Fréttablaðið - 13.08.2005, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 13.08.2005, Blaðsíða 68
36 13. ágúst 2005 LAUGARDAGUR Lífið er eins og á v a x t a k a r f a , skrifaði ég hérna fyrir tveimur vikum. Fleiri spekings legar pælingar fengu að fljóta með, meðal annars vangaveltur um úldna ávexti, djúsí jarðarber nokk- urt og valkvölina sem hrjáð hefur undirritaða um nokkurt skeið (varðandi nám og svoleiðis dótarí). Sjálfsagt hafa einhverjir efast um geðheilsu mína eftir þessi skrif en nú getið þið andað léttar. Á tveim- ur vikum, takk fyrir, tókst senjor- ítunni nefnilega að greiða úr öllum sínum hugarflækjum og gera voðalega hreint og fínt í sálinni. Þannig er mál með vexti að ég er mjög mikið fyrir að plana allt. Það er í sjálfu sér mikill kostur að vera skipulögð og ákveðin en ef planið er gallað kann það ekki góðri lukku að stýra, sérstaklega þegar stoltið og þrjóskan banna manni að breyta. Fyrir tveimur vikum var ég einmitt að átta mig á því að planið mitt fyrir lífið var að sumu leyti gallað. Þær áætlanir sem ég gerði fyrir nokkrum árum stóðust ein- faldlega ekki tímans tönn. Nema hvað, hún Rósa var nú aldeilis ekki tilbúin til þess að breyta planinu; fara út af sporinu. Eftir nokkurra daga umhugsun fór að rofa til. Mikið er mannskepnan vitlaus ef hún vill frekar lifa bitru lífi áætl- unarsýkinnar en að gleyma stolt- inu um stund og skipta um skoðun. Undur og stórmerki gerast enn, því nú er ég himinlifandi yfir því að hafa hlaupið frá gömlu áætlun- inni og gæti ekki verið hamingju- samari yfir nýja planinu, sem er einfaldlega að plana ekki of mikið. Þetta er óttalega falleg og væm- in saga og hún er meira að segja með boðskap. Það vinnst ekkert með því plana hlutina of mikið því tímarnir breytast og fólkið með. Nýja mottóið mitt er sem sagt að tjilla aðeins á áætlunargerðinni og taka öllum góðum hlutum (sérstak- lega djúsí jarðarberjum) með opn- um huga, hvort sem þeir eru á planinu eða ekki. ■ STUÐ MILLI STRÍÐA RÓSA SIGNÝ GÍSLADÓTTIR ER MEÐ NÝTT MOTTÓ Læknuð af áætlunarsýki M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ GELGJAN ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Jerry Scott & Jim Borgman Eftir Frode Överli Ég verð bara að sætta mig við þetta! Megrunarduft er bull! Þetta er bara einföld leið til að plokka peninga af feitum svín- um! Eins og mér! Ekki hugsa svona, Elsa mín! Jú! Jú! Fyrir mig er aðeins ein leið til að losna við nokkur kíló! Já, en að aflima sig er nokkuð langt gengið?! ... hvað varst þú ann- ars að hugsa um? EIGUM VIÐ AÐ SVITNA? Já! Jæja, nú ertu búinn að sjá þína fyrstu ljósbláu unglingaklámmynd. Hvað fannst þér svo? Hún var bara eins og ég reiknaði með – skemmtileg... gróf... kynörvandi... En fyrst og fremst staðfesti hún svolítið sem ég hef verið að velta fyrir mér lengi. Nú, hvað? Að allir aðrir viti meira um kynlíf en ég. Lalli! Hlustaðu á magann í þér!!! Hvað er hann að segja? „Mjási fær tvö- faldan kvöldmat í kvöld!“ Ví ííú úú fff Ooohhhbrglbragl Gangi þér vel í skólan- um í dag, Solla. Já, takk. Góða skemmtun og hlust- aðu nú á kennarana. Ha? Ég sagði „góða skemmtun og hlustaðu á kennarana“. Á sama tíma?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.