Fréttablaðið - 24.08.2005, Síða 16

Fréttablaðið - 24.08.2005, Síða 16
80 57 78 39 78 32 79 52 86 58 2004 2003200220012000 Mun fleiri slys rannsöku› N‡ lög um Rannsóknarnefnd umfer›arslysa taka gildi um mána›amótin. Fimm til sjö sinnum fleiri slys ver›a rannsöku› á ári. Með gildistöku nýrra laga um Rannsóknarnefnd umferðar- slysa víkkar verksvið nefnd- arinnar frá því sem verið hefur, en hún hefur starfað frá árinu 1998. Hingað til hefur nefndin rannsakað banaslys í umferð- inni, en með nýju lögunum kann- ar hún öll alvarleg umferðar- slys. Ágúst Mogensen, forstöðu- maður og rannsóknarstjóri nefndarinnar, býst við að aukið umfang kalli á að bæta þurfi við starfsmanni hjá nefndinni fljótlega upp úr áramótum. „Núna er ég í fullu starfi og svo taka nefndarmenn bakvaktir á móti mér ef svo ber undir,“ segir hann. „Það sem gerist hjá okkur núna 1. september og við vinn- um að er að útfæra vinnulag til að uppfylla skilyrði laganna og væntanlegrar reglugerðar um rannsóknir allra alvarlegra umferðarslysa, en með því er átt við banaslys og slys þar sem verða mikil meiðsli,“ segir Ágúst. Útköll nefndarinnar vegna banaslysa hafa hingað til verið 20 til 30 á ári. „Miðað við síðustu tölur sem ég sá hjá Umferðarstofu um mikil meiðsli sýnist mér að í þessum nýja hóp slysa sem sem við rannsökum séu á milli 100 og 130 slys á ári, þannig að breytingin er heil- mikil.“ Ágúst sagðist gera ráð fyrir að höfð yrði vakt allan sólarhringinn vegna þessara slysa og reynt að búa svo um hnútana að nefndin mætti á vettvang í öllum þessum slysum. „Helst bara strax, en ef ekki er hægt að koma því fyrir vegna ytri aðstæðna, þá sem fyrst eftir að slys verður.“ Fyrsta alvarlega umferðar- slysið sem Rannsóknarnefndin tekur til skoðunar samkvæmt nýrri verkskipan er árekstur strætisvagns og vörubíls í Reykjavík síðasta föstudag, en þar slasaðist vagnstjórinn mjög alvarlega. „Ég fór reyndar ekki á vettvang, en mun óska eftir gögnum um þetta slys,“ segir Ágúst og bætir við að næstu mánuðir fari í að þróa verklag í kringum aukin verkefni. „Koma þarf útkallskerfinu í gott horf og vonandi verður ekkert hikst í því, en ég geri ráð fyrir ein- hverjum aðlögunartíma hjá öllum.“ Ágúst segir að á næstu mánuðum og vonandi strax á næsta ári verði Rannsóknar- nefnd umferðarslysa komin á fullt skrið í að rannsaka öll alvarleg umferðarslys og bana- slys í umferðinni. „Og vonandi gefst svo tími til að taka einhver fleiri fyrir,“ segir hann, en nýju lögin heimila nefndinni einnig að taka til skoðunar ákveðna flokka slysa. „Þar gæti verið um að ræða aftanákeyrslur eða önn- ur slys á stöðum þar sem ytri aðstæður, svo sem ný umferðar- mannvirki, kalla á nákvæmari skoðun.“ Rannsóknarnefnd umferðar- slysa getur ekki krafist umbóta í kjölfar rannsókna sinna, en gerir þess í stað ábendingar til þeirra sem málin varða. Ábendingarnar eru svo birtar í skýrslum nefndarinnar. „Skýrsla af þessu tagi telst full- birt þegar hún er komin á netið,“ segir Ágúst og bætir við að það sé svo hlutaðeigandi stofnana að meta ábendingar nefndarinnar. „Nefndin gæti auðvitað haft rangt fyrir sér, en 16 24. ágúst 2005 MIÐVIKUDAGUR Nokkuð hefur verið rætt um eftirlitsmynda- vélar en Persónuvernd úrskurðaði á dög- unum að notkun falinnar myndavélar í lík- amsræktarstöð og innan veggja heimavist- ar væri óheimil. Þarf að gera fólki aðvart um eftirlits- myndavélar? Samkvæmt lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga þarf að gera fólki hvort sem er á vinnustað eða á al- mannafæri viðvart ef upptaka á sér stað með myndavél eða með öðrum hætti. Koma þarf fram hver beri ábyrgð á mynda- vélinni. Hvað þarf að segja starfsfólki? Segja þarf starfsfólki hvaða búnaður er notaður við upptökuna, hvers vegna sé verið að taka upp, hvernig og hvenær myndunum verði eytt og hver geti skoðað þær. Einnig þarf að koma öllum öðrum atriðum sem talin eru nauðsyn- leg fyrir starfsmennina á framfæri hverju sinni. Hvað má gera við myndir af ólöglegu athæfi? Aðeins má safna myndum af ólöglegu athæfi verði þær afhentar lögreglu. Lögreglan þarf hins vegar að gæta að því að fara að öðrum lögum um með- ferð þeirra. Ekki má þannig nota mynd- ir af ólöglegu athæfi á neinn annan hátt svo sem til að hengja upp, senda í tölvupósti eða annað þess háttar nema með leyfi Persónuverndar eða þess einstaklings sem á í hlut. Hvar má hafa eftirlitsmyndavélar? FBL GREINING: EFTIRLITSMYNDAVÉLAR fréttir og fró›leikur SVONA ERUM VIÐ Fjöldi umferðarslysa Heimild: UMFERÐARSTOFA SEGIST EKKI HAFA RÆNT ÁSU ÖMMU MEINTUR ÖMMU- RÆNINGI SIGAR LÖGFRÆÐINGI Á ÞORSTEIN JOÐ 37 .51 1 k r Dal.is Eldshöfða 16 Sími: 616 9606 Opið milli 12 - 16 RANNSÓKNARNEFNDIN Rannsóknar- nefnd umferðarslysa fundaði í gær í húsa- kynnum sínum við Flugvallarveg í Reykja- vík. Á myndinni eru, frá vinstri: Ágúst Mog- ensen, Inga Hersteinsdóttir, Jón Baldurs- son og Ásdís J. Rafnar. Ásdís J. Rafnar hæsta- réttarlögmaður, sem skipuð var formaður Rannsóknarnefndar umferðarslysa í byrjun ársins, segir nefndina hafa unnið gott starf undanfarin ár. „Í byrj- un var hún að marka sig og gerði ítrekað at- hugasemdir um rann- sókn lögreglu, en það hefur unnist nokkuð vel. Auðvitað skiptir máli að gögnin sem nefndin fær séu vel unnin,“ segir hún og bætir við að nýju lögin skerpi á sjálfstæði nefndarinnar. „Nefndin á svo að gefa ábendingar í ör- yggisátt, en því miður er auðvitað oft um mannleg mistök, hraðakstur og þess háttar þætti að ræða sem sennilega or- sök slysa.“ Í lögunum kemur jafnframt fram að nefndin skuli ekki leitast við að skipta sök eða ábyrgð og að skýrslur um slys skuli ekki notaðar sem sönnunargögn í opinberum málum. „Þegar maður á að vera sjálfstæður, óháður og draga sínar ályktanir er auðvitað ekki þægilegt að starfa undir því að geta verið kallaður til vitnis í dómsmáli,“ segir Ásdís og bætir við að hlutverk nefndarinnar sé í raun að setja slys á svið þannig að skoða megi alla þætti þeirra. Í því augnamiði hefur nefndin víðtækar heimildir í nýju lögun- um til að kalla eftir gögnum, svo sem sjúkra- eða krufningargögnum, og leita eftir upplýsingum hjá lögreglu, trygginga- félögum, ökumönnum, vitnum og öðrum sem að málum koma. - óká VÍÐTÆK HEIMILD TIL GAGNAÖFLUNAR: LEITAR EKKI SÖKUDÓLGS ÁSDÍS RAFNAR RANNSÓKNARNEFND UMFERÐARSLYSA: Alþingi samþykkti 10. mars á þessu ári ný lög um Rannsóknarnefnd umferðar- slysa, en þau taka gildi nú um mán- aðamótin. Nefndin hefur hins vegar starfað frá árinu 1998 samkvæmt ákvæðum í Umferðarlögum, en þau falla úr gildi með nýju lögunum. Nefndina skipa: Ágúst Mogensen, for- stöðumaður; Ásdís J. Rafnar, hæstarétt- arlögmaður, formaður nefndarinnar; Inga Hersteinsdóttir, verkfræðingur hjá VSI-ráðgjöf; og Jón Baldursson, yfir- læknir slysa- og bráðadeildar Land- spítala - háskólasjúkrahúss. STRÆTISVAGN SEM LENTI Í ÁREKSTRI FYRIR H slysa samkvæmt útvíkkuðu verksviði í nýjum lögum e strætisvagns og vörubíls í Reykjavík síðasta föstudag.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.