Fréttablaðið - 24.08.2005, Blaðsíða 8
1Hvar á landinu hafa stöðumælarverið lagðir af?
2Hvaða borg í Portúgal er í hættuvegna skógarelda?
3Til hvaða liðs hefur fótboltamaðurinnMilan Baros verið seldur?
SVÖRIN ERU Á BLS. 30
VEISTU SVARIÐ?
8 24. ágúst 2005 MIÐVIKUDAGUR
Dauði Brasilíumannsins de Menezes í Lundúnum:
Misvísandi uppl‡singar um myndavélar
LUNDÚNIR Fregnum ber ekki sam-
an af því hvort öryggismyndavél-
ar á Stockwell-neðanjarðarlestar-
stöðinni í Lundúnum hafi verið í
lagi daginn sem Brasilíumaðurinn
Jean Charles de Menezes var
skotinn af lögreglunni.
Breska blaðið The
Independent segir að lögreglan
hafi skýrt rannsóknarnefndinni
sem rannsakar tildrög málsins
frá því að engin af öryggismynda-
vélunum á lestarstöðinni hafi ver-
ið í lagi og því væru engar mynd-
ir til af atburðinum. Í skjali frá
lögreglu til nefndarinnar segir að
allar myndavélar hafi verið skoð-
aðar en vegna tæknilegra vanda-
mála væru engar myndir til.
Talsmenn fyrirtækisins sem
reka neðanjarðarlestir Lundúna
sendu aftur á móti frá sér yfir-
lýsingu þar sem segir að þeir viti
ekki af neinum bilunum í eftirlits-
myndavélum í Stockwell-lestar-
stöðinni daginn sem de Menezes
var skotinn.
Óháð rannsóknarnefnd lög-
reglunnar tilkynnti í gær að
niðurstöður athugana hennar á
málinu myndu liggja fyrir um
jólaleytið. Skýrsla nefndarinnar
verður hins vegar ekki gerð opin-
ber fyrr en búið er að fjalla um
málið innan aganefndar lögregl-
unnar og hjá dómstólum. - sda
Íslendingur við störf í Novosibirsk í Síberíu:
Fuglaflensan truflar mig ekki
HEILBRIGÐISMÁL „Fuglaflensan
hefur engin áhrif á mig og líf mitt.
Ég borða bara svínakjöt, nauta-
kjöt og salat í staðinn fyrir
kjúkling,“ segir Steingrímur
Ólafsson iðnrekstrarfræðingur,
sem er við vinnu í Síberíu.
Steingrímur sagði í Morgun-
útvarpi Talstöðvarinnar í gær-
morgun að almenningur í Síberíu
hefði varann á en menn væru ekki
hræddir. „Maður sér ekki að fólk
sé neitt skelkað yfir þessu,“ sagði
hann. „Annars er kerfið hérna
eins vel í stakk búið til að takast á
við svona vandamál og hægt er.
Eitt af þremur bestu sjúkrahúsum
landsins er hér og byrjað var að
undirbúa aðgerðir áður en smit
kom upp vegna nálægðar við þau
lönd þar sem veikinnar hefur
orðið vart.“
Íbúar í Síberíu borða mikið
kjúklingakjöt en Steingrímur
segir að stórlega hafi dregið úr
neyslu á því frá því að fuglaflens-
an greindist í Síberíu í júlí. Á
þeim veitingastöðum sem hann
sækir er ekki lengur boðið upp á
kjúklingakjöt. -ghs
Rannsókn á fuglaflensu
tefst vegna fjárskorts
Yfird‡ralæknir sótti um fjárveitingu upp á eina og hálfa milljón króna í maí til fless a› rannsaka hugsan-
lega fuglaflensu í fuglum hér á landi. Umsóknin hefur ekki veri› afgreidd enn. Sérfræ›ingur í smitsjúk-
dómum fugla segir liggja á a› hra›a rannsókn ekki síst í ljósi stö›unnar erlendis.
HEILBRIGÐISMÁL Dráttur stjórn-
valda á afgreiðslu fjárveitingar
upp á eina og hálfa milljón króna
hefur hamlað því að rannsókn á
hugsanlegri fuglaflensu í alifugl-
um og vatnafuglum geti hafist.
Embætti yfirdýralæknis sótti um
fjárveitinguna til þess að hrinda
rannsókninni af stað í maí síðast-
liðnum. Enn bólar ekkert á fjár-
veitingunni.
„Það er þörf á að kanna ástand-
ið í fuglum hér, bæði villtum fugl-
um og alifuglum,“ segir Jarle Rei-
ersen, sérfræðingur í fuglasmit-
sjúkdómum. „En það hefur verið
eitthvað stirt í að finna fjármuni
þessa. Mér skilst þó að þetta sé að
leysast þannig að við getum gert
þetta. Með slíkri rannsókn er
hægt að kortleggja stöðuna hér og
fínslípa þær aðgerðir sem við
þurfum að grípa til. Við hefjum
þessa rannsókn um leið og fjár-
munir eru fyrir hendi. Það liggur
auðvitað á að hraða henni í ljósi
þess sem er að gerast erlendis.“
Ýmsar Evrópuþjóðir, til að
mynda Hollendingar, Bretar og
Þjóðverjar, óttast nú svo mjög
fuglaflensuna að þeir hafa þegar
gripið til eða eru að undirbúa
varnaraðgerðir gegn henni.
„Með farfuglum dreifist flens-
an vestur eftir og þá er áhyggju-
efni hvernig staðan verður hjá
okkur,“ segir Jarle. „Þeir koma þó
ekki hingað á þessum tíma árs.
Hænsnfuglar í lausagöngu utan
dyra eru miklu móttækilegri fyrir
alls konar smiti sem berst með
farfuglum. Með því að hafa smit-
varnir í lagi og fugla innan dyra
er sú hætta takmörkuð eins og
kostur er. Hér á landi eru lang-
flestir alifuglar haldnir innan
dyra. Það eru einungis landnáms-
hænur, aliendur og slíkir fuglar
sem eru utan dyra.“
Jarle segir smitvarnir hér í
góðu lagi eftir herferðina gegn
kamfýlóbakter. Þá hjálpa lög og
reglur um innflutning dýra og
kjöts við að standa gegn almenn-
um smitsjúkdómum.
„Það verður tekið á þessu máli
í heild,“ segir Halldór Runólfsson
yfirdýralæknir um fjárveitinguna
og vísar til starfandi ráðherra-
nefndar um varnir gegn
fuglaflensu.“ Það koma engir far-
fuglar í haust, en viðbúnaður þarf
að vera klár þegar þeir fara að
koma næsta vor.“ jss@frettabladid.is
Trúarskólar umdeildir:
Flestir Bretar
á móti fjölgun
BRETLAND Tveir þriðju hlutar
Breta eru mótfallnir áformum
ríkisstjórnarinnar um að fjölga
skólum reknum af trúfélögum í
landinu, samkvæmt skoðana-
könnun sem breska blaðið The
Guardian lét vinna. Tilgangur-
inn er að fjölga valkostum í
skólakerfinu.
Tillögur ríkisstjórnarinnar
miða að því að auka styrki til
slíkra skóla verulega í því skyni
að auðvelda þeim að starfa inn-
an ríkisrekna skólakerfisins.
Þeir sem gagnrýnt hafa þetta
óttast að það muni leiða til frek-
ari aðskilnaðar innan sam-
félagsins og koma í veg fyrir að
börn kynnist ólíkum menningar-
samfélögum í uppvexti sínum. ■
SVÍÞJÓÐ
UPPSAGNIR HJÁ VOLVO
Forsvarsmenn bílaverksmiðja
Volvo í Svíþjóð hafa ákveðið að
fækka starfsmönnum verulega.
Er áformað að segja upp á milli
1.000 og 1.500 manns, flestum í
verksmiðjunum í Gautaborg.
Ástæðurnar eru meðal annars
sagðar vera lágt gengi Banda-
ríkjadals og aðrir erfiðleikar í
rekstri.
Stjórnendur Volvo segja
nauðsynlegt að spara um einn
milljarð sænskra króna í rekstri
verksmiðjanna.
Laugardaga 10 - 18
Sunnudaga 12 - 18
Nýr opnunartími
virka daga 10 -20
LÍKIÐ Á GÓLFI LESTARVAGNSINS Þessi mynd birtist í fréttum ITV-sjónvarpsstöðvarinnar og
er eina myndin af atburðinum sem birst hefur opinberlega. Lögreglan segir að allar
myndavélar lestarstöðvarinnar hafi verið bilaðar en lestarfyrirtækið neitar því.
ÓTTALAUS Í SÍBERÍU Steingrímur Ólafsson iðnrekstrarfræðingur ásamt samstarfsmanni í
Síberíu. Hann segir að fuglaflensan sem þar geisar hafi engin áhrif á sig.
FUGLABRENNUR Alifuglabændur í Rússlandi hafa eytt heilu fuglabúunum eftir að
fuglaflensa kom þar upp. Myndin er tekin af hænsnabrennu þar í landi.