Fréttablaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 18
3. 24 9. 13 5 2. 85 7. 31 9 2. 28 7. 93 6 1993 1983 2003 Misjafnt hvort fjölmi›lar leyfi a› efni sé lesi› sé yfir Dagblö› neita almennt a› senda efni út til yfirlestrar fyrir prentun. Morgunbla›i› gerir undantekningu flegar um meiriháttar vi›töl er a› ræ›a en leyfir ekki miklar breytingar. Vi›mælendur tímarita fá oftar a› lesa yfir fla› sem eftir fleim er haft en vi›mælendur dagbla›a. Misjafnt er hvaða reglur fjölmiðlar hafa sett sér um hvort efni sé sent út til yfirlestrar eða ekki. Þótt flestir prentmiðlar neiti að senda fólki viðtöl eða fréttir til yfirlestrar að sögn ritstjóra sem rætt var við heimila sumir þeirra viðmælendum að lesa yfir viðtöl, einkum þau sem geta talist meiri- háttar eða persónuleg. Slíkur yfir- lestur er algengari hjá tímaritum en dagblöðum. Flest blöð banna yfirlestur Af viðtölum við ritstjóra dagblað- anna má heyra að Morgunblaðið er eitt um að senda viðtöl á við- mælendur til yfirlestrar, en þá að- eins meiriháttar viðtöl. Annars gildir sú regla að lesið er upp fyr- ir fólk það sem eftir því er haft. „Ef fólk óskar eftir að fá að heyra hvað er í fréttinni, þá leyf- um við fólki að heyra það. Það fær ekki að hafa ritstjórnarlegt vald um hvort fréttinni er breytt,“ seg- ir Karl Garðarsson, ritstjóri Blaðsins. „Við gefum ritstjórnar- valdið aldrei frá okkur og breyt- um frétt bara ef það er um klárar rangfærslur að ræða,“ segir Karl og tekur fram að aðeins sé lesið upp fyrir fólk í gegnum síma en ekkert sent úr húsi til yfirlestrar. „Við erum með þá reglu að eng- inn fái send afrit af óbirtum frétt- um, stundum eru lesnir upp kaflar fyrir fólk þar sem er vitnað í það sjálft svo það eigi leiðréttingu orða sinna. Í þriðja lagi er ekki aflað viðtals með því að gefa kost á ritskoðun viðtalsins. Ég held þetta séu orðrétt sömu siðareglur á DV og eru á Fréttablaðinu að þessu leyti,“ segir Jónas Krist- jánsson, ritstjóri DV. Hann segir þess gætt að fræða blaðamenn, meðal annars með vikulegum gæðafundum, svo farið sé eftir þessu. „Ég held við séum ekki í neinum vandamálum af þessu tagi, það er að siðareglurnar eru haldnar.“ „Í okkar vinnureglum kemur fram að það sé sjálfsagt að lesa tilvitnuð orð fyrir þá sem þau eru höfð eftir, það er hins vegar óheimilt að lesa í heild fréttir, nema það sem haft er eftir við- komandi,“ segir Ólafur Þ. Steph- ensen, aðstoðarritstjóri Morgun- blaðsins. „Við teljum það í raun- inni æskilegt að meiriháttar viðtöl við einstaklinga séu lesin yfir af viðmælandanum. Þetta á alltaf bara við um það sem eftir mönn- um er haft, ekki fyrirsagnir, milli- fyrirsagnir eða innganga.“ Ólafur segir oftast um smávægilegar lagfæringar á texta að ræða en þó séu dæmi um að viðtöl hafi ekki birst í blaðinu vegna þess að við- mælandi hafi viljað breyta því svo mikið að ritstjórn blaðsins hafi ekki séð neina ástæðu til birting- ar, það séu þó undantekningartil- felli. Frekar yfirlestur hjá tímaritum Meira er um að viðmælendur tíma- rita en dagblaða fái að lesa yfir við- töl við sig en misjafnt í hve miklum mæli það er. „Ef tekið er stórt viðtal við ein- stakling, persónulegt viðtal, leyf- um við fólki yfirleitt að lesa það og þá ekki síst til að tryggja að við séum að fara rétt með,“ segir Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs. „Almenna reglan er sú að það sem menn hafa sagt stend- ur. Við látum lesa yfir til öryggis, til að forðast beinar rangfærslur vegna einhvers misskilnings við- mælandans eða þess sem er að taka viðtalið. Það eru hagsmunir blaðsins sem ráða en ekki endi- lega hagsmunir viðmælandans. Það er aldrei samráð um fyrir- sagnir eða hvar í blaðinu efnið er staðsett.“ Hann segir að þegar skrifaðar eru úttektir, nærmyndir eða fréttaskýringar fái enginn að lesa yfir en fólk fái að heyra hvað eftir því sé haft. „Við höfum þá reglu að ef við- mælendur óska eftir því að lesa viðtöl yfir fá þeir það,“ segir Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar versl- unar. „Yfirleitt gengur þetta út á að laga textann. Ef þú ert að velta því fyrir þér hvort menn séu að skipta um skoðun er það yfirleitt ekki.“ Annar veruleiki ljósvakamiðla Útvarp og sjónvarp gefa tækninn- ar vegna minni möguleika á að senda efni út til skoðunar. Þar er þó fyrir hendi sá möguleiki ef við- talið er tekið í húsakynnum fjöl- miðilsins geti viðmælandi séð hvað hann hefur sagt. „Í prinsippinu leyfum við þetta ekki,“ segir Bogi Ágústsson, for- stöðumaður Fréttasviðs Ríkisút- varpsins, um hvort viðmælendur fái að skoða hvernig unnið er úr viðtölum við þá. Hann segir þó að vilji fólk heyra hvað eftir því er haft sé sagt frá því. „Við leyfum fólki ekki að endurtaka viðtöl eða gera breytingar nema um sé að ræða einhverjar málvillur eða svoleiðis. Við leyfum fólki ekki að breyta efnislegum framburði.“ „Þetta lýtur öðrum lögmálum í sjónvarpi, þar er allt tekið upp á band,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, fréttastjóri Stöðvar 2. „Það sem notað er, er yfirleitt alltaf haft í beinni frásögn og fólk fær að vita hvað er haft eftir því. Grundvallarreglan er að frétta- stofan sjálf, eða viðkomandi fréttamenn, vinna fréttina sína og eru höfundar hennar en ekki ein- hverjir utan úr bæ.“ ÞORBJÖRN BRODDASON Prófessor við félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Tvær hli›ar VINNUBRÖGÐ FJÖLMIÐLA SPURT & SVARAÐ 18 18. ágúst 2005 FIMMTUDAGUR Siðareglur hafa verið nokkuð í umræðunni eftir að Fréttablaðið vék frá reglu sinni um að leyfa ekki yfirlestur með því að heimila lögmönnum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Jóhannesar Jónssonar að lesa yfir viðtöl við feðgana sem birtust í Fréttablaðinu síðasta laugardag. Hvers vegna siðareglur? „Blöð setja sér siðareglur til að auka traust sitt meðal lesenda, að það sé hægt að treysta því að það sé vandlega unnið sem er í blaðinu þó það þurfi ekki endilega að vera rétt,“ segir Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV, sem samdi siða- reglur DV og þar áður siðareglur Fréttablaðsins þegar hann var ritstjóri þess. „Siðareglur eru náttúrulega markmið sem ritstjórnir setja sér um ýmis atriði sem geta verið viðkvæm, rit- stjórnir reyna svo að fara eftir þessum reglum þótt það takist kannski ekki í öllum tilvikum. Eru sömu siðareglur fyrir alla fjölmiðla? Blaðamannafélag Íslands hefur sett sér siðaregl- ur og geta þeir sem telja fjölmiðla brjóta á sér leitað til siðanefndar félagsins sem úrskurðar hvort um brot sé að ræða. Þessar reglur eru fé- lagar í Blaðamannafélagi Íslands settir undir. Sumir fjölmiðlar ganga lengra og setja sér eigin siðareglur og þær geta verið mismunandi líkt og Jónas Kristjánsson segir frá. „Siðareglur eru ekki eins eftir fjölmiðlum. Siðareglur Frétta- blaðsins og DV eru ekki alveg eins en ég reikna með að 90 prósent af efni þeirra sé eins. Ég held að það sé mjög gott fyrir þessa fjölmiðla að hafa siðareglur og væri gott fyrir aðra fjöl- miðla að hafa þær líka. Það skiptir máli líka að þetta sé birt, þannig að blöð séu ekki að fara eftir leynilegum reglum heldur reglum sem fólk getur nálgast og lesið svo það sjái hvort farið er eftir reglunum eða ekki.“ Vinnureglur til a› auka traust me›al lesenda FBL-GREINING: SIÐAREGLUR BLAÐAMANNA OG FJÖLMIÐLA BRYNJÓLFUR ÞÓR GUÐMUNDSSON brynjolfur@frettabladid.is FRÉTTASKÝRING fréttir og fró›leikur SVONA ERUM VIÐ Heyfengur á Íslandi í rúmmetrum talið Heimild: Hagstofa Íslands ÍSLENSKIR FJÖLMIÐLAR Flest dagblöð banna allan yfirlestur frétta og viðtala en heim- ila að lesið sé upp fyrir viðmælendur það sem eftir þeim er haft. Meira er um að tímarit leyfi yfirlestur viðtala en ekki þó þannig að gerðar séu efnislegar breytingar að ráði. Við- mælendum ljósvakamiðla er sagt hvað eftir þeim er haft en fá ekki að hlusta á það eða horfa fyrir birtingu. 16 .24 5 k r Dal.is Eldshöfða 16 Sími: 616 9606 Opið milli 12 - 16 Fréttablaðið vék frá reglu sem bannar að viðtöl séu lesin af fólki utan ritstjórnar þegar lögmenn Jóns Ásgeirs Jóhannes- sonar og Jóhannesar Jónssonar fengu að lesa viðtölin yfir. Sigurjón M. Egilsson fréttaritstjóri var inntur eftir ástæðunum. Hvers vegna vék Fréttablaðið frá siða- reglum með því að leyfa yfirlestur viðtal- anna? „Það sem vó þyngst var sú staðreynd að þetta voru viðtöl við ákærða menn og staða þeirra því afar erfið. Það var ósk lögmanna þeirra að þeir fengju að lesa viðtölin yfir fyrir birtingu en þeir höfðu enga heimild til ritskoðunar eða efnis- legra breytinga. Það var fallist á að leyfa þeim yfirlestur og eingöngu yfirlestur.“ Ef þeir hefðu viljað gera einhverjar efnis- legar breytingar, taka út svör eða breyta, hvernig hefðuð þið brugðist við? „Ég get ekki svarað því, vegna þess að það reyndi ekki á það enda var þetta ekki sent til ritskoðunar eða efnislegra breytinga. Það reyndi aldrei á þau skil- yrði sem blaðið setti fyrir yfirlestrinum.“ Kemur þetta eitthvað til með að breyta stefnu blaðsins í framtíðinni? „Nei, þetta mun ekki gera það. En komi upp ámóta mál þar sem ákærðir menn verða í mjög opinskáum og erfiðum við- tölum munum við örugglega skoða það með alveg sama vilja og við gerðum í þessu tilfelli.“ - bþg FRÉTTABLAÐIÐ GERÐI UNDANTEKNINGU OG LEYFÐI YFIRLESTUR VIÐTALA: LEYFÐUM EKKI EFNISLEGAR BREYTINGAR Er rétt að senda viðtöl úr húsi til yfirlestrar? Á þessu eru tvær hliðar. Því betra tækifæri sem viðmælandi hefur til að bæta textann, því betri ætti hann að verða. Á móti kemur að um leið og viðmælandinn er búinn að fá tækifæri til að fara höndum um textann þá er búið að bjóða heim breytingum. Við- mælandinn hefur ákveðinna hags- muna að gæta sem fara ekki endilega saman við hagsmuni almennings. Blaðamaðurinn á að miðla upplýsing- unum til lesanda og gera það á sem bestan hátt. Málsaðilar eiga ekki að hafa neinn atkvæðisrétt um það. Því ætti almennt ekki að hleypa viðmæl- endum í efnið, sérstaklega ekki þegar um viðkvæm deilumál er að ræða. Telurðu að slík vinnubrögð séu al- geng á íslenskum fjölmiðlum? Ég yrði nú bara að giska, en ég hef enga ástæðu til að ætla að Frétta- blaðið sé eitthvað sekara í þessum efnum en aðrir miðlar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.