Fréttablaðið - 13.08.2005, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 13.08.2005, Blaðsíða 25
Smáauglýsingar Flokkar Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar Góðan dag! Í dag er laugardagurinn 13. ágúst, 225. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 5.12 13.33 21.50 AKUREYRI 4.45 13.17 21.47 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Gyllt og falleg Volkswagen-bjalla er í eigu Sólrúnar Ástu Steinsdóttur. Bílinn keypti hún til að nota við brúðkaup sitt. „Vinkona mín var að setja upp nýja eld- húsinnréttingu, vantaði peninga og seldi mér þess vegna bjölluna með miklum trega,“ segir Sólrún Ásta Steinsdóttir, kjóla- og klæðskeri. Umrædd bjalla er upp- runalega útgáfan af Volkswagen-bjöllu sem notið hefur mikilla vinsælda. „Það hefur verið langþráður draumur að eignast svona bíl,“ segir Sólrún og bætir við að hún myndi jafnvel geyma hann inni í stofu ef það væri pláss. „Við maðurinn minn höfum verið að gera hana upp og sprautuðum hana og ætl- um að skipta út stuðara og felgum. Reynd- ar hefur hann mest séð um bílinn, til dæm- is hefur hann eflaust bónað hann jafnoft og ég hef sett á hann bensín,“ segir Sólrún og hlær. Bílinn var sprautaður í fallega gyllt- um lit en þegar hún keypti hann var hann þó gylltur fyrir. „Hann var nú talsvert ryðgaður og það þurfti að taka hann í gegn. Það væri líka gaman í framtíðinni að setja í hann ný sæti.“ Sólrún segist lítið hafa keyrt bílinn þó að hann sé í góðu standi. „Hann pústar inn en það er lítið mál að laga það, bara ekki verið til þess tími,“ segir Sólrún. Bílinn keypti hún upprunalega til að nota við brúðkaup þeirra hjóna en bíllinn var það lengi í sprautun að það náðist ekki. Sólrúnu virðist þó nokk sama því hún er alsæl að eiga bíl- inn jafnvel þó hún hafi ekki getað keyrt hann mikið eins og er. „Við eigum líka jeppa sem er á 38 tommu dekkjum en ég vil ekki keyra hann. Annars bý ég miðsvæðis og get nú labbað allt,“ segir Sólrún. kristineva@frettabladid.is Vildi helst hafa bílinn í stofunni ferdir@frettabladid.is Flugfélag Íslands býður upp á nettilboð á dagsferðum til Kulusuk á Grænlandi. Verð nú er 19.900 en var áður 47.700. Ákveðnar dagsetningar eru á tilboðunum og er takmarkað sætaframboð. Einnig er boðið upp á áætlunarflug til Kulusuk og má einnig panta miða í gegnum heima- síðu Flugfélagsins. Erlendum ferðamönnum sem fara um Leifsstöð hefur fjölgaði í júní og júlí miðað við sömu mánuði í fyrra, eftir því sem fram kemur á heimasíðu Ferða- málaráðs. Athygli vegur að Bandaríkjamönnum sem koma til landsins fjölgar verulega þrátt fyrir óhagstætt gengi. Færri ferðamenn leggja hins vegar leið sína hingað frá Þýskalandi og Norðurlöndun- um en verið hefur undanfarin ár. Örfá sæti eru eftir í ferð um slóðir Bandamanna í seinni heimstyrjöldinni. Ferðaskrifstof- an Embla skipuleggur þessa ferð til Norm- andíhéraðs í Frakklandi og er séra Þórhallur Heimisson fararstjóri. Flogið verður til London þann 2. október og far- ið með ferju yfir til Frakklands. Ferðinni lýkur svo í París þann 7. október. Úrval-Útsýn býður upp á tveir fyrir einn tilboð á völdum ferð- um í sólina í lok mánaðarins. Um er að ræða fjórar ferðir til Portúgal, Krítar, Costa del Sol og Mallorca. Frekari upplýsingar fást á heimasíðu Úrvals-Útsýn- ar. Sólrún Ásta Steinsdóttir hefur átt þann draum frá því að hún var lítil stelpa að eignast gamla Volkswagen-bjöllu. LIGGUR Í LOFTINU í ferðum FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR ATVINNA BRÚÐKAUP FJÁRMÁL TILBOÐ o.fl. KRÍLIN Pabbi, verður nýja sjónvarpið skemmtilegra en það gamla? Tveimur Ducati Monster reynsluekið BLS. 3 ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 OG Á visir.is ÞÚ GETUR PANTAÐ SMÁAUGLÝSINGAR Á visir.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.