Fréttablaðið - 06.08.2005, Page 52

Fréttablaðið - 06.08.2005, Page 52
LAUGARDAGUR 6. ágúst 2005 35 Framtí› Viggós sem landsli›sfljálfara óljós Óvíst er hvort Viggó Sigur›sson haldi áfram sem landsli›sfljálfari í handknatt- leik eftir a› hafa veri› me› dólgslæti í flugvél Fluglei›a flegar U-21 landsli› Ís- lands var a› koma til Íslands frá Kaupmannhöfn. HANDBOLTI Handknattsleikssam- band Íslands sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem áfengis- drykkja landliðsþjálfarans Viggós Sigurðssonar í flugvél Flugleiða á sunnudagskvöld er hörmuð, en Viggó var þá að koma frá Svíþjóð ásamt U-21 landsliði Íslands, en það var þar við keppni á Opna Skandinavíumótinu í handknatt- leik. Viggó var að drekka áfengi í flugvélinni á heimleiðinni og lenti í útistöðum við flugþjón um hálf- tíma fyrir lendingu. Í kjölfarið reif Viggó í þjóninn, og tilkynnti áhöfn vélarinnar um atburðinn til lögreglu strax í kjölfarið. Berg- sveinn Bergsveinsson aðstoðar- landsliðsþjálfari sat við hlið Viggós. „Ég drakk tvö glös af áfengi í flugvélinni en er ekkert viðriðinn þetta mál að öðru leyti,“ sagði Bergsveinn. Lögreglan tók á móti Viggó þegar á flugvöllinn var komið og fylgdi honum út úr flugstöðinni. Einar Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri HSÍ, sagði sam- bandið líta þetta atvik alvarlegum augum en vonast til þess að það fengi farsælan endi. „Þetta mál hefur verið rætt í vikunni og það eru allir sammála um að þessi upp- ákoma sé afar óheppileg. Hand- knattleikssambandið stendur fyrir meira en tuttugu ferðum á ári og það hafa ekki átt sér stað svona leiðindaatvik fram að þessu. Það er ekki hægt að sætta sig við svona framkomu og við munum ræða málið frekar á næstu dögum.“ Í yfirlýsingu HSÍ segir að Viggó hafi þegar hitt flugþjóninn og beðist afsökunar á framferði sínu. Slíkt hið sama gerði hann á fundi með stjórn HSÍ í gær. magnush@frettabladid.is Einn besti leikmaður Newcastle er óánægður: FÓTBOLTI Graeme Souness, knatt- spyrnustjóri Newcastle, stað- festi við enska fjölmiðla í gær að miðjumaðurinn Jermaine Jenas væri óánægður hjá félaginu. Talið er að Manchester United, Arsenal og Tottenham hafi öll áhuga á því að krækja í þennan 22 ára leikmann. Sögur fóru á kreik um að ósætti hefði komið upp milli Jenas og æðri manna hjá félaginu en stjórnar- formaðurinn Freddy Shepherd neitar því alfarið. „Allar sögur þess efnis að Jenas hafi lent í deilum við einhvern hjá félaginu eru ekki sannar,“ sagði Shepherd. Jenas var ekki í leik- mannahópi Newcastle sem mætti spænska liðinu Deportivo La Coruna í Evrópukeppninni en talsmenn félagsins segja að ástæðan fyrir því sé sú að hann hafi verið meiddur. Sagt er að Tottenham hyggist bjóða Newcastle að fá Robbie Keane í skiptum fyrir Jenas en Souness taki ekki vel í það og segir Keane ekki vera þá gerð af sóknar- manni sem hann sé að leita eftir. Auk Tottenham fylgjast Man- chester United og Arsenal grannt með gangi mála. ■ Jenas vill komast burt Heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum hefst í Helsinki í dag: fiórey Edda eini íslenski keppandinn FRJÁLSAR Keppni á heimsmeistara- mótinu í frjálsum íþróttum hefst í Helsinki, höfuðborg Finnlands, í dag. Íslendingar eiga einungis einn fulltrúa á mótinu, stangar- stökkvarann Þóreyju Eddu Elís- dóttur, sem á góðum degi getur blandað sér í toppbaráttu sinnar greinar. Þó nokkuð er um meiðsli ein- hverra stærstu stjarna íþróttar- innar, til að mynda er Tékkinn Jan Zelezny, heimsmethafinn í spjót- kasti, frá vegna meiðsla og hið sama má segja um Asafa Powell, spretthlauparann frá Jamaíku og heimsmethafa í 100 metra hlaupi. Ef þessi og nokkur önnur tilvik eru frátalin mætir til keppni samansafn af besta frjálsíþrótta- fólki heims og má búast við spennandi keppni í flestum grein- um. Ætli minnsta spennan ríki ekki í einu greininni þar sem Ís- lendingur keppir, stangarstökki kvenna, en þar hefur hin rúss- neska Jelena Isinbajeva sett hvert heimsmetið á fætur öðru í grein- inni undanfarið ár. - esá JERMAINE JENAS Er óánægður hjá Newcastle og vill burt frá félaginu. VIGGÓ SIGURÐSSON OG BERGSVEINN BERGSVEINSSON Óvíst er hvort Viggó og Bergsveinn haldi áfram sem landsliðsþjálfarar, en hand- knattleikssambandið ræðir stöðu þeirra betur um helgina.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.