Fréttablaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 6
6 18. ágúst 2005 FIMMTUDAGUR Sjö manna fjölskylda frá Kosovo komin til Reykjavíkur: Fyrstu flóttamennirnir komnir FJÖLMENNING Fyrstu flóttamenn- irnir á þessu ári komu til landsins um hádegi í gær en alls verður tekið við þrjátíu og einum á þessu ári. Þennan fyrsta hóp skipar sjö manna fjölskylda frá Kosovo en hún hefur búið síðustu ár í flótta- mannabúðum í Bosníu. Að sögn Atla Viðars Thorsten- sen hjá Rauða krossi Íslands er svo von á konum og börnum frá Kólumbíu í næsta mánuði en alls munu tuttugu og fjórir flóttamenn koma þaðan í tveimur hópum. Reykjavíkurborg mun hafa um- sjón með fólkinu fyrst um sinn. Að sögn Drífu Kristjánsdóttur hjá velferðarsviði Reykjavíkur- borgar munu þeir sem eru á grunnskólaaldri fara í Austurbæj- arskóla en þeir sem eru á aldrin- um 18 til 23 ára munu nema við nýbúadeild Iðnskólans. Þeir sem eldri eru munu hins vegar læra ís- lensku og samfélagsfræði í full- orðinsfræðslu en það nám stendur í níu mánuði og er kennt fjórar klukkustundir á dag. Atli segir að um það bil sextíu sjálfboðaliðar á vegum Reykja- víkurdeildar Rauða krossins muni hafa þann starfa að aðstoða fólkið við að aðlagast aðstæðum hér á landi. - jse Ekkert lát er á róstunum í Írak: Á fimmta tug Íraka bei› bana í árásum BAGDAD, AP 43 Írakar biðu bana í þremur bílsprengjuárásum í Bagdad í gær og 89 slösuðust. Þetta eru mannskæðustu árásir sem gerðar hafa verið í höfuð- borginni í margar vikur. Allar árásirnar voru gerðar á fjölförnum stöðum á háannatíma. Fyrsta sprengjunni var beint að lögreglumönnum fyrir framan Nahda-rútustöðina í miðborginni en sú næsta sprakk örskömmu síðar í bílageymslu stöðvarinnar en þaðan leggja rútur af stað til Basra og Amarah, tveggja fjöl- mennra sjíaborga. Mikil skelfing greip um sig á stöðinni og mátti sjá limlest lík og stórslasað fólk hvarvetna. Sú þriðja sprakk svo nærri Kindi-sjúkrahúsinu þegar rúmur hálftími var liðinn frá til- ræðunum en þangað var verið að flytja marga hinna slösuðu. Enginn hefur lýst ábyrgð á hendur sér en lögregla handtók fjóra menn í tengslum við árás- irnar í gær. Þá dóu þrír í sprengjuárás í borginni Fallujah síðdegis í gær. Tveir hinna látnu voru börn. Íraskir stjórnmálaleiðtogar hófu að funda á ný um stjórnar- skrá landsins eftir að viðræðurn- ar fóru út um þúfur á mánudags- kvöldið. Nái þeir ekki samkomu- lagi um inntak hennar fyrir næsta mánudag verður þingið leyst upp og boðað til nýrra kosn- inga. ■ Mótmælendur kæra Andstæ›ingar virkjunar og álvers segja lögreglu leggja mótmælendur í einelti og beita flá har›ræ›i. Hyggjast fleir fara fram á opinbera rannsókn á starfs- a›fer›um lögreglunnar. LÖGREGLUAÐGERÐIR Mótmælendur Kárahnjúkavirkjunar og álvers í Reyðarfirði hyggjast í dag leggja fram kæru hjá Ríkissaksóknara vegna framkomu og vinnubragða lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu og á Austurlandi. Segjast þeir hafa verið lagðir í einelti af ein- kennisklæddum og óeinkennis- klæddum lögreglumönnum og þurft að sæta meðferð sem væru þeir hryðjuverkamenn. Jafnframt hafa þeir falið lögmönnum sínum að and- mæla úrskurði Útlendingastofnun- ar um hugsanlega brottvísun þeirra erlendu mótmælenda sem hand- teknir voru á Austurlandi í þremur lögregluaðgerðum á tímabilinu 26. júlí til 4. ágúst en þeir voru 21 tals- ins. Birgitta Jónsdóttir, einn tals- manna mótmælenda, segir um helming þeirra erlendu mótmæl- enda sem handteknir voru á Austur- landi farna úr landi og þeir verði allir horfnir af landi brott um næstu mánaðamót. Brottvísun hafi því engan tilgang annan en að tryggja að þeir geti ekki komið hingað aftur næstu árin. „Lögregluyfirvöld hafa ítrekað brotið grundvallarmannréttindi okkar og því munum við fara fram á að aðgerðir lögreglunnar sæti opin- berri rannsókn. Sum okkar hafa verið handtekin fyrir engar sakir og í fyrradag þvinguðu óeinkennis- klæddir lögreglumenn sér leið inn í húsnæði í Reykjavík, þar sem hluti mótmælenda hefur dvalist undan- farna daga, með því að hóta að brjóta upp útidyrnar,“ segir Birgitta. Gísli M. Auðbergsson, lögmaður á Eskifirði og annar tveggja lög- manna mótmælenda, segir ljóst að lögreglan á Austurlandi hafi einnig gengið hart fram gegn mótmælend- um. „Mér finnst fyllsta ástæða til að láta reyna á lögmæti þeirra aðgerða og er ég að undirbúa það,“ segir Gísli. Katrín Theódórsdóttir, lögmaður eins erlendu mótmælendanna, óskaði í gærmorgun eftir þeim gögnum frá Útlendingastofnun sem úrskurður stofnunarinnar um hugs- anlega brottvísun byggir á en segist ekki hafa fengið nein svör. „Jafn- framt óskaði ég í gær eftir gögnum frá sýslumannsembættinu á Eski- firði en var tjáð að sökum anna væri ekki hægt að senda þau fyrr en í dag,“ segir Katrín. Hvorki náðist í yfirmenn Útlend- ingastofnunar né Þóri Oddsson vararíkislögreglustjóra vegna málsins í gær. kk@frettabladid.is Söfnun handa flóttamönnum: Gáfu nær alla búsló›ina SÖFNUN Hjónin Ísleifur Marz Berg- steinsson og Andrea Þórðardóttir gáfu nær alla sína búslóð í söfnun Rauða kross Íslands fyrir flótta- fólk sem setjast mun að hér á landi. Að sögn Sólveigar Hildar Björnsdóttur, verkefnisstjóra hjá Rauða krossinum, sögðust hjónin sem eru á sextugsaldri vilja hefja nýjan kafla í sínu lífi án þess að vera að draga allt það gamla með sér, en þau eru að flytja úr einbýl- ishúsi yfir í íbúð. Sólveig segir að fólkið hafi tekið þessa ákvörðun þegar það heyrði að von væri á einstæðum mæðrum hingað til lands sem flóttamönnum. - jse Reiðir Nígeríumenn: Loku›u dælustö› NÍGERÍA, AP Hundruð reiðra íbúa þorpa við óshólma Níger-fljótsins í Nígeríu lokuðu einni af dælustöðv- um Royal Dutch Shell olíufélagsins á svæðinu í gær og þar með dróst olíuframleiðsla landsins saman um 10.000 föt á dag. Mikill olíuleki varð á þessum slóðum fyrir hálfu öðru ári og finnst fólkinu skaðabótatilboð Shell heldur snautlegt, en það er rúmlega sextíu þúsund krónur. Talsmenn fyrirtækisins segja hins vegar að bæturnar séu í samræmi við það sem gerist í Nígeríu. Nígería er langstærsti olíufram- leiðandi Afríku og er mestum hluta olíunnar dælt upp við ósa Níger. ■ VÍTISVÉL Lögreglumenn í Dakka skoða sprengju sem var aftengd í borginni í gær. 125 slasaðir: Tveir létust í árásarhrinu DAKKA, AP 350 sprengjur voru sprengdar nánast samtímis um allt Bangladess í gær. Tveir eru sagðir látnir og 125 særðir. Sprengjurnar voru flestar litl- ar og greinilega ætlað að vekja frekar skelfingu en valda mann- tjóni. Engu síður lést dráttarmað- ur hlaupakerru í Chapainawa- bganj og tíu ára piltur í Savar. Mikið öngþveiti greip um sig í helstu borgum landsins í kjölfar sprenginganna. Átta manns voru handteknir síðar um daginn en þeir eru sagð- ir tilheyra íslömskum öfgahópi sem stjórnvöld bönnuðu fyrir nokkru. ■ Hafið samband við söluskrifstofur Icelandair eða við Fjarsölu Icelandair í síma 50 50 100 (svarað mánud. - föstud. kl. 9-17, laugard. kl. 9-17 og á sunnudögum kl. 10-16). Ver› á mann í tvíb‡li á Jurys Inn Glasgow 16.-18. des., 13.-15. jan., 27.-29. jan. og 10.-12. mars. Innifali›: Flug, gisting, morgunver›ur, flugvallarskattar og fljónustugjöld. www.icelandair.is/glasgow Glasgow Flug og gisting í tvær nætur Verð frá 29.900 kr. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IC E 29 01 3 0 8/ 20 05 VR orlofsávísun Munið ferða- ávísunina Nú geta handhafar Vildarkorts Visa og Icelandair notað 10.000 Vildarpunkta sem 5.500 kr. greiðslu upp í fargjaldið. Eiga Samfylking og Framsókn að bjóða sameiginlega fram til borgarstjórnar? SPURNING DAGSINS Í DAG: Á að hækka laun leikskóla- kennara? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 64% 36% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN HÁSKÓLINN Á AKUREYRI Teiknistofan Gláma / Kím mun sjá um hönnun á nýjum byggingum á Sólborgarsvæðinu. Háskólinn á Akureyri: Sami› um n‡byggingar HÖNNUNARSAMNINGUR Menntamála- ráðuneytið hefur samið við teikni- stofuna Glámu / Kím um hönnun og undirbúning útboðs vegna áfram- haldandi byggingar á húsnæði Há- skólans á Akureyri. Þorsteinn Gunnarsson, rektor háskólans, segir að um sé að ræða fyrirlestrasali, kennslustofur og aðalinngang háskólans á Sólborg, samtals 2.000 fermetra. „Kostnaðaráætlun liggur ekki fyrir en gert er ráð fyrir því að verkið verði tilbúið til útboðs í mars á næsta ári,“ segir Þorsteinn. - kk ÖNGÞVEITI Tvær sprengjur sprungu í gærmorgun við rútustöð í höfuðborginni í gær og sú þriðja við sjúkrahús. Að vonum greip mikil skelfing um sig hjá borgarbúum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P FLÓTTAMENN KOMA TIL LANDSINS Þrjátíu og einn flóttamaður kemur til landsins á þessu ári og komu þeir fyrstu í gær. Mynd- in tengist ekki þeim flóttamönnum. YFIRHEYRSLA Þessi mynd er tekin af mótmælendum og segir Birgitta Jónsdóttir hana sýna þrjá óeinkennisklædda lögreglumenn yfir- heyra sænskan mótmælanda. „Þeir hótuðu að fara með hann á lögreglustöðina og hengja upp á fótunum ef hann myndi ekki tæma vasa sína viljugur,“ segir Birgitta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.