Fréttablaðið - 24.08.2005, Side 10
10 24. ágúst 2005 MIÐVIKUDAGUR
Vaxandi andstaða í Bandaríkjunum við hernaðinn í Austurlöndum:
Bush ætlar a› ljúka verkefninu
BANDARÍKIN Enginn áform eru uppi
um að draga úr herafla Banda-
ríkjamanna í Írak og Afganistan.
George W. Bush Bandaríkjaforseti
minntist tvö þúsund fallinna her-
manna í ræðu í Salt Lake City í
fyrrakvöld.
Eftir því sem fleiri hermenn
falla í Austurlöndum vex andstað-
an við hernaðinn í Bandaríkjunum.
Í ræðu sinni á landsráðstefnu fyrr-
verandi hermanna í Salt Lake City
í Utah á mánudagskvöldið lofaði
Bush þær fórnir sem tvö þúsund
hermenn í Írak og Afganistan hafa
fært með lífi sínu. Hann ítrekaði
aftur á móti að herir landsins yrðu
ekki kallaðir heim frá þessum
löndum þrátt fyrir vaxandi þrýst-
ing. „Þeir eiga það inni hjá okkur
að við ljúkum við það verkefni sem
þeir gáfu líf sitt fyrir.“
Bush minntist ekki á Cindy
Sheehan, móður bandarísks her-
manns sem féll í Írak, en hún tjald-
aði fyrir utan búgarð forsetans og
heimtaði að fá að hitta hann. Stuðn-
ingsmenn Sheehan héldu fund í Salt
Lake City á sama tíma og Bush
ávarpaði hermennina en þeir létu
sér fátt um finnast um orð hans.
„Það særir mig að heyra að fleira
fólk verði að deyja þar sem þegar
eru margir látnir,“ sagði Celeste
Zappala frá Fíladelfíu, en sonur
hennar féll einnig í Írak. -shg
Félag leikskólakennara segir öllum frjálst að sækja um:
Eldra fólk velkomi›
til starfa á leikskólum
LEIKSKÓLAR „Fyrst og fremst er
auglýst eftir kennurum til starfa,“
segir Björg Bjarnadóttir, formað-
ur Félags leikskólakennara. „Ef
ekki tekst að fá kennara í öll störf
verður hins vegar að ráða leið-
beinendur og ég veit ekki annað
en öllum sé frjálst að sækja um
þau störf óháð aldri.“
Mikil mannekla hefur orðið til
þess að hugmyndum um að ráða
eldra fólk til starfa á leikskólum
hefur verið velt upp. Össur Skarp-
héðinsson alþingismaður ritaði
grein þess efnis á heimasíðu sína
auk þess sem sviðsstjóri Mennta-
sviðs og formaður menntaráðs
Reykjavíkurborgar hafa bæði
orðað hugmyndir í þessa veru í
fjölmiðlum.
„Aldur skiptir ekki höfuðmáli
ef fólk hefur áhuga á því að starfa
á leikskólum og hefur þar eitt-
hvað til brunns að bera,“ segir
Björg. „Ég er viss um að umsókn-
ir eru skoðaðar með jákvæðum
huga sama hvaða aldurshópur á í
hlut, þó að auðvitað sé ekki alveg
allra að starfa á leikskólum.“ - ht
Banna› a› spyrja um
arfgenga sjúkdóma
Viltu
PSP?
Aðalvinningur er PSP + 4 leikir!
× DVD myndir
×
× Kippur af Coca Cola
× BT
C
PS
V
19
00
!
×
Sv
ar
að
u
ein
ni
sp
ur
ni
ng
u
um
×
Vi
nn
in
ga
r v
er
ða
a
fh
en
di
r h
já
B
T
Sm
ár
al
in
d.
K
óp
av
og
i.
M
eð
þ
ví
a
ð
ta
ka
þ
át
t e
rt
u
ko
m
in
n
í S
M
S
kl
úb
b.
1
49
k
r/
sk
ey
tið
. *
A
ða
lv
in
ni
ng
ur
e
r d
re
gi
n
úr
ö
llu
m
in
ns
en
du
m
S
M
S
sk
ey
tu
m
Á RÁÐSTEFNU FYRRVERANDI HERMANNA
Sjaldgæft er að forsetinn tiltaki sérstaklega
hversu margir Bandaríkjamenn hafi fallið í
átökum enda er það viðkvæmt pólitískt mál.
BJÖRG BJARNADÓTTIR Formaður Félags
leikskólakennara er þess fullviss að um-
sóknum allra aldurshópa um störf á leik-
skólum verði vel tekið.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/P
JE
TU
R
TRYGGINGAR Tryggingafélögum
verður óheimilt, frá og með næstu
áramótum, að óska eftir upplýs-
ingum um arfgenga sjúkdóma
foreldra og systkina þeirra sem
sækjast eftir líf- og sjúkdóma-
tryggingum. Þetta kemur fram í
niðurstöðu Persónuverndar um
öryggi vinnslu hjá trygginga-
félögum sem unnin var vegna
nýrra laga um vátryggingasamn-
inga sem taka gildi 1. janúar.
Niðurstaða barst trygginga-
félögunum í síðustu viku og er
enn verið að skoða hvaða áhrif
þetta mun hafa á líf- og sjúkdóma-
tryggingar. Þorvarður Sæmunds-
son, framkvæmdastjóri Lífís,
segir að ef þetta verði niðurstaðan
muni þeir aðilar sem ekki hafa
fjölskyldusögu hugsanlega þurfa
að borga hærra iðgjald. „Áhættu-
matið verður ekki eins nákvæmt
og ella og áhættan dreifist því víð-
ar.“ Þorvarður segir að farið verði
eftir tilmælum Persónuverndar.
Vegna þessara úrskurðar mun
Lífís taka við vátryggingabeiðn-
um þar sem þessum upplýsingum
er sleppt.
Einnig er líklegt að iðgjald líf-
og sjúkdómatrygginga hjá
Tryggingamiðstöðinni muni
hækka, að sögn Péturs Péturs-
sonar, upplýsingafulltrúa Trygg-
ingamiðstöðvarinnar. „Í grund-
vallaratriðum erum við ósam-
mála Persónuvernd og teljum
þetta í ósamræmi við vátrygg-
ingalög sem taka gildi um næstu
áramót. Við munum leita leiða til
að fá þessu breytt og munum
skoða hvort farin verði dómstóla-
leið eða leitað til æðra stjórn-
valds.“
Þegar sótt er um líf- eða sjúk-
dómatryggingu í dag er óskað
eftir upplýsingum um heilsufar
foreldra og systkina. Meðal ann-
ars er spurt um hjarta- eða æða-
sjúkdóma, geðsjúkdóma, krabba-
mein og aðra sjúkdóma sem gætu
verið arfgengir. Þórður Sveins-
son, lögfræðingur hjá Persónu-
vernd, segir að leyfilegt verði að
afla upplýsinga um heilsufar
skyldmenna sem ekki tengjast
arfgengum þáttum, sé þess gætt
að fá samþykki skyldmennana.
Hins vegar hljóti að vera leitað
eftir slíkum upplýsingum til að
kanna hættu á arfgengum sjúk-
dómum, sem verði óleyfilegt.
svanborg@frettabladid.is
STRANDLÍF Fjöldi fólks hefur flatmagað á
nýju ströndinni undanfarna daga.
Fjölbreytt strandlíf:
N‡ ba›strönd
á Amager
KAUPMANNAHÖFN Amager strand, ný
baðströnd í Kaupmannahöfn, var
tekin í notkun um liðna helgi.
Á þessum stað hefur verið bað-
strönd um langt skeið en stórfelldar
endurbætur hafa staðið þar yfir.
Gerð hefur verið þriggja kílómetra
löng eyja út frá gömlu baðströnd-
inni og á milli strandarinnar og eyj-
unnar er nú stórt lón. Samanlögð
lengd baðstrandarinnar er 4,6 kíló-
metrar. Framkvæmdir hafa staðið
yfir í fjórtán mánuði og kostnaður
við þær er um tveir milljarðar ís-
lenskra króna. ■
Persónuvernd telur a› samkvæmt n‡jum vátryggingalögum ver›i trygginga-
félögum banna› a› óska eftir uppl‡singum um arfgenga sjúkdóma. Trygginga-
félögin segja i›gjöld munu hækka. Tryggingami›stö›in íhugar málaferli.
HUGSANLEGA TRYGGÐ Persónuvernd segir að tryggingafélög megi ekki spyrja þá sem vilja
líf- eðs sjúkdómatryggingu hvort foreldrar eða systkini hafi haft arfgenga sjúkdóma.