Fréttablaðið - 24.08.2005, Side 18
Heimalærdómur
Notaðu göt í stundaskránni til að læra heima, þó það sé freistandi að
nota tímann til að hvíla sig eða sinna áhugamálum. Best er að hafa
lokið öllum heimalærdómi yfir daginn og nota kvöldin til annars.[ ]
„Námskeiðið bar þann árangur sem ég leitaði eftir og rúmlega það.
Svo er það mjög hvetjandi að það er lofað endurgreiðslu
ef ekki verður að minnsta kosti tvöföldun á lestrarhraða.“
Björg Eyþórsdóttir, 22. ára nemi.
...næsta námskeið hefst 7. september
Skráning er hafin á www.h.is og í síma 586-9400
Allir starfsmenn vakandi
fyrir vandanum
Einelti hefur minnkað í grunn-
skólum landsins með tilkomu
svokallaðs Olweusar-verkefnis.
Þorlákur H. Helgason, fram-
kvæmdastjóri verkefnisins,
segir árangurinn góðan þegar
allir starfsmenn skólanna séu
vakandi fyrir vandanum.
„Barn var að koma í nýjan skóla
og þar vissi starfsfólkið ekki að
það hefði lent í einelti áður. Í ljós
kom eftir nokkra daga að eitt-
hvað var að og nemandinn var
hættur að skila sér í skólann. Þá
var hann kallaður með foreldri í
viðtal klukkan átta að morgni og
fenginn til að segja frá. Meintir
gerendur voru margir. Það var
kallað á þá alla hvern í sínu lagi
og haldnir fundir í hverjum ein-
asta bekk. Sem sagt rætt við alla
í skólanum. Síðdegis þennan
sama dag var málið komið í rétt-
an farveg samkvæmt eineltis-
áætluninni og allir starfsmenn
skólans með á nótunum. Svo var
fylgst vel með öllum í framhald-
inu.“ Þannig lýsir Þorlákur einu
dæmi af mörgum um brunn sem
var byrgður í tíma.
Olweusar-verkefnið er kennt
við háskólaprófessorinn Dan
Olweus, sem hrinti því af stað í
Noregi. Það fór af stað hér á landi
haustið 2002 með þátttöku 45
skóla. Haustið 2004 bættust 30
skólar í hópinn. „Kannanir sýna
að verkefnið skilar góðum ár-
angri,“ segir Þorlákur og þakkar
það vitundarvakningu meðal
skólafólks og foreldra. Hann
getur þess líka að þeir skólar sem
tekið höfðu þátt í Olweusi frá upp-
hafi hafi náð að halda betur utan
um þá nemendur sem stóðu höll-
um fæti að loknu langa verkfall-
inu í fyrrahaust en aðrir. „Þeir
komu standandi niður ef þannig
má taka til orða,“ segir hann og
bætir við að haustið 2006 sé stefnt
að því að tveir þriðju grunnskól-
anna verði orðnir þátttakendur.
„Einelti á sér stað alls staðar og
þess vegna leggjum við líka
áherslu á að starfsfólk félagsmið-
stöðva, íþróttahúsa og sundlauga
taki þátt í verkefninu. Prestarnir
eru sums staðar komnir inn í sam-
starfið, enda eru þeir með ferm-
ingarhópana. Þannig teygja for-
varnirnar sig alls staðar inn í sam-
félag krakkanna,“ segir Þorlákur.
gun@frettabladid.is
Gleraugnaverslunin
SjónarhÓll
stærri verslun
meira úrval
frábær tilboð
Reykjavíkurvegi 22, Hafnarfirði S.565-5970
w w w . s j o n a r h o l l . i s
Píanóskóli Þorsteins Gauta
Ármúla 38 - gengið inn frá Selmúla
Píanóskóli Þorsteins Gauta er fluttur í
stærra og betra húsnæði í Ármúla 38 -
gengið inn frá Selmúla
- Píanónám
- Einkatímar
- Námskeið
- Kennum börnum frá 4 ára aldri
Uppl. í símum 551 6751 og 691 6980
www.pianoskolinn.is -
i k li i k li i
MYNDAVÉLIN: Farið er inn á allar helstu stillingar á myndavélinni, þ.a.m. hraði, ljósop, dýptarskerpa, ljósmæling, lýsing, linsur, súmm,
ISO, White balance, pixlar, RAW/JPEG
MYNDATAKAN: Myndbyggingarreglur. Myndataka – almennt, landslagsmyndatökur, næturmyndatökur, norðurljósamyndatökur, nærmyndir,
portrett. Ýmis góð ráð við myndatöku veitt sem koma að góðum notum.
LJÓSMYNDASTÚDÍÓ: Myndataka - Portrett í Studíói. Notkun ljósa í stúdíói, mismunandi lýsing og notkun flassmælis. Sýnt hvernig á að
búa til einfalt og ódýrt heima stúdíó.
TÖLVAN: Færa myndir yfir á tölvuna, setja myndir í möppur, koma skipulagi á myndasafnið og skráningu mynda, setja leitarorð á myndir,
afrita myndir á milli mappa, skipta um nafn á myndum, snúa myndum við, skoða allar upplýsingar um myndir, setja myndir yfir á
geisladisk eða DVD, senda myndir með tölvupósti, prenta út myndir.
PHOTOSHOP: Lagfæra myndir, taka burt atriði úr myndum, kroppa myndir, skipta um bakgrunn, gera myndir svart/hvítar, gera myndir
brúntóna, setja lit á hluta af myndum, breyta myndum með effectum, setja ramma utan um myndir, minnka myndir, dekkja og lýsa
myndir, auka og minnka kontrast í myndum, vista myndir.
Kennsla er mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl 18:00 - 22:00 Námskeið í september, október og nóvember
Verð kr. 14 .900 .- Skráning á l josmyndar i . is eða 898-3911. Le iðb . Pá lmi Guðmundsson
12 klst. ljósmyndanámskeið
fyrir stafrænar myndavélar
Þorlákur segir forvarnir gegn einelti þurfa að teygja sig alls staðar inn í samfélag krakkanna.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
EI
Ð
A