Fréttablaðið - 06.08.2005, Page 55

Fréttablaðið - 06.08.2005, Page 55
38 6. ágúst 2005 LAUGARDAGUR EKKI MISSA AF… ...Indie-kvöldi á skemmtistaðn- um 22. Plötusnúðarnir Ellen og Helga halda uppi stuðinu fram á nótt. Húsið opnar klukkan 21.00. ...Gay Pride-dansleikjunum á Nasa, Nelly’s og Pravda. Litrík gleði langt fram á nótt. ...Síðustu tónleikum jazzbands- ins Autorevse í bili á Kaffi Rósenberg. Bandið er skipað þeim Ívari Guðmundssyni á trompet, Steinari Sigurðarsyni á tenor saxófón, Sigurði Rögnvalds- syni á raf- gítar, Pétri Sigurðssyni á bassa og Kristni Snæ Agnarssyni á trommur. Frítt er inn. Undanfarna mánuði hafa þau hjón Guð- rún Gunnarsdóttir og Valgeir Skagfjörð haldið tónleika víðs vegar í kirkjum landsins og flutt fjölbreytta og vandaða tónlistardagskrá. Á tónleikunum syngur Guðrún meðal annars lög af plötunni Óður til Ellýjar og sólóplötu sinni, Eins og vindurinn, sem kom út fyrir síðustu jól en á henni er að finna lög og texta eftir Valgeir Skagfjörð. Í næstu viku verða þau Guðrún og Val- geir á tónleikaferðalagi um Norður- og Austurland. Þau koma fram klukkan 20.30 í Akureyrarkirkju á mánudags- kvöldið og í Reykjahlíðarkirkju á þriðju- dagskvöldið. Þá halda þau til Eskifjarðar þar sem tónleikar verða í kirkjunni á staðnum, fimmtudagskvöldið klukkan 20.00. Síðustu tónleikarnir á ferðalaginu verða í Hafnarkirkju á Höfn í Hornafirði föstudagskvöldið klukkan 20.00 Á morgun klukkan 16.00 verður opnuð samsýn- ing ríflega tuttugu listamanna á Listasafni Ár- nesinga í Hveragerði. Sýningin nefnist Tívolí og þar verður kölluð fram sannkölluð lista- sprengja þar sem ægir saman listaverkum, gjörningum og uppákomum. Listamennirnir voru fengnir til að vinna út frá hugmyndinni um gamla tívolíið sem var til staðar í Hveragerði fyrir nokkrum árum enda lifir tívolíið sem ævintýraleg minning í hugum margra listamannanna. Meðal þeirra sem taka þátt í sýningunni eru Egill Sæbjörnsson, Gabríela Friðriksdóttir, Gjörningaklúbburinn og Ragnar Kjartansson. menning@frettabladid.is Gu›rún Gunnars í kirkjum landsins! Þegar gengið er inn baka- til í gegnum portið hjá Klink og Bank blasir við sjúskuð bílskúrsíbúð þar sem atvinnulausir karl- menn hafa búið í um tveggja vikna bil. Rýmið er sköpunarverk leiklist- arnemanna Jörundar, Stef- án Halls og Vignis Rafns en annað kvöld frumsýna þeir verkið Penetreitor eftir skoska höfundinn Anthony Neilson. „Þetta er þriggja manna stofu- drama með hníf,“ segir leiklistar- neminn Vignir Rafn Valþórsson um verkið Penetreitor sem Reyk- víska Listaleikhúsið frumsýnir í Klink og Bank annað kvöld. „Orðabókarskilgreiningin á Penetreitor er „að þröngva sér inni í eitthvað“ en ef maður slær upp „penetrator“ á netinu birtast myndir af eldflaugum Banda- ríkjahers. Orðið hefur einnig bæst við klámorðaforða Íslend- inga en allt á þetta við þegar kemur að leikritinu.“ Vignir segir að leikhópurinn sjái nýja og nýja fleti á umfjöllun- arefni verksins á hverri æfingu. „Persónurnar eru flóknar og eftir að hafa grannskoðað verkið komumst við að því að það tæki bæði á einelti og ýmsum geðsjúk- dómum.“ Auk Vignis leika þeir Stefán Hallur Stefánsson og Jör- undur Ragnarsson í Penetreitor. „Við ákváðum því að leggjast í óhefðbundna rannsóknarvinnu til að búa til eins gott leikhús og við gátum. Dæmigerð leið hefði kannski verið að leigja kvikmynd- ina Englar alheimsins og stúdera túlkun Ingvars Sigurðssonar á manni sem glímir við geðsjúk- dóm. Í staðinn langaði okkur að gera tilraun til þess að koma á ein- hvers konar tengslum milli leik- hússins og fólks sem glímir við geðræn vandamál úti í samfélag- inu. Við ákváðum því að reyna að hafa uppi á fólki sem hefði reynslu af geðsjúkdómum og fá það til að aðstoða okkur við persónusköpunina.“ Reykvíska listaleikhúsið hlaut styrk frá Nýsköpunarsjóði til þess að hugmyndin gæti orðið að veru- leika og eftir að hafa talað við sál- fræðinga og lesið sér til um stöðu mála í geðsjúkdómum á Íslandi setti Reykvíska listaleikhúsið sig í samband við hóp sem kallar sig Hugarafl. „Hugarafl samanstend- ur af fólki sem hefur reynslu af geðheilbrigðismálum og einstak- lingum sem hafa upplifað geð- sjúkdóma á eigin skinni og vilja deila reynslu sinni með öðrum. Við fengum frá þeim góða punkta og heilmikla innsýn inni í þeirra heim sem skilar sér aftur í verkið og vonandi til áhorfenda.“ Reykvíska Listaleikhúsið stefn- ir að því að koma upp samskipta- neti í kringum verkefnið og boðið verður upp á umræður að loknum sýningum. Kristín Eysteinsdóttir leikstýrir Penetreitor en Ingvar E. Sigurðsson er umsjónarmaður verkefnisins. Frumsýningin á morgun hefst klukkan 21.00 og verkið verður sýnt fram á næstu helgi. Miðaverð er 500 krónur en boðið er upp á endurgjaldslausar sýningar fyrir þá hópa sem telja sig geta haft félagslegan ávinning af leikhúsupplifuninni. thorakaritas@frettabladid.is Geðsjúkt stofudrama með hnífÓd‡r föt og eigin hönnun „Josy Zareen stofnaði Magadans- húsið í Skipholti fyrir ríflega ári. Þá var hún eini kennarinn og óraði ekki fyrir hversu hratt fyrirtækið myndi stækka,“ segir Árni Guð- mundur Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Magadanshússins, en fyrirtækið er nú flutt í nýtt húsnæði í Ármúla 18. Tíu kennarar starfa nú hjá Magadanshúsinu og með flutn- ingnum verður stærð magadans- hússins tvöfölduð. „Við erum að skrúfa niður biðlistana en maga- dansinn virðist hafa fest sig í sessi. Það er mikill félagsskapur í kringum þetta og öðruvísi stemn- ing en gengur og gerist, það er til dæmis orðið mjög algengt að gæsapartí fari fram í Magadans- húsinu. Fyrir utan skemmtana- gildið þá styrkir dansinn líka sjálfstraustið og getur hjálpað konum hvort tveggja á meðgöngu og við að ná sér á strik eftir fæð- ingu. Við höfum meira að segja orðið vitni að því að par sem var lengi búið að reyna að eignast króa tókst það eftir að móðirin fór að dansa magadans,“ segir Árni en magadansinn örvar vöðva á magasvæðinu sem oftast gleymist að þjálfa. Opnunarhátíð Magadanshúss- ins verður í Ármúla 18 klukkan 20.00 í kvöld. „Það verður boðið upp á fjölbreytt magadansatriði og léttar veitingar,“ segir Árni en það eru ekki eingöngu konur sem hafa uppgötvað gleðina við maga- dansinn. „Það eru þrír karlmenn úr Karatefélaginu Þórshamri sem hafa gengið til liðs við okkur. Þetta byrjaði allt sem árshátíðar- grín hjá þeim en nú halda þeir ótrauðir áfram og eru meðal þeirra sem sýna magadans á opn- unarhátíðinni í kvöld.“ Ókeypis er á opnunarhátíðina og allir eru velkomnir. ■ Næstu sýningar eru: Í dag kl. 14 örfá sæti laus 6. sýn. sun. 7/8 kl. 14 örfá sæti laus 7. sýn. fim. 11/8 kl. 19 sæti laus frá kl. 9.00 til 17.00 alla virka daga. Opnunarhátí› Magadanshússins JOSY ZAREEN Hefur komið af stað magadansæði á Íslandi og flytur nú Maga- danshúsið í helmingi stærra húsnæði til að annast eftirspurn. Fimm listagyðjur verða með markað á Flókagötu 69 um helgina. „Þetta verð- ur risa garðsala þar sem við seljum alls kyns notuð föt og eigin hönnun,“ segir myndlistarkonan Jóhanna Helga Þorkelsdóttir en tilefnið er bú- ferlaflutningur hennar. „Ég er að flytja til Chicago þar sem ég verð í meistaranámi í myndlist næstu tvö árin. Þegar ég var að pakka komst ég að því að ég ætti allt of mikið af fötum og fékk því systur mínar og tvær vinkonur til að halda með mér markað um helg- ina.“ M y n d l i s t a r - konan Kolbrá Braga hefur vak- ið athygli fyrir nýstárlega notk- un á ullarpeysumynstrinu og verður hún með ullarpeysuboli, pils og ermar til sölu á markaðn- um sem verður opinn á Flókagöt- unni gegnt Kennaraháskólanum frá klukkan 11.00-18.00 í dag og á morgun sunnudag. ■ FARA ÓTROÐNAR SLÓÐIR Reykvíska Listaleikhúsið frumsýnir verkið Penetreitor í Klink og Bank annað kvöld. Verkið hefur hlotið styrk frá Nýsköpunarsjóði. ■ ■ TÓNLEIKAR  21.30 Sænski djassgítarleikarinn Andreas Öberg með tónleika í Ketilhúsinu á Akureyri. ■ ■ OPNANIR  14.00 Anna Gunnarsdóttir opnar sýninguna Ljóshaf, lýsandi form úr þæfðri ull, á Árbæjarsafni í Reykja- vík. Um er að ræða skúlptúra sem unnir eru úr þæfðri ull. Óður til hafs- ins eftir Davíð Stefánsson var inn- blástur Önnu í verkin. Sýningin stendur til 18. ágúst og er opin alla daga frá kl. 10.00 til 17.00.  15.00 Listakonan Tuuli Tuikka frá Finnlandi sýningu í sal Íslenskrar Grafíkur, Hafnarhúsi (hafnarmeg- in),Tryggvagötu 17. Á sýningunni eru teikningar og grafíkverk þar sem manneskjan er útgangspunktur- inn.Sýningin er opin fimmtudaga til sunnudags frá kl. 14:00 - 18:00 og stendur til 22. ágúst. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir.  16.00 Malin Stahl opnar sýningu sína Three hearts á vesturvegg Skaftfells á Seyðisfirði. Malin útskrif- aðist frá Listaháskóla Íslands 2004, hún býr og starfar í Svíþjóð. Sýningin stendur til 18.ágúst.  17.00 Guðmundur Heimsberg opnar ljósmyndasýningu á Sólon. Sýningin ber heitið „You Dynamite“ og eru myndefnin sannir Íslenskir karlmenn. ■ ■ SKEMMTANIR  22.00 Hljómsveitin Sérsveitin heldur uppi stemningu í kvöld á skemmtistaðnum Vélsmiðjunni á Akureyri. Húsið opnar klukkan tíu en frítt er inn til miðnættis. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð- ar en sólarhring fyrir birtingu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.