur fyrsta umfer›in í 1. deildinni á Englandi leikin um helgina. Íslenski landsli›sma›urinn Gylfi Einars- son á von á flví a› li› hans, Leeds United, ver›i í toppbaráttunni. Íslendingar í eldlínunni HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 3 4 5 6 7 8 9 Laugardagur ÁGÚST ■ ■ LEIKIR  14.00 Völsungur fær HK í heimsókn til Húsavíkur í 1. deild karla.  14.00 KA tekur á móti Víkingi Ólafsvík á Akureyrarvelli í 1.deild karla.  14.00 Breiðablik og Þór mætast á Kópavogsvelli í 1.deild karla. ■ ■ SJÓNVARP  11.10 Enski boltinn (Arsenal - Man Utd) á Sýn.  13.15 Strandblak á Sýn.  14.05 Motorworld á Sýn.  14.35 World Supercross á Sýn.  14.40 HM íslenska hestsins á RÚV.  14.55 Mótorkross á RÚV.  15.30 Ensku mörkin á Sýn.  15.30 HM í frjálsum íþróttum á Sýn.  16.00 Enski boltinn á Sýn. Sýnt verður frá leik Southampton og Wolves.  18.35 Bandaríska mótaröðin í golfi á Sýn.  19.00 US PGA The International á Sýn.  23.40 Hnefaleikar (Bernard Hopkins - J. Taylor) á Sýn. Í undanúrslitaleik Vals og Fylkis var Garðar Örn Hinriksson, dómari leiksins, í aðalhlutverki en hann sýndi Jóni Sveinssyni, aðstoðar- þjálfara Fylkis, rauða spjaldið og einnig Fylkismanninum Christian Christiansen. Christian kom inn á sem varamaður í seinni hálf- leik en fékk tvö gul spjöld á skömmum tíma og var því sendur af velli með rautt spjald. Fylkismenn voru ósátt- ir við síðara spjaldið, en Garðar sýndi þá Christian gult spjald fyrir leikaraskap. Þorlákur Árnason, þjálfari Fylk- is, var ósáttur við dóminn og sagði hann hafa eyðilagt leik- inn. „Þetta koma eins og köld vatns- gusa framan í leikmennina. Þeir trúðu varla sínum eig- in augum en það þýddi ekkert að kvarta yfir þessu. Við reyndum að spila boltanum þrátt fyrir að vera einum leikmanni færri, en það var auðvitað erfitt. Mér finnst Garðar góður dómari en hann getur átt sína slæmu daga eins og leik- menn. Hann dæmdi þennan leik ekki vel að mínu mati en það þýðir ekkert að kvarta yfir því. Núna einbeit- um við okkur að því að ná góðum úr- slitum í leikjunum sem eftir eru í deild- inni.“ Garðar segist ekki oft hafa lent í því í sumar að sýna leikmönnum gult spjald fyrir leikaraskap, en hann notaði spjald- ið þó á tvo leikmenn Fylkis fyrir leikara- skap í leiknum. „Því fer betur að flestir leikmenn á Íslandi eru heiðarlegir og reyna ekki að plata dómarann með leikaraskap. Það koma upp svona atvik einstaka sinnum. Ég get alveg viður- kennt það að helst myndi ég vilja reka menn út af fyrir svona hegðun en regl- urnar segja annað. Það er mikil óvirðing gagnvart íþróttinni og öllum sem að henni koma, að svindla með þessum hætti. Leikaraskapur er ekki hluti af leiknum og á ekki að vera það.“ GARÐAR ÖRN HINRIKSSON: SÝNDI TVEIMUR FYLKISMÖNNUM RAUÐA SPJALDIÐ Leikaraskapur er ekki hluti af leiknum ÓLÖF MARÍA JÓNSDÓTTIR Ólöf María Jónsdóttir: Á sama skori og Sörenstam GOLF Ólöf María Jónsdóttir kylfingur úr Keili er í 8.-13. sæti á tveimur höggum yfir pari að lokn- um tveimur hringjum á opna Nor- ræna mótinu í golfi kvenna í Barsebäck í Svíþjóð, en hún lék hringinn í gær á þremur höggum yfir pari. Liselotte Neumann frá Svíþjóð hefur forystu á tveimur höggum undir pari. Athygli vekur að sænska golfdrottningin Annika Sörenstam lék hringinn í gær á þremur höggum yfir pari eins og Ólöf María og er í 6.-7. sæti á einu höggi yfir pari. ■ FÓTBOLTI Arsene Wenger, knatt- spyrnustjóri Arsenal, lét hafa eftir sér í fjölmiðlum í gær að hann teldi Chelsea borga of hátt verð fyrir Shaun Wright-Phillips, sem liðið keypti frá Manchester City á 21 milljón punda. Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, gefur ekki mikið fyrir yfirlýsingar Wenger. „Enski leikmannamarkaðurinn er ólíkur flestum öðrum. Við hefð- um getað keypt ódýrari leikmann en ég vil kaupa enska leikmenn sé þess kostur, því hér hjá Chelsea vil ég byggja upp lið af Englendin- um en ekki fullt lið af útlending- um eins og sumir,“ sagði Mour- inho og hló því á stjóratíð sinni hjá Arsenal hefur Wenger á tíðum stillt upp liði sem eingöngu samanstendur af útlendingum. Greinilegt að spennan fyrir ensku deildina er að magnast en fyrsti leikurinn á tímabilinu er á morgun þegar Chelsea og Arsenal mætast í úrslitaleik í Cardiff um Samfélagsskjöldinn en leikurinn verður í beinni útsendingu á sjón- varpsstöðinni Sýn. ■ ÍSLENDINGAR Í 1. DEILDINNI Brynjar Björn Gunnarsson Reading Ívar Ingimarsson Reading Jóhannes Karl Guðjónsson Leicester Bjarni Guðjónsson Plymouth Þórður Guðjónsson Stoke City Gylfi Einarsson Leeds Utd *Björn Ingi Hermannsson Ipswich *Óskar Pétursson Ipswich *Eru á unglingasamningum hjá félaginu GYLFI EINARSSON Gylfi er hér í baráttu við James Harper, leikmann Reading , en með því fé- lagi leika íslensku lands- liðsmennirnir Brynjar Björn Gunnarsson og Ívar Ingimarsson. Mourinho hlær a› Wenger Stríð knattspyrnustjóranna í Englandi er hafið: JOSE MOURINHO Situr sjaldan á skoðunum sínum, sama hvert umræðuefnið er.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.