Fréttablaðið - 24.08.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 24.08.2005, Blaðsíða 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 63,48 63,78 114,13 114,69 77,65 78,09 10,413 10,473 9,7 9,758 8,284 8,332 0,5765 0,5799 93,01 93,57 GENGI GJALDMIÐLA 23.08.2005 GENGIÐ HEIMILD: Seðlabanki Íslands SALA 108,6613 +0,01 4 24. ágúst 2005 MIÐVIKUDAGUR Formaður stjórnarskrárnefndar Íraks er svartsýnn: Telur ólíklegt a› samkomulag náist BAGDAD, AP Formaður stjórnar- skrárnefndar Íraks telur þrjá daga ekki nægja til að ná sam- komulagi um stjórnskipan landsins. Vera má að plaggið verði borið undir þjóðaratkvæði þrátt fyrir andstöðu súnnía. Rétt áður en fresturinn til að greiða atkvæði um stjórnar- skrárdrögin á íraska þinginu rann út síðastliðið mánudags- kvöld var ákveðið að fresta af- greiðslunni í um þrjá daga svo að vinna mætti þeim fylgis á meðal súnnía. Humam Hammoudi, formað- ur stjórnarskrárnefndarinnar, viðurkenndi hins vegar í gær að sá tími gæti reynst of naumur þar sem um grundvallarágrein- ing um stjórnskipunina væri að ræða, einkum um hversu mið- stýrt landið eigi að vera. Þegar Hammoudi var spurður hvernig höggvið yrði á hnútinn næðist ekki sátt um málið sagði hann enga spurningu að „íraska þjóðin ætti ráða“. Fari hins vegar svo að Kúrd- ar og sjíar samþykki hina nýju stjórnarskrá sem súnníar geta með engu móti fellt sig við eru allar líkur á að rósturnar í land- inu færist enn í vöxt og haldi áfram um ókomna tíð. ■ Endursko›a ber skil- yr›i gervihjónabanda MANNRÉTTINDI Nefnd Sameinuðu þjóðanna um afnám kynþáttamis- réttis gerir athugasemd við það að íslensk stjórnvöld skáru fyrr á þessu ári niður framlög til Mann- réttindaskrifstofunnar. Í nýrri skýrslu nefndarinnar er farið fram á að íslensk stjórnvöld veiti frjálsum félagasamtökum sem vinna gegn kynþáttamisrétti stuðning til að tryggja sjálfstæði þeirra og fjárhag. Þess er getið að Ísland hafi ekki tekið upp í landslög ákvæði sáttmála um afnám kynþáttamis- réttis og eru stjórnvöld hvött til þess að ráða bót á því. Fram kemur að nefndinni hafa borist skýrslur um að flóttamenn og hælisleitendur hafi ekki ávallt fengið fullnægjandi afgreiðslu mála þótt íslensk lögreglu- eða landamærayfirvöld hafi fengið leiðsögn um alþjóðleg mannrétt- indi og lög um flóttamenn. Nefndin telur æskilegt að ís- lensk stjórnvöld endurskoði ákvæði um 24 ára aldursmark til dvalarleyfis þegar giftingaraldur er 18 ár. Hún mælir með að skil- yrði svonefndra gervihjónabanda verði endurskoðuð. Fjallað er um skammtíma at- vinnuleyfi í skýrslunni og talin hætta á brotum gegn réttindum erlendra farandverkamanna með því að binda atvinnuleyfi við at- vinnurekendur fremur en launa- mennina sjálfa. Sérstök hætta er talin vera á brotum sem lúta að aðstæðum á vinnustað og starfs- kröfum. Vakin er athygli á því að ekki er starfrækt á Íslandi mannrétt- indastofnun og eru stjórnvöld hvött til þess að koma á fót slíkri stofnun sem starfi í anda Parísar- sáttmálans. Nefnd Sameinuðu þjóðanna fagnar því að Íslendingar hafi undanfarið staðfest fjölda samn- inga og sáttmála, meðal annars um réttindi barna. Þá hafi réttur fólks af erlendum uppruna verið treystur með lögum. Slíkar réttar- bætur hafi meðal annars orðið til þess að um eitt þúsund innflytj- endur gátu nýtt sér kosningarétt í sveitarstjórnarkosningunum árið 2002. johannh@frettabladid.is FLÓÐ Í FRAZTANZ Ekki næst símasamband við sum þorpanna þar sem aurskriður hafa slitið í sundur jarðstrengi. Flóð í Mið-Evrópu: Fimm látist í vonskuve›ri AUSTURRÍKI, AP Björgunarmenn hjálpuðu hundruðum íbúa að yfir- gefa heimili sín á flóðasvæðum í Austurríki og suðurhluta Þýska- lands. Einnig byggðu þeir sand- pokavirki meðfram ám sem flætt höfðu yfir bakka sína. Í gær hafði heyrst af fimm ein- staklingum sem höfðu látist í flóð- unum í Austurríki, Búlgaríu og Sviss. Sérfræðingar segja ástandið mjög alvarlegt, sérstaklega þar sem ekki er hægt að ná sambandi við sum þorpin sem verst hafa orðið úti, en þar hafa aurskriður slitið í sund- ur jarðstrengi. Áin Inn hefur hækk- að um 30 sentimetra í flóðunum. ■ GUÐNI ÁGÚSTSSON LANDBÚNAÐARRÁÐ- HERRA Gróðursetti fimmtán milljónustu trjáplöntuna í Landgræðsluskógum lands- ins í gær. Landgræðsluskógar 15 ára: Milljónir trjáa gró›ursettar SKÓGRÆKT „Þetta er stór áfangi sem skógræktarfélögin hafa fyrst og fremst unnið að,“ segir Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skóg- ræktar Íslands. Fimmtán milljónir plantna hafa verið gróðursettar í Landgræðsluskógum landsins síð- astliðin fimmtán ár. Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra gróðursetti fimmtán millj- ónustu trjáplöntuna í gær við hátíð- lega athöfn. „Okkur þótti rétt að efna til fagnaðar enda eru skógarn- ir orðnir mjög áberandi í náttúru landsins og farnir að gegna mikil- vægu hlutverki í útivistarlífi lands- manna,“ segir Brynjólfur. - ht SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 Í skólann á ný Skólataska Verð 2.990kr. VEÐRIÐ Í DAG M YN D /A P UGGANDI UM SINN HAG Það eru ekki ein- ungis súnníar sem hafa efasemdir um stjórnarskrárdrögin. Yanar Mohammed, leiðtogi einnar helstu kvennahreyfingar Íraks (til hægri), telur íslamskar áherslur stjórnarskrárinnar konum mjög í óhag. Héraðsdómur Reykjavíkur: Rétta› yfir ræningjum DÓMSMÁL Réttað var í gær yfir tveimur mönnum, 42 og 18 ára göml- um, í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna ránstilraunar við Hamars- gerði í Reykjavík í mars í fyrra. Þar réðust þeir á mann með trékylfu og slógu hann ítrekað með henni og krepptum hnefa. Heimtuðu mennirn- ir peninga, en flúðu af vettvangi þegar íbúi kom út úr húsinu. Þeir þekktu ekki til fórnarlambs síns. Eldri maðurinn er einnig ákærður fyrir að hafa haft í fórum sínum 1,7 grömm af amfetamíni, 0,3 grömm af kannabis og ellefu e-töflur, þegar lög- regla tók hann síðar sama dag. Maðurinn sem ráðist var á krefst tæplega 750.000 króna í bætur. - óká M YN D /A P Forseti Tékklands: Vill auka vi›- skipti vi› Ísland FORSETAHEIMSÓKN Síðari dagur opin- berrar heimsóknar Václav Klaus, forseta Tékklands, hófst með fundi með Halldóri Ásgrímssyni í Ráð- herrabústaðnum. Á fundinum var rætt um samskipti ríkjanna og voru þeir sammála um að auka enn frek- ar viðskipti milli þeirra. Þá ræddu þeir málefni Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins. Áður en Halldór bauð Klaus til hádegisverðar á Þingvöllum fór for- seti Tékklands að skoða aðstæður að Nesjavöllum. Deginum lauk síðan með skoðunarferð um Gull- foss og Geysi. - ss Slasaður vagnstjóri: Söfnun hafin SÖFNUN Strætisvagnabílstjórar hjá Strætó hafa hrundið af stað söfn- un fyrir bílstjórann sem slasaðist alvarlega við árekstur síðastlið- inn föstudag. Þá er undirskriftum safnað hjá bæjarskrifstofum á höfuðborgarsvæðinu og hjá nokkrum rútufyrirtækjum þar sem starfsmenn samþykkja að dregin verði tiltekin upphæð af launum þeirra. Fyrir þá sem vilja leggja söfn- uninni lið er reikningsnúmerið 0537-14-607300 og kennitalan 500501-3160. - hb FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI Nefnd Sameinu›u fljó›anna um afnám kynfláttamisréttis finnur a› ni›ur- skur›i til Manréttindaskrifstofunnar. Einnig eru ger›ar athugasemdir vegna afgrei›slu stjórnvalda á málum flóttamanna og hælisleitenda. MANNRÉTTINDI OG KYNÞÁTTAMISRÉTTI Flóttamenn frá Júgóslavíu á Akureyri í mars 2003.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.