Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.08.2005, Qupperneq 57

Fréttablaðið - 06.08.2005, Qupperneq 57
Skyrta, toppur og perlufesti úr NOA NOA. Pilsið er frá Karen Millen. RACHEL MCADAMS mætti í þessum kjól á frumsýningu Wedding Crashers MEST LESNA TÍMARIT LANDSINS Birta er komin út ! Litið inn á æfingu á Kabarett Tíska - Skemmtilegt skraut í hárið Hollywood skvísur í gulu Öflugasta sjónvarpsdagskrá landsins tíska tíðaran dinn heilsa leikhús útli t pistlar ma tur SJ Ó N VA RP SD AG SK RÁ IN 5. ág ús t - 1 1. ág ús t ferðast um heim inn » Linda Mjöll St efánsdóttir heim shornaflakkari ÍSLENSKT FREL SI BESTA GJÖFIN » Litið inn á æfin gu KABARETT » Hollywood-skv ísur í gulu GLAMÚRGELLU R 01 birta-for síða 2.8.20 05 16:03 P age 1 Leikmyndahönnuð urinn og heimshor naflakkarinn Linda Mjöll komin heim. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Hjólabuxur og annar hro›bjó›ur Það er skrýtið að upplifa svona mikinn hita í Reykjavík. Þó manni finnist sautján gráður ekki mikill hiti erlendis er hann mikill á ís- lenskan mælikvarða. Kannski finn ég meira fyrir hitanum því vinnuhúsið mitt er hannað eins og fiskabúr og mitt skrifborð er í há- suður. Undanfarið hef ég þurft að hafa eitt að leiðarljósi áður en ég fer út úr húsi á morgnana. Það er að vera eins fáklædd og hægt er án þess að vera dónalega ber. Stundum skil ég ekki hvað kemur fyrir Íslendinga þegar sól er annars vegar, það er eins og þeir fái vott af sólsting og ruglist alger- lega í ríminu, að minnsta kosti fatalega séð. Hver man ekki eftir hjólabuxnaheilkenninu sem tröllreið þjóðinni fyrir rúmum fimmtán árum. Þá ferðuðust heilu fjölskyldurnar saman í hópum í eins klæðnaði, hjólabuxum og víðum stuttermabol (helst merktum fyrir- tæki sem hafði gefið bolinn). Hjólabuxurnar voru iðulega úr glans- andi teygjuefni og í hliðunum mátti finna rendur eða neonlitað mynstur. Það sem var svo vont við þetta ,,outfit“ var að menn gleymdu algerlega eigin vaxtarlagi og fólk veigraði sér ekki við að fara í hjólabuxur og víðan bol þó það væri í yfirvigt. Meira að segja feitir forstjórar létu sjá sig í þessum klæðnaði á Spánarströndum og jafnvel þegar þeir voru að grilla kótilettur í garðinum. Þó að hjólabuxnabingóið sé löngu dottið út eru leifar af þessu heilkenni að hrjá þjóðina. Það má ekki koma sólarglæta, þá eru dömur landsins mættar út í opnum sandölum og á hlýrabolum, allt flegið bert og stutt. Þá er ekki spurt að því hvort viðkomandi sé í kjörþyngd eða ekki. Sumarföt og sumarföt eru ekki það sama og oft virðast ósmekklegheitin blómstra á góðvirðisdögum. Fólk fer í ,,sumarfötin“ þó þau séu löngu dottin úr móð, efnin farin að láta á sjá og jafnvel löngu hætt að passa á við- komandi. Þetta verður að laga, þeir taki það til sín sem eiga. MÓÐUR VIKUNNAR > MARTA SMARTA FER YFIR MÁLIN 40 6. ágúst 2005 LAUGARDAGUR Blái liturinn er einn af vinningshöfum haustsins. Hann geturverið hlýr, rómantískur og mjúkur en hann getur líka veriðkaldur og ferkantaður. Þetta fer allt eftir tóntegund, fata- sniði, bróderíi, blúndum og öðrum smáatriðum. Þessi mjúki blái lit- ur kallar á sveitarómantík og hamingju. Auðvelt er að sjá fyrir sér hvítmálað sveitahús í Frakklandi, súkkulaði, rauðvín, stillt og prúð börn, osta og sultur. Þessi rómantíski blái getur fengið mínímalista til að skipta um skoðun, falla í yfirlið yfir dásemdinni. Eins er hægt að nota bláa litinn á allt annan hátt. Kóngablár ber rétt nafn. Hann er höfðinglegur og virðulegur og því glæsilegur í kjóla eins og sést á kjól Rachel McAdams. Hún geislar í þessum fallega tón og svo er sniðið á kjólnum ekki svo ljótt. Hátíðleikinn svífur yfir vötnum. Aldrei þessu vant má blanda saman bláum tónum án þess að slys verði og rómantíkin passar alveg við hátíðleik- ann. Það má flest. Blái liturinn er sérlega fallegur með brúna litnum sem hefur verið svo æði vinsæll uppi á síðkastið. Hann er eins og klæðskerasniðinn við galla- buxnatískuna sem hefur svo sannarlega tekið völdin. Það sem er svo skemmtilegt við bláa litinn er að annað hvort elskar fólk hann eða í versta falli finnst fólki hann „ekkert spes“. martamaria@frettabladid.is Mínímalískur & rómantískur ARMBAND frá Accessorize ROKKARALEG við blátt. Karen Millen KEISARAKÁPA úr Noa Noa TASKA úr Accessorize. SUMARTÍSKAN 2006 var sýnd í Ástralíu á dögunum. Blátt verður í móð fram á næsta haust að minnsta kosti. Accessorize LINDA EVANGELISTA er alltaf jafn smekkleg. RÓMANTÍSK Brún peysa sem passar vel með bláu. Karen Millen. Taska frá Accessorize DÁSEMDARTOPPUR og kjóll, Karen Millen Kringlunni GS skór Kringlunni. GS skór Kringlunni. RÓMANTÍSK bólerópeysa, Karen Millen
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.