Fréttablaðið - 06.08.2005, Page 60

Fréttablaðið - 06.08.2005, Page 60
Ofurfyrirsætan Naomi Campbellhefur enn eina ferðina látið skapið hlaupa með sig í gönur því ein elsta og besta vinkona hennar, leikkonan Yvonne Scio, hefur nú kært hana fyrir líkamsárás. Hið meinta atvik átti sér stað á hótelher- bergi þegar vinkonurnar hugðust fara út að skemmta sér. Eitthvað fór efnislítill Fendi-kjóll sem Scio klæddist fyrir brjóstið á Naomi, sem varð skyndilega al- veg fokill. „Hún kallaði mig öllum illum nöfnum svo ég fór og skipti um föt. Það var greini- lega ekki nóg því þegar ég kom til baka réðst hún á mig og barði mig illa,“ sagði Scio. Nýjasta æðið! Engin trygging nauðsynleg – flokkast sem reiðhjól. Notist á gangstéttum. Engin aldurstakmörk Munið eftir hjálmunum! Salan er hafin! Sími: 869 0898 Scooterhjól með mótor í fyrsta sinn á Íslandi! Unglingatilbo› Margaríta Pizza og Pepsi á kr. 800 Láttu sjá flig www.pizzahut.is • 533 2000 Nordica • Sprengisandi • Smáralind Tilbo›i› gildir einungis í veitingasal Lagið The King of the Dancefloor með rokksveitinni Hölt hóra er komið í spilun á X-inu 97,7 og XFM 91,9. Lagið er tekið af EP-plötunni Love Me Like You Elskar Mig sem var nýlega gefin út. Fyrsta lagið sem fór í spilun af plötunni Party Through the Night komst á topp 20 lista X-FM ásamt því að ná toppsæti rokk.is-listans tvær vikur í röð. Hölt hóra spilaði síðast á Akureyri um verslunar- mannahelgina við mjög góðar undirtektir. ■ HÖLT HÓRA Rokksveitin Hölt hóra er komin með nýtt lag í spilun. Konungur dans- gólfsins í spilun Forgotten Lores me› tónleika Hljómsveitin Forgotten Lores, sem hitaði upp fyrir rapparann Snoop Dogg í Egilshöll í síðasta mánuði, heldur tónleika í Stúdentakjallaran- um í kvöld. Fimm manna kjarni sveitarinnar spilar á tónleikunum og því verður ekki sami fjöldi uppi á sviði og spil- aði í Egilshöllinni. Stúdentakjallar- inn opnar klukkan 22.00 í kvöld og kostar 500 krónur inn. ■ FORGOTTEN LORES Hljómsveitin verður í Stúdentakjallaranum í kvöld. Rithöfundurinn Helen Fielding hefur nú endurlífgað sköpunar- verk sitt, Bridget Jones, með nýjum vikulegum dálkum í dag- blaðinu The Independent. Tíu ár eru síðan Helen hóf skrif sín í blaðið undir nafni Bridgetar en þegar vinsældir hennar jukust ákvað Helen að skrifa bók byggða á persónunni. Úr því urðu tvær metsölubækur en ekkert nýtt hef- ur heyrst frá Bridget í fimm ár, eða frá því seinni bókin kom út. Bridget varð alþjóðleg stjarna þegar gerðar voru tvær afar vin- sælar bíómyndir um hana með Renée Zellweger í aðalhluterki og því bíða margir spenntir eftir nýj- um ævintýrum Bridgetar. Í dálkunum er Bridget enn að ströggla við að halda kjörþyngd og í ástarvandamálum auk þess að þurfa nú að hafa áhyggjur af hækkandi aldri og hryðjuverkum. „Það er komið að nýjum kafla í lífi hennar og margt spennandi að gerast,“ sagði Helen þegar hún kynnti þessa ákvörðun sína. „Hún er samt alltaf gamla og góða Bridget.“ ■ BRIDGET JONES Colin Firth, Renée Zellweger og Hugh Grant í hlutverkum sínum í kvik- myndinni um Bridget Jones. Bridget Jones brussast aftur inn á sjónarsvi›i› FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.