Fréttablaðið - 24.08.2005, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 24.08.2005, Blaðsíða 19
3MIÐVIKUDAGUR 24. ágúst 2005 Innritun stendur yfir á vef skólans www.ir.is (sjá fjarnám) Kennsla hefst fimmtu- daginn 1. sept. Nánari uppl‡singar á www.ir.is og í síma 522 6500. Fjarnám me› áherslu á starfstengt nám Byggingagreinar Efnisfræ›i, grunnteikning, framkvæmdir og vinnuvernd. Grunnnám rafi›na Rafmagnsfræ›i, efnisfræði og rafeindatækni. Rafvirkjabraut L‡singatækni, rafmagnsfræ›i, regluger›ir, raflagnateikning, st‡ringar. Rafeindavirkjun Allar greinar á 3. og 4. önn. Tækniteiknun Grunnteikning, húsateikning, innréttinga- teikning, raflagnateikning, vélateikning og AutoCad. Tölvubraut Forritun, gagnasafnsfræ›i, vefsí›ugerð, netst‡rikerfi. Uppl‡singa- og fjölmi›labraut Allar greinar í grunnnámi uppl‡singa- og fjölmi›labrautar. Meistaraskóli Allar stjórnunar- og rekstrargreinar. Traust menntun í framsæknum skóla IÐNSKÓLINN Í REYKJAVÍK Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri fer með verkefnisstjórn í einu þeirra verkefna sem hlutu styrk frá Evrópusambandinu. Stór styrkur frá Evrópusambandinu Ísland fær rúma milljón evra í verkefnastyrk frá Evrópu- sambandinu vegna Leonardo da Vinci-starfsmenntaáætlun- arinnar. Framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins samþykkti á dögun- um styrkupphæðir til þátttöku- landa Leonardo da Vinci-starfs- menntaáætlunarinnar fyrir árið 2005. Að þessu sinni fékk Ísland rúma milljón evra í sinn hlut, eða um áttatíu milljónir króna, sem er næsthæsta upphæð sem Ís- land hefur fengið úthlutað úr áætluninni frá upphafi. Styrkupphæðinni verður veitt til þriggja verkefna en alls bár- ust sjö umsóknir frá Íslandi. Verkefnin sem um ræðir eru til- raunaverkefni, þar sem samstarf þriggja eða fleiri Evrópuríkja á sér stað. Verkefnin miða að því að þróa nýjar aðferðir og leiðir til að stuðla að auknum gæðum og fjölbreytni í starfsmenntun og starfsþjálfun og auka færni og þekkingu starfsmanna. Verkefn- in sem hljóta styrk eru: *Building Bridges: Menntun kvenna í landbúnaði og stofnun tengsla- og þekkingarnets milli landsbyggðar og þéttbýlis, Land- búnaðarháskólinn á Hvanneyri. *The Value of Work: Þróun að- ferða við mat á raunfærni, Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. *Business Community Model: Þróun námsefnis í rafrænum við- skiptum fyrir starfsfólk fyrir- tækja, Verslunarmannafélag Reykjavíkur. Leonardo da Vinci-starfs- menntaáætlun ESB var hrundið af stað árið 1995 og hefur Ísland verið þátttakandi frá upphafi. Áætluninni er ætlað að ýta undir ný viðhorf í stefnumótun Evr- ópulanda og geta af sér nýjungar í starfsmenntun, jafnt fyrir atvinnulíf og menntakerfi. Næsti umsóknarfrestur um styrki úr áætluninni er 30. sept- ember næstkomandi. Nánari upplýsingarum áætlunina er að finna á heimasíðu Landsskrif- stofu Leonardós: www.leon- ardo.is. ■ Viljum gera góða skóla betri STARFSFÓLKI GRUNNSKÓLANNA Í LANDINU BÝÐST AÐ TAKA HEILS- DAGSNÁMSKEIÐ Í ALMENNRI SKYNDI- HJÁLP OG SÁLRÆNUM STUÐNINGI. „Við héldum fyrsta námskeiðið í Grundaskóla á Akranesi sem hefur verið í samstarfi við okkur um að koma þessu námsefni á koppinn,“ segir Gunnhildur Sveinsdóttir, verkefn- isstjóri hjá Rauða krossinum er stend- ur fyrir námskeiðinu. Hún segir það ætlað öllu starfsfólki innan grunnskól- anna og segir starfsfólk Rauða krossins tilbúið að fara með það um allt land og í alla skóla ef áhugi sé fyrir hendi. Hún bendir á að skólarnir séu mjög stórir vinnustaðir og börnin verji stór- um hluta síns dags þar. „Vissulega getur komið margt upp á í skólum og við hugum að forvörnum og því hvern- ig skólinn geti undirbúið sig sem best undir slys eða áföll og reynum að æfa viðbrögð við slíkum hremmingum. Við erum ekki að halda því fram að skól- arnir hafi staðið sig illa í forvörnum eða skyndihjálp heldur viljum gera góða skóla betri,“ segir Gunnhildur. Frá námskeiðinu í Grundaskóla á Akranesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.