Fréttablaðið - 24.08.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 24.08.2005, Blaðsíða 2
2 24. ágúst 2005 MIÐVIKUDAGUR Strangar reglur í gildi um fjársafnanir: Lögreglan kannar lögmæti söfnunar LÖGREGLA Lögreglan kannar hvort heimild sé fyrir söfnun til styrkt- ar bágstöddum börnum á Íslandi. Mjög strangar reglur eru í gildi um safnanir samkvæmt lög- um um opinberar fjársafnanir. Til að mynda ber þeim sem standa að söfnun að tilkynna lög- reglunni um söfnunina áður en hún hefst. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Reykjavík, sem fékk málið inn á borð til sín í gær, liggur ekki ljóst fyrir hvort leyfi er fyrir umræddri söfnun. Lögreglan segir að einn for- svarsmanna söfnunarinnar hafi sagst hafa sent lögreglunni bréf. Hins vegar hafi það verið sent á lögreglumann sem sé hættur störfum. Forsvarsmaðurinn hefur verið boðaðir á fund lög- reglunnar í dag. Í lögum um fjársafnanir segir að leggja eigi söfnunarfé inn á banka- eða gíróreikning sem stofnaður sé sérstaklega fyrir söfnun. Að sögn lögreglu er ekki vitað hvort þessu hafi verið fylgt eftir né hvort reikningshaldið hafi verið endurskoðað af lög- giltum endurskoðanda líkt og lög kveði á um. Söfnun sem lögreglan er nú að kanna hefur farið fram með þeim hætti að hringt er í fólk og það beðið um að styrkja tiltekið málefni. Ef fólk hefur samþykkt að gera það sendir félagið sem stendur að baki söfnuninni gíró- seðil heim að upphæð 1.500 krónur heim til fólksins. - th Verktakar segjast hafa tryggt sér flri›jung Verktakar sem hafa falast eftir hesthúsum í Gla›heimum segjast hafa tryggt sér allt a› flri›jung fleirra. Stjórn hestamannafélagsins Gusts telur tilbo›i› a›- för a› félaginu. Bæjarstjórinn segir deiliskipulagi svæ›isins ekki ver›a breytt. SKIPULAGSMÁL „Áhuginn fór fram úr björtustu vonum,“ segir Guð- bjartur Ingibergsson verktaki, sem er í forsvari fyrir hóp sem gert hefur tilboð í hesthúsin í Glaðheimum á Gustssvæðinu í Kópavogi. Að sögn hans hafa tíu prósent eigendanna nú þegar skrifað undir, álíka margir séu að því komnir að skrifa undir og ver- ið sé að ræða við um fimmtán pró- sent til viðbótar sem vilji ganga til samninga. Glaðheimar eru gegnt Smára- lindinni í Kópavogi og hafa verið þar síðan 1968. Kópavogur hefur verið að byggjast í kringum svæð- ið síðustu áratugi og margir verk- takar hafa áhuga á svæðinu undir nýja byggð. Guðbjartur segir engar fram- kvæmdir munu hefjast á næst- unni. Allir sem skrifi undir fái húsin til afnota endurgjaldslaust í tvö ár. Mikil andstaða kom fram við tilboðið á fundi félagsmanna á mánudagskvöldið. „Við teljum þetta vera aðför að starfandi íþróttafélagi í Kópa- vogi,“ segir Þóra Ásgeirsdóttir, formaður hestamannafélagsins Gusts. „Slíkt er alvarlegt mál. Ég veit ekki um neinn sem hefur skrifað undir bindandi kauptil- boð.“ Guðbjartur segir ekki spurn- ingu hvort byggt verði heldur hvenær. Hann fullyrðir að flestir hestamenn geri sér grein fyrir því að þetta sé ekki framtíðarsvæði þeirra. Því mótmælir Þóra alfarið. „Ég spyr á móti: Við hvaða hesta- menn er hann að tala?“ Hún segir um 200 félagsmenn hafa mætt á fundinn og enginn þeirra hafi virst þessarar skoðunar. Gunnar I. Birgisson, bæjar- stjóri í Kópavogi, segir það koma á óvart ef svo margir hafi skrifað undir. Kópavogsbær á landið en leigir hestamannafélaginu Gusti það, og á félagið forkaupsrétt á hesthúsum félagsmanna á lóðun- um. Gunnar ítrekar að bærinn hafi leigt Gusti þetta svæði fram til árs- ins 2038. „Þessir verktakar geta ekki byggt eitt né neitt nema Kópa- vogsbær breyti deiliskipulaginu og við ætlum okkur ekki að gera það.“ Að sögn Guðbjarts mun stjórn Gusts fá að sjá þá samninga sem gerðir hafa verið á næstu dögum vegna forkaupsréttarins. grs@frettabladid.is Mannekla á frístundaheimilum: Lág laun stór hluti vandans SKÓLAR „Það er auðvitað mjög slæmt ef þessi staða kemur ítrek- að upp á haustin,“ segir Elín Thorarensen, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. Mörg hundruð börn bíða þess að fá pláss á frí- stundaheimilum Reykjavíkur- borgar vegna manneklu. „Ég tel stóran hluta af vandan- um koma til vegna þess að launin eru mjög lág,“ segir Elín. „Fólk staldrar þess vegna stutt við í starfi og hleypur af stað um leið og annað býðst.“ Elín telur að hægt væri að auð- velda mannaráðningar með því að leitast við að byggja upp faglegra starf í frístundaheimilunum, til dæmis með því að ráða meira af fagmenntuðu fólki. - ht Sindraberg gjaldþrota: Sextán sagt upp störfum GJALDÞROT Sushi-sjávarréttaverk- smiðjan Sindraberg á Ísafirði er gjaldþrota og hefur skiptastjóri verið ráðinn yfir þrotabúinu. „Þetta er ekki fyrsta fyrirtækið sem við sjáum á eftir. Þetta var góður vinnustaður og fólkinu líkaði störfin vel,“ segir Helgi Ólafsson, varaformaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga. Sextán starfsmenn fengu upp- sagnarbréf í fyrrardag. „Fólkið er enn miður sín en ég vona að atvinna bjóðist á næstunni. Hátt gengi krón- unnar samfara stóriðjufram- kvæmdum réði úrslitum. Þessi ál- stefna fer að verða okkur Vestfirð- ingum dýr,“ segir Helgi. - jh SPURNING DAGSINS Eiríkur, hyggist fli› tala dönsku á sunnudögum? „Hér eru töluð fjölmörg tungumál, ekki síst á sunnudögum þegar starfsmenn Kárahnjúkavirkjunar koma í bæinn.“ Ný göngugata á Egilsstöðum á að heita Strikið, líkt og þekktasta göngugata Kaupmannahafnar. Eiríkur Björn Björgvinsson er bæjarstjóri á Fljóts- dalshéraði. ÚR ÖRYGGISMYNDAVÉLUM HEIMAVISTAR Vegna úrskurðar Persónuverndar verða sextán eftirlitsmyndavélar teknar niður af göngum heimavistarinnar. Hnífstunga við Hverfisgötu: Lést eftir líkamsárás ANDLÁT Maðurinn sem var stung- inn til bana í húsi við Hverfisgötu í Reykjavík á laugardagsmorgun hét Bragi Halldórsson. Hann var fæddur árið 1985 og var ókvæntur og barnlaus. Hann var til heimilis að Vesturgötu 50a. Foreldrar hans eru Birna Björgvinsdóttir og Halldór Bragason. - hb Skólameistari ósáttur: Íhugar mál gegn Persónuvernd PERSÓNUVERND „Herbergin eru af- drep þar sem nemendur njóta sinnar persónuverndar. Með þess- um myndavélum erum við að verja hagsmuni nemenda, for- eldra og skólans,“ segir Jón Hjart- arson, skólameistari Fjölbrauta- skóla Norðurlands vestra á Sauð- árkróki. Hann íhugar að fara í mál við Persónuvernd vegna úrskurð- ar um að fjöldi eftirlitsmyndavéla á göngum heimavistar skólans brjóti gegn meðalhófsreglu. Hann segir þó ekki ljóst hvort leitað verði til dómstóla eða umboðs- manns Alþingis. Fyrst verði rætt við fulltrúa menntamálaráðuneyt- isins. - ss MANNRÉTTINDI Yfirgnæfandi líkur eru á því að Aron Pálmi Ágústsson sé í þann veginn að fá frelsi. Nafn hans er nú á lista sem löggjafar- þing Texas hefur tekið saman yfir fanga sem það mun leggja til við ríkisstjóra Texas á næstu dögum að verði látnir lausir. Jafnvel er búist við að Aron Pálmi verði kominn til landsins eftir viku til tíu daga. Afgreiðsla málsins hefur tafist nokkuð vegna sumarleyfa og þá hefur ríkisstjórinn Rick Perry verið á kosningaferðalagi. Einar S. Einarsson, formaður stuðningshóps Arons, segir að mál hans hefði að öllum líkindum gleymst hefði því ekki verið fylgt eftir. „Núna eru þrír mánuðir síðan við hófum þessa baráttu. Málið hefur verið rekið með mildi og miskunn að leiðarljósi.“ Að sögn Einars er það fyrst og fremst formsatriði að ríkisstjórinn mæti á skrifstofuna og staðfesti lista þingsins. „Það myndi heyra til mikilla undantekninga ef hann gerði það ekki,“ segir Einar. „Nú má segja að niðurtalningin sé hafin.“ - grs Manndráp og líkamsárás: Hinir grunu›u yfirheyr›ir LÖGREGLUMÁL Yfirheyrslur stóðu í gær yfir 23 ára gömlum manni sem grunaður er um hafa orðið manni að bana á Hverfisgötu fyrir helgi og yfir 17 ára gömlum dreng sem talinn er hafa stungið annan í bakið á Menningarnótt í Reykjavík. Yfir- heyrslurnar fóru fram í fangelsinu á Litla-Hrauni þar sem þeir sitja báðir í gæsluvarðhaldi. Sigurbjörn Víðir Eggertsson að- stoðaryfirlögregluþjónn sagðist í gærkvöldi ekki hafa rætt við lög- reglumennina sem sáu um yfir- heyrslurnar og gat því ekki svarað því hvort mennirnir hafi játað. - óká / - grs Skógareldarnir: Slökkvistarf gengur betur LISSABON, AP Betur gengur nú að ráða niðurlögum skógareldanna í Portúgal, sem hafa geisað þar að undanförnu. Lækkandi hitastig og aukin úr- koma hefur gert slökkviliðsmönn- um kleift að halda tuttugu eldum í skefjum af þeim þrjátíu sem loga í portúgölskum skógum. Hins vegar var heitt og þurrt í landinu í gær og því var búist við að bálið yxi á nýjan leik. Portúgalska ríkisstjórnin hefur farið fram á aðstoð frá Evrópusam- bandinu en nokkur Evrópulönd hafa þegar lánað landsmönnum slökkvi- liðsflugvélar. Yfir 140.000 hektarar hafa orðið eldinum að bráð þrátt fyrir hetju- lega baráttu 2.360 brunavarða. ■ SÆKJA VATN Flugmenn björgunarvéla sækja vatn til að slökkva skógareldinn. M YN D /A P HÓPREIÐ Í GLAÐHEIMUM Hér sést hópur félagsmanna í hestamannafélaginu Gusti ríða framhjá hesthúsum í Glaðheimum Nafn Arons Pálma er á lista yfir fanga sem verða hugsanlega látnir lausir: Gæti losna› innan tíu daga NIÐURTALNINGIN ER HAFIN Aron Pálmi losnar að öllum líkindum á næstu dögum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R O H N W ES SL ER M YN D /B JA R N LE IF U R B JA R N LE IF SS O N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.