Fréttablaðið - 24.08.2005, Blaðsíða 12
„Akkúrat í dag er hálfur mánuður síðan ég var skorinn upp á hné,“ segir
Magnús Ver Magnússon, sem legið hefur með fótinn upp í loftið eftir að
hann var gerður óvígur í súluglímu á mótinu Austfjarðatröllinu á dögun-
um. „Ég er nú farinn að fara aðeins um en er enn með fótinn alveg
beinan í spelku,“ segir Magnús, sem er léttur í lund þrátt fyrir hrakföllin.
Hann hefur nýtt tímann til þess að fara yfir ýmis mál sem setið hafa á
hakanum í sumar vegna anna í mótahaldi. Það er að vonum erfitt fyrir
karlmenni eins og Magnús Ver að liggja kyrr í lengri tíma. „Þetta er óþol-
andi,“ segir hann hlæjandi en hann verður með spelku næstu sex vikur
og hoppar því um á einni hækju eitthvað áfram. Það er þó ólíklegt að
það muni halda aftur af þessum orkubolta sem starfar sem mótshaldari,
einkaþjálfari og sölumaður öryggiskerfa fyrir Öryggismiðstöð Íslands.
Þessa dagana vinnur Magnús að því að setja upp mótið „Sterkasti fatl-
aði maðurinn“, sem haldið verður á næstunni. Magnús segist síður en
svo þreyttur á því að halda mót og keppa á þeim. „Ég væri ekki að
þessu ef mér þætti þetta ekki skemmtilegt,“ segir hann og hlær smit-
andi hlátri. „Ég mun aldrei geta hætt að æfa,“ segir Magnús, sem æfir
yfirleitt í þrjá tíma, fimm sinnum í viku, og finnst það skemmtilegasti
hluti sportsins.
12 24. ágúst 2005 MIÐVIKUDAGUR
Lei›akort Strætó
er hálfkák
Ingi Gunnar Jóhannsson landfræðingur hefur hann-
að eigið kort af nýju leiðakerfi Strætó. Hann
hyggst gefa kortið út sjálfur ef ekki semst við
Strætó um samstarf.
„Ég leitaði samstarfs við Strætó
fyrir tæpum fjórum árum þegar
ljóst var að hanna ætti nýtt leiða-
kerfi,“ segir Ingi Gunnar Jó-
hannsson, landfræðingur og
kortagerðamaður. Hann hefur í
samvinnu við Auglýsingastofu
Þórhildar hannað svonefnt hug-
lægt kort af nýja leiðakerfinu en
slík kort eru mörgum kunn úr
leiðakerfum jarðlesta evrópskra
stórborga.
Þrátt fyrir ágætar viðtökur hjá
Strætó hefur ekki fengist grænt
ljós á samstarf um útgáfuna. Ingi
Gunnar taldi sig vera á beinni og
breiðri braut þegar hugmyndir
hans voru notaðar til frumkynn-
ingar nýja leiðakerfisins fyrir al-
menningi í september á síðasta
ári.
Nú virðast ljón í veginum og
hefur Strætó gefið út annað leiða-
kort. Það kallar Ingi Gunnar hálf-
kák sem nýtist strætófarþegum
illa.
Munurinn á huglægum kortum
og hefðbundnum er sá að ekki er
sýnt það eiginlega svæði sem
kortið nær yfir, beygjur og réttar
fjarlægðir víkja fyrir einfaldleika
beinna lína. Lykilatriðið er að
nafngreina stoppistöðvar og sýna
glögglega hvar leiðir mætast.
„Með svona kort í höndunum
getur notandinn hoppað upp í
vagn og hringsólað um borgina og
það án þess að týnast heldur veit
hann þvert á móti alltaf hvar hann
er.“
Ingi Gunnar nefnir einnig sem
mikilvægan kost huglægra korta
að fólk þurfi ekki að kunna sér-
stök skil á borginni sem ferðast er
um. „Með kortið í höndunum og
vel merktar stoppistöðvar gengur
þetta upp, alveg eins og í París,
Róm og Hamborg eða bara hvar
sem er. Svona ferðast menn á 21.
öldinni og gerðu reyndar líka á
þeirri tuttugustu.“
Ingi Gunnar hefur hannað og
gefið út huglægt kort fyrir leiða-
kerfi langferðabíla landsins og er
því dreift árlega í sextíu þúsund
eintökum til ferðamanna. Útgáfan
er kostuð með auglýsingum á kort-
inu. Hann hefur átt í viðræðum við
forsvarsmenn Strætó um samstarf
um útgáfuna en enn er óljóst hvort
fyrirtækið komi að verkinu. Það
hefur jú gefið út eigið leiðakort,
sem Ingi Gunnar ber ekki vel sög-
una.
Býst hann við því að kortið
komi fyrir sjónir almennings
hvort sem Strætó verður með eða
ekki? „Ég gef þetta út sjálfur ef
Strætó leitar ekki samstarfs.
Borgarbúar fá að sjá þetta innan
tíðar enda eiga þeir skilið að rata
um og njóta þessa frábæra leiða-
kerfis sem nú er búið að byggja
upp. Þannig mun kerfið líka nýt-
ast miklu betur.“
bjorn@frettabladid.is
Skipuleggur mótahald á sjúkrabe›i
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? MAGNÚS VER MAGNÚSSON KRAFTAJÖTUNN
nær og fjær
„fiarf ekki a› stö›va
fólk sem framkvæmir
gegndarlaust á kostna›
skattborgarans án fless
a› hafa snefil af bisn-
issviti?“
ÖGMUNDUR JÓNASSON ÞINGMAÐUR
Í MORGUNBLAÐINU.
„Mér hefur alltaf fund-
ist skemmtilegra, ef ég
á anna› bor› er a›
fara út, a› fara á fullu
tungli.“
GUNNLAUGUR GUÐMUNDSSON
STJÖRNUSPEKINGUR Í FRÉTTABLAÐINU.
OR‹RÉTT„ “
www.urvalutsyn.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
A
U
G
L
†
S
IN
G
A
S
T
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
R
V
2
9
3
3
0
0
8
/2
0
0
5 49.900 kr. í viku*
59.900 kr. í tvær vikur*
Sumartilboð í september!
Bókaðu strax
á www.urvalutsyn.is
Gríptu tækifærið og bókaðu
strax glæsilega gististaði
Úrvals-Útsýnar á frábæru verði í haust.
Lengdu sumarið og njóttu sólar í september!
* Netverð á mann, óháð fjölda áfanga- eða gististaða,
þó ekki færri en tveir í gistingu.
Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting og íslensk fararstjórn.
Hann hefur bannað ballett og óp-
eru og barist gegn síðu hári og
gulltönnum. Nú hefur hinn sér-
vitri forseti Túrkmenistan, Sapar-
murat Niyazov, sett nýjar reglur
sem eiga að útrýma þeim mikla
ósið að þykjast syngja með
leikinni tónlist.
Það er Niyazov þyrnir í augum
að sjá gamla raddlausa söngvara
hreyfa varir sínar undir tónlist
sem þeir gerðu fræga fyrir löngu
síðan. Hann telur það hafa nei-
kvæð áhrif á þróun söngs og tón-
listar.
Eftir ákvörðun forsetans er því
bannað að þykjast syngja með
tónlist á öllum menningarsam-
komum, tónleikum, í sjónvarpi og
jafnvel í einkasamkvæmum eins
og brúðkaupsveislum.
Niyazov hefur verið leiðtogi
Túrkmenistan í tuttugu ár. Nokk-
urs konar trúarregla hefur mynd-
ast í kringum
persónu hans
og er hann
víða dýrkað-
ur. Hann hef-
ur á valda-
tíma sínum
sett margar
reglur sem
á k v a r ð a
hegðun sam-
landa sinna.
Árið 2001
bannaði Niy-
azov ballett
og óperu þar
sem hann
taldi listformið ekki samræmast
hugsunarhætti þjóðarinnar. Á síð-
asta ári mælti hann eindregið með
því að ungt fólk fengi sér ekki gull
í tennurnar og hvatti yfirvöld til
þess að taka hart á ungum mönn-
um með skegg og sítt hár. - sgi
Forseti Túrkmenistan:
Gervisöngur banna›ur
DRAUGAHÁTÍÐ Kínverskir Malasíubúar
halda uppi skurðgoði og biðja til konungs
heljar um gæfu og öryggi. Samkvæmt kín-
versku dagatali heimsækja draugar og
andar jörðina á sjöunda mánuði. Skurðgoð
úr pappír eru brennd til þess að andarnir
stígi ekki fæti inni á heimilin.
SAPARMURAT NIYAZ-
OV Forsetinn er á móti
ballett, óperu, síðu hári
og gulltönnum.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P
BEÐIÐ EFTIR STRÆTÓ Ingi Gunnar Jóhannsson segir kort Strætó af nýja leiðakerfinu
nýtast farþegum illa.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N