Fréttablaðið - 06.08.2005, Page 65

Fréttablaðið - 06.08.2005, Page 65
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Laugardaga kl. 10:00 - 18:00 | Sunnudaga kl. 12:00 - 18:00 | Mánudaga - föstudaga kl. 10:00 - 18:30 | www.IKEA.is Skóladagar Reiknaðu dæmið til enda 5002 .V.B s metsyS AEKI retn I © BRATTBY vasareiknir 95,- 149,- Pylsa og gos 95,- ALLEBY vekjaraklukka STEFANO skrifborðsstóll 4.950,- BRATTBY stílabók A5 150,- BRATTBY litir fylgja 290,- pennaveski ROBIN tölvuborð 110x60 sm 5.950,- DOKUMENT pennastatíf 2 stk. 390,- BRATTBY A5 stílabækur 3 stk. 95,- BRATTBY ýmsir litir pennaveski 95,- BRATTBY skólatöskur, ýmsir litir 490,- LINGO CIRKLE tímaritahirslur 5 stk. 250,- Milljar›avandi Blað með tiltölulega litla útbreiðslugreindi frá því á forsíðu í vikunni að tiltekinn auðjöfur íslenskur hefði fengið synjun á debetkortið sitt þegar hann ætlaði að kaupa sér ís. Þrátt fyrir að eiga töluverð ítök í stórum banka átti maðurinn ekki heldur klink í bíln- um sínum og urðu málalyktir þær að hann varð að biðja mömmu sína um að kaupa fyrir sig ís, sem er auðvitað eitt- hvað sem allir strákar hafa lent í fyrr eða síðar á lífsleiðinni, aðallega fyrr. ÉG skil út af fyrir sig kaldhæðnina sem blaðamenn hafa séð í þessu en ég get samt ekki neitað því að fyrst fréttir sem þessar eru farnar að rata á forsíðu – án þess að ég ætli að skip- ta mér af því hvað ratar á forsíðu – í stað þess að vera bara litlir slúður- molar inni í blaði, fyrir fólk til að hlæja að, þá er ég óneitanlega farinn að búast mjög sterklega við því að fleiri tíðindi af mjög hversdagslegum vandamálum frægs fólks rati á for- síðu. Verður greint frá því næst þegar einhver frægur lendir í vand- ræðum með að sturta niður og pabbi hans þarf að hringja í pípara? MAÐUR veit ekki. Fréttin af greiðsluvandamáli auðkýfingsins í ís- búðinni leiðir hins vegar hugann að öðru, burtséð frá því hvort hún átti erindi á forsíðu eða ekki. Hún var á vissan hátt athyglisverð. Spurningin er, af hverju kom synjun á kortið? Hvað gerðist? Allir vita að maðurinn á fullt af peningum. Eða hvað? ÉG er með eina litla, kæruleysislega kenningu sem mögulega getur svarað þessari áleitnu spurningu. Hvað gerð- ist? Getur ekki verið að upp sé kom- inn í bankakerfinu eins konar millj- arðavandi, þannig að tölvurnar í bönkunum eru hættar að ná yfir töl- urnar sem eru á bankareikningum þeirra allra ríkustu, og útkoman verð- ur sú að tölvurnar meta það sem svo að ekkert sé inni á reikningnum? ÉG held að þetta sé málið. Segjum að maðurinn eigi orðið 1.000 milljarða. Í þeirri tölu eru svo mörg núll að tölv- an sér líklega ekki lengur tölustafinn sem er fyrir framan núllin, þannig að hún sér bara núll og les því innistæð- una þannig að það sé bara núll inni á reikningnum. ÞETTA þætti mér fyndið ef rétt væri. Ef allir auðkýfingar færu aftur á núll- punkt í tölvukerfinu eftir að þeir hafa náð ákveðinni summu í innistæðunni. Það yrði svona svipað og þegar fólk verður 100 ára. Þá byrjar það að fá póst aftur um að mæta í umferðar- fræðslu. EF rétt væri yrði þetta líka þörf áminning um það hversu óáþreifan- legir peningar eru orðnir í samfélag- inu í dag. Þeir eru ekki lengur pappír- ar heldur tölur í bankakerfi. Og ef enginn á lengur neitt áþreifanlegt um að hann eigi peninga, getur þá bara ekki bankakerfið tekið upp á því einn daginn að þurrka peningana út? Ég held að þetta hljóti að vera martröð allra auðkýfinga. Á einhverjum tíma- punkti þurfa þeir kannski allir að hringja í mömmu sína. BAKÞANKAR GUÐMUNDAR STEINGRÍMSSONAR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.