Fréttablaðið - 24.08.2005, Blaðsíða 17
Smáauglýsingar
Flokkar
Bílar & farartæki
Keypt & selt
Þjónusta
Heilsa
Skólar & námskeið
Heimilið
Tómstundir & ferðir
Húsnæði
Atvinna
Tilkynningar
Innritun í fjarnám
á haustönn 2005 fer fram dagana 25. ágúst
til 7. september á www.fa.is
Skólameistari
Góðan dag!
Í dag er miðvikudagur 24. ágúst,
236. dagur ársins 2005.
REYKJAVÍK 5.46 13.30 21.12
AKUREYRI 5.23 13.15 21.04
Heimild: Almanak Háskólans
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Þóra Tómasdóttir er að hefja nám í
kvikmyndafræði við Háskóla Íslands.
Hún sér fram á að vera orðin sérfróð
um dans- og söngvamyndir þegar líður
að jólum. Að öðru leyti telur hún nám-
ið frekar ópraktískt.
„Ég er alveg ógeðslega spennt og hlakka
rosalega til. Líður svona eins og sex ára
krakka sem er að byrja í skólanum,“ segir
sjónvarpskonan Þóra Tómasdóttir, sem ætlar
að læra kvikmyndafræði við Háskóla Íslands
í vetur.
Kvikmyndafræði er nýtt nám við Háskól-
ann og í fyrstu verður námið einungis byggt
upp sem aukagrein. Þóra lætur það ekki
trufla sig enda er hún ekki að fiska eftir
prófgráðu. „Ég lærði heimildarmyndagerð í
Osló og er núna að fara í þetta kvikmynda-
fræðinám mér til skemmtunar,“ segir Þóra,
sem ætlaði sér þó aldrei að fara í Háskóla Ís-
lands. „Mér hefur alltaf þótt þetta frekar
óspennandi skóli og það var aldrei neitt í
námskránni sem mér fannst sérlega áhuga-
vert. Þess vegna ákvað ég að fara út í nám á
sínum tíma. Svo frétti ég af þessu nýja námi
í kvikmyndafræðinni og ákvað að slá til.“
Þóra lætur sér ekki nægja að vera í há-
skóla heldur er hún líka búin að ráða sig í
fulla vinnu í vetur. „Það hlýtur að reddast. Ég
verð ekki í alveg fullu námi heldur ætla ég að
dúlla mér svona í þessu. Vel bara það
skemmtilegasta og hlakka ekkert smá til að
fara í þessi námskeið. Núna í haust er ég til
dæmis að fara í fimm eininga áfanga um
Hollywood-dans- og söngvamyndir,“ segir
Þóra spennt. „Þetta er eiginlega eins
ópraktískt nám og hugsast getur og það er
einmitt það sem er svo skemmtilegt við það.
Þetta á örugglega ekki eftir að nýtast mér á
nokkurn hátt. Og þó – maður veit aldrei.
Kannski verður einhvern tímann gríðarleg
þörf fyrir fólk með sérþekkingu á dans- og
söngvamyndum, þá má hafa mig í huga,“
segir Þóra og hlær.
Eins ópraktískt nám og
hugsast getur Landbúnaðarháskóli Ís-lands leiðir eitt þeirra verk-
efna sem hlutu styrk úr Leon-
ardo-starfsmenntaáætluninni
fyrir árið 2005. Verkefnið
nefnist Byggjum brú og hefur
það að markmiði að hvetja,
virkja og styrkja konur í land-
búnaði með nýrri og öflugri
aðferð. Samstarfsaðilar hér á
landi eru félagið Lifandi land-
búnaður og Bændasamtök Ís-
lands. Auk Íslands taka Dan-
mörk, Þýskaland, Slóvakía,
Tékkland og Ítalía þátt í verk-
efninu. Styrkurinn er um 25
milljónir króna.
Nýr símenntunar-
stjóri hjá Kennara-
háskóla Íslands er Ás-
dís Ólsen. Ásdís er
kennari að mennt og
með meistarapróf í
upplýsingamiðlun
og hefur undan-
farin ár starfað sjálfstætt við
dagskrárgerð fyrir útvarp og
sjónvarp og að gerð fræðslu-
og námsefnis.
Við Verkmenntaskólann á
Akureyri er nýr íþrótta- og úti-
vistaráfangi í boði ef næg þátt-
taka fæst. Hann nefnist Útivist
2 og er tilvalinn fyrir þá sem
vilja meira krefjandi göngu-
ferðir en boðið er upp á í
Útivist 1 og meðal annars er
gert ráð fyrir einni helgarferð
þar sem gist verður í tjöld-
um frá föstudegi til
laugardags.
nam@frettabladid.is
Þóra hlakkar mikið til að byrja í skólanum. Hún hefur áður lokið námi í heimildarmyndagerð.
LIGGUR Í LOFTINU
í námi
FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR ATVINNA BRÚÐKAUP FJÁRMÁL TILBOÐ o.fl.
KRÍLIN
Hrotur eru svefn
sem sleppur út,
er það ekki?
Heillandi sport í hömrum
BLS. 4
][
SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 OG Á visir.is
ÞÚ GETUR PANTAÐ
SMÁAUGLÝSINGAR
Á visir.is
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA