Fréttablaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 55
FIMMTUDAGUR 18. ágúst 2005 39 Kvikmyndin Deck Dogz fjallar um þrjá unga drengi í Ástralíu sem dreymir um að komast frá úthverfi sínu og hafa atvinnu af því að standa á hjólabretti. Vandinn er sá að enginn hefur trú á þeim eða fólk álítur hreinan barnaskap að vilja gerast atvinnuhjólabrettakappar. Einn daginn virðist þó birta til í lífi þeirra þegar sjálfur Tony Hawk kemur til Ástralíu og heldur úrtöku- mót fyrir unga kappa. Eini vandinn er sá að mótið er haldið í mikilli fjarlægð frá heimili þeirra. Þeir vita líka sem er að hvorki kennarar né foreldrar eiga eftir að hjálpa þeim. Þeir verða því að grípa til eig- in ráða svo þeir geti uppfyllt lang- þráðan draum sinn. Það eru óþekktir leikarar sem fara með helstu hlutverkin í mynd- inni og þetta er fyrsta mynd leik- stjórans Steve Pasvolsky í fullri lengd. Þekktasta andlitið í myndinni er sjálfsagt Tony Hawk sem leikur sjálfan sig en hann er eitt stærsta nafnið í heimi hjólabrettanna og hafa tölvuleikir með nafni hans selst í bílförmum. ■ Kvikmyndin Höfuðkúpulykillinn eða The Skeleton Key segir frá ungri hjúkrunarkonu, Caroline Ell- is, sem tekur að sér að hjúkra Ben Devereaux. Sá hefur fengið slag og getur hvorki talað né hreyft legg eða lið eftir áfallið. Hann býr á gamalli plantekru ásamt Violet, eiginkonu sinni. Þar hefur verið reimt undanfarnar aldir en Caroline neitar að trúa slíkum hindurvitnum. Það renna hins vegar á hana tvær grímur eftir að hún opnar dyr að gamalli Vúdú kompu með Höfuðkúpulyklinum. Þá fara nefnilega að gerast hlutir sem neyða hana til þess að velja milli þess að trúa eða trúa ekki. Það er Kate Hudson sem fer með aðalhlutverkið í þessari hrollvekju eftir leikstjórann Iain Softley. Kate vakti fyrst athygli í kvikmyndinni Almoust Famous þegar hún fór með hlutverk grúppíunnar Penny Lane. Iain Softley vakti athygli þegar hann gerði mjög svo dramatíska mynd um samband Stuart Sutcliffe og John Lennon í myndinni Backbeat en Sutcliffe var fyrsti bassaleik- arinn í Bítlunum og besti vinur Lennon. Auk Kate fer John Hurt með hlutverk hins mjög svo þjáða Ben Devereaux. ■ Lykillinn a› hryllingnum Vonir og væntingar CAROLINE ÁSAMT DEVEREAUX-HJÓNUNUM Þegar Ellis opnar fyrir tilviljun herbergi sem notað var fyrir vúdúgaldra fara undarlegir hlutir að gerast. TONY OG STRÁKARNIR Strákarnir þurfa að hafa sig alla við til þess að komast í tæri við sjálfan Tony Hawk. [ SMS ] UM MYNDIRNAR Í BÍÓ FANTASTIC FOUR Fjórmenningarnir frá- bæru þykja góðir fyrir sinn hatt en skilja ekki mikið eftir sig. Fantastic Four „Fantastic Four líður fyrir hversu vel hefur tekist að útfæra hetjur hasarblaðanna að undanförnu. Hún er dæmigerð sumarskemmtun, góð meðan á henni stendur en skilur ekkert eftir.“ FGG Wedding Chrashers „Aðdáendur Wilson og Vaughn ættu að drífa sig á Wedding Crashers. Þeir þurfa bara að passa sig á að drekka ekki of mikið gos fyrir sýning- una. Það gæti skilað sér þegar síst skyldi.“ FGG The Island „The Island er fyrirtaks afþreying. Ekta popp og kók sumarsmellur og kærkomin tilbreyting frá risastórum framhaldsmyndum og tækniundrum sem hafa drottnað yfir bíósölunum frá því í maí.“ ÞÞ Madagaskar „Madagaskar fer ekki í hópi bestu teiknimynda sögunnar. Hún er þó góð skemmtun fyrir börnin sem ættu að skemmta sér vel yfir mörgæsunum og lemúakonunginum.“ FGG The Longest Yard „The Longest Yard er ein stór bandarísk klisja með fimm aura bröndurum. Hún er yfirdrifin kvikmynd sem tekst ekki það sem hún ætlaði sér, að skemmta fólki.“ FGG Deck Dogz Internet Movie Database: 5,9 / 10 Skeleton Key Internet Movie Database: 6,1/ 10 Rottentomatoes: 39% / Rotten Metacritic: 6,4 / 10 FRUMSÝNDAR UM HELGINA (DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.