Fréttablaðið - 06.08.2005, Síða 53

Fréttablaðið - 06.08.2005, Síða 53
36 6. ágúst 2005 LAUGARDAGUR Nú er hinsegin helgi. Í fyrra svaf ég yfir mig sökum þynnku og missti af hátíð- inni en Hinsegin dagar fyrir tveim- ur árum eru mér afar minnistæðir. Ég og vinur minn stóðum í mannhaf- inu - og regnhafinu - og virtum fyrir okkur litadýrðina: öldur af þúsundum regnhlífa innan um dragdrottningar og leður- homma sem höfðu nýlokið gleði- göngunni. Gegnum regndropana glitti í ótalmarga regnboga enda merki samkynhneigðra flaggað víða. Mér var skítkalt og hafði afar takmarkaðan áhuga á skemmti- atriðunum á sviðinu en mér hlýnaði í hjartanu. Hvað það var nú sætt að sjá allt þetta fólk mæta og gleðjast með samkynhneigðum. Mér fannst nokkuð merkilegt að eyða laugardeginum í að standa þarna frjósandi úr kulda og vosbúð og horfa á skemmtiatriði sem ég fíl- aði ekki, en að vera bara drullusátt við það. Ég á ekki einu sinni ná- komna ættingja eða vini sem eru samkynhneigðir. Allt í einu varð ég hrædd. Er ég kannski bara að þessu til að friða samviskuna? Enginn græddi jú meira á nærveru minni en einmitt ég, sem sannfærðist um að ég væri góð manneskja þrátt fyrir allt. Þetta er svolítið eins og með gjafir til alls konar samtaka. Manni líður einfaldlega vel við það að vera góður við aðra. Ef ég væri efnafræðingur myndi ég rannsaka hvort það sé ekki eitthvað sæluefni sem leysist úr læðingi við góðverk. Erum við kannski bara eigin- gjörn og sýnum samkennd til að okkur líði vel? Eftir mikla umhugs- un í svaðinu á Arnarhóli komst ég að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki. Óréttlætið sem samkyn- hneigðir eru beittir er öllu sam- félaginu til skammar og mér er það mikið hjartans mál að bætt verði úr ástandinu í framtíðinni. Auðvitað eiga samkynhneigðir að geta gift sig í kirkju, frumættleitt börn og lifað mannsæmandi lífi eins og allir aðrir. Gay Pride-hátíðir gera ekkert nema gott í baráttunni fyrir jafn- rétti. Til hamingju með daginn. ■ STUÐ MILLI STRÍÐA RÓSA SIGNÝ GÍSLADÓTTIR VILL AÐ ÖLL DÝRIN Í SKÓGINUM SÉU VINIR Sæluvíma á Hinsegin dögum Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ GELGJAN ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Jerry Scott & Jim Borgman Eftir Frode Överli Ég er hræddur um að þú verðir að fara, Tobbi! Götin í netabolnum þínum eru miklu stærri en hinar opinberu pókerreglur gera ráð fyrir! Hvaða hvaða! Við ætlum annað hvort að sjá þessa eða þessa. Mmm.... ókei. Ég er bara fegin að þið ætlið ekki að sjá ógeðslegu klám- fengnu myndina „Menntaskóla- stelpur á ferðalagi“, sem allir eru að tala um. Ha ha! Nei það er ekki okkar stíll! Reyndar gæti það verið nota- drjúgt fyrir okkur að fræðast aðeins um menntaskóla! Bíí bíííí bíííí Kak kak kak kak kak Katta - karókí. Eftirrétti! Eftir hverju eruð þið að bíða? Borðuðuð þið ALLAR kökurnar? Vel af sér vikið! Takk! Ókei mamma! Búin! Kjams kjams krönsj Sluurp! Ahhhh! M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.