Fréttablaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 52
„Það sem ber hæst er að Hafnar- fjarðarleikhúsið skuli alltaf halda áfram að styrkja stöðu sína sem listrænt afþreyingarleikhús,“ segir leikhússtjórinn Hilmar Jónsson um tíu ára feril Hafnar- fjarðarleikhússins en í september verður haldið upp á áratugs af- mælið með sérstakri hátíðarsýn- ingu á leikritinu Himnaríki eftir Árna Ibsen. „Himnaríki var fyrsta verkið sem við fengum húsnæði utan um og þar byrjaði ævintýrið fyrir alvöru.“ Himnaríki er vinsælasta sýn- ing Hafnarfjarðarleikhússins frá upphafi en 100 sýningar voru á verkinu á sínum tíma. „Við byrj- uðum að lesa verkið í fyrradag og það er viðbjóðslega fyndið. Þessi karakterar eru svo skýrt teiknaðir upp af Árna Ibsen og handritið stendur algjörlega af sér tíu ár.“ Verkið fjallar um sex ung- menni á leið í sumarbústaðaferð. „Við fylgjumst með þeim frá því að þau mæta til að djamma í bú- staðnum og þar til þau fara aftur heim,“ segir Hilmar og bætir því við að verkið dragi upp mynd af týpísku íslensku sumarbúðstaðar- djammi þar sem strákar og stelp- ur hittast til að hella í sig bjór, fara í heita pottinn og grilla.“ Himnaríki hefur verið þýtt á fjórtán tungumál og meðal annars verið sýnt á öllum Norðurlöndun- um. „Við ferðuðumst með það á sínum tíma til Norður Evrópu og Þýskalands og leikritið gekk í tvö ár í Lettlandi.“ Frumsýningin á Himnaríki verður 16. september í Hafnar- fjarðarleikhúsinu. „Í kringum frumsýninguna verður afmælis- hátíð þar sem við bjóðum öllum sem hafa komið að Hafnarfjarðar- leikhúsinu í áranna rás. Það verð- ur vonandi heljarinnar mikið húll- um hæ.“ ■ 36 23. nóvember 2004 ÞRIÐJUDAGUR > Ekki missa af ... ...lokatónleik- um kammersveit- arinnar Ísafoldar í Íslensku óper- unni klukkan 20.00 í kvöld. ...David Bowie tribute tónleikum á Grand Rokk klukkan 22.00 í kvöld. ...tónleikum Carlos Quilici bandoneonleik- ara og tangótón- skáldi og Kristín- ar Bjarnadóttur ljóðskálds í Nor- ræna húsinu á morgun kl. 21.00. Tríó Benjamin Koppel saxófónleikara verður á landinu dagana 17. til 20. ágúst og mun spila á nokkrum tónleikum og hljóðrita með Eyþóri Gunnarssyni píanóleikara. Þetta er fjórða árið í röð sem Benjamin heimsækir Ísland. Að þessu sinni eru Thommy Anderson bassaleik- ari frá Svíþjóð og hinn heimsfrægi trommu- leikari Alex Riel, sem leikið hefur með öllum stærstu jazznöfnum heims, með í för Koppel. Þeir félagar munu leika í Deiglunni á Akureyri fimmtudaginn 18. ágúst kl 21.30, á Café Ros- enberg föstudagskvöldið 19. ágúst kl. 22.00 og í Norræna húsinu á menningarnótt kl.18.00. Þá munu þeir félagar hljóðrita nýjan disk ásamt Eyþóri Gunnarssyni en Benjamin, Eyþór og Th- ommy hljóðrituðu tónleika sína í Norræna hús- inu og á Listasafni Íslands á menningarnótt fyrir tveimur árum. Sá diskur hefur komið út undir nafninu The Iceland Concert bæði á Norður- löndunum og í Frakklandi. Kl. 16.00 Kirkjulistahátíð verður haldin í Hall- grímskirkju í tíunda sinn dagana 20. til 28. ágúst. Hátíðin verður sett kl. 16.00 á menningarnæturdegi, laugar- daginn 20. ágúst. Það sem ber hæst á hátíðinni er flutningur á tveimur passíum byggðum á Matteusarguðs- pjalli. Um er að ræða meistaraverk Johanns Sebastians Bach og rómað verk frá 1986 eftir norska tónskáldið Trond Kverno. Nánar um Kirkjulistahátíð á www.kirkjan.is/kirkjulistahatid. menning@frettabladid.is Tríó Benjamin Koppel Himnesk afmælisveisla í Hafnarfjarðarleikhúsinu Hafnarfjarðarleikhúsið hefur haldið úti blómlegu leikstarfi í tíu ár. Í tilefni af afmælinu verður fyrsta og jafnframt vinsælasta verk leikhússins sett aftur á fjalirnar í september. ! KOPPEL OG FÉLAGAR Munu leika í Deiglunni á Akureyri í kvöld og á tónleikum í Reykjavík á morgun og á laugardag. HIMNARÍKI Leikarar í sýningunni eru Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Erling Jóhannesson, Þrúður Vilhjálmsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Jóhann G. Jóhannsson og Friðrik Friðriks- son. Hilmar Jónsson leikstýrir verkinu og Finnur Arnar Arnarson sér um leikmyndina. SÁLIN ÞAR SEM ÍSLENDINGUM FINNST SKEMMTILEGAST AÐ DJAMMA NÁNARI UPPLÝSINGAR LAUGARD. 20. ÁGÚST 2005 Á MENNINGARNÓTT STÓRDANSLEIKUR HÚSIÐ OPNAR KL. 23.00 FORSALA FÖSTUD. FRÁ KL. 13 TIL 17 MIÐAVERÐ 1900 KR. laugd. 20.ágúst, kl. 14.00 sunnud. 21. ágúst, kl. 14.00 laugd. 27. ágúst, kl. 14.00 sunnud. 28. ágúst, kl. 14.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.