Fréttablaðið - 24.08.2005, Side 19

Fréttablaðið - 24.08.2005, Side 19
3MIÐVIKUDAGUR 24. ágúst 2005 Innritun stendur yfir á vef skólans www.ir.is (sjá fjarnám) Kennsla hefst fimmtu- daginn 1. sept. Nánari uppl‡singar á www.ir.is og í síma 522 6500. Fjarnám me› áherslu á starfstengt nám Byggingagreinar Efnisfræ›i, grunnteikning, framkvæmdir og vinnuvernd. Grunnnám rafi›na Rafmagnsfræ›i, efnisfræði og rafeindatækni. Rafvirkjabraut L‡singatækni, rafmagnsfræ›i, regluger›ir, raflagnateikning, st‡ringar. Rafeindavirkjun Allar greinar á 3. og 4. önn. Tækniteiknun Grunnteikning, húsateikning, innréttinga- teikning, raflagnateikning, vélateikning og AutoCad. Tölvubraut Forritun, gagnasafnsfræ›i, vefsí›ugerð, netst‡rikerfi. Uppl‡singa- og fjölmi›labraut Allar greinar í grunnnámi uppl‡singa- og fjölmi›labrautar. Meistaraskóli Allar stjórnunar- og rekstrargreinar. Traust menntun í framsæknum skóla IÐNSKÓLINN Í REYKJAVÍK Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri fer með verkefnisstjórn í einu þeirra verkefna sem hlutu styrk frá Evrópusambandinu. Stór styrkur frá Evrópusambandinu Ísland fær rúma milljón evra í verkefnastyrk frá Evrópu- sambandinu vegna Leonardo da Vinci-starfsmenntaáætlun- arinnar. Framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins samþykkti á dögun- um styrkupphæðir til þátttöku- landa Leonardo da Vinci-starfs- menntaáætlunarinnar fyrir árið 2005. Að þessu sinni fékk Ísland rúma milljón evra í sinn hlut, eða um áttatíu milljónir króna, sem er næsthæsta upphæð sem Ís- land hefur fengið úthlutað úr áætluninni frá upphafi. Styrkupphæðinni verður veitt til þriggja verkefna en alls bár- ust sjö umsóknir frá Íslandi. Verkefnin sem um ræðir eru til- raunaverkefni, þar sem samstarf þriggja eða fleiri Evrópuríkja á sér stað. Verkefnin miða að því að þróa nýjar aðferðir og leiðir til að stuðla að auknum gæðum og fjölbreytni í starfsmenntun og starfsþjálfun og auka færni og þekkingu starfsmanna. Verkefn- in sem hljóta styrk eru: *Building Bridges: Menntun kvenna í landbúnaði og stofnun tengsla- og þekkingarnets milli landsbyggðar og þéttbýlis, Land- búnaðarháskólinn á Hvanneyri. *The Value of Work: Þróun að- ferða við mat á raunfærni, Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. *Business Community Model: Þróun námsefnis í rafrænum við- skiptum fyrir starfsfólk fyrir- tækja, Verslunarmannafélag Reykjavíkur. Leonardo da Vinci-starfs- menntaáætlun ESB var hrundið af stað árið 1995 og hefur Ísland verið þátttakandi frá upphafi. Áætluninni er ætlað að ýta undir ný viðhorf í stefnumótun Evr- ópulanda og geta af sér nýjungar í starfsmenntun, jafnt fyrir atvinnulíf og menntakerfi. Næsti umsóknarfrestur um styrki úr áætluninni er 30. sept- ember næstkomandi. Nánari upplýsingarum áætlunina er að finna á heimasíðu Landsskrif- stofu Leonardós: www.leon- ardo.is. ■ Viljum gera góða skóla betri STARFSFÓLKI GRUNNSKÓLANNA Í LANDINU BÝÐST AÐ TAKA HEILS- DAGSNÁMSKEIÐ Í ALMENNRI SKYNDI- HJÁLP OG SÁLRÆNUM STUÐNINGI. „Við héldum fyrsta námskeiðið í Grundaskóla á Akranesi sem hefur verið í samstarfi við okkur um að koma þessu námsefni á koppinn,“ segir Gunnhildur Sveinsdóttir, verkefn- isstjóri hjá Rauða krossinum er stend- ur fyrir námskeiðinu. Hún segir það ætlað öllu starfsfólki innan grunnskól- anna og segir starfsfólk Rauða krossins tilbúið að fara með það um allt land og í alla skóla ef áhugi sé fyrir hendi. Hún bendir á að skólarnir séu mjög stórir vinnustaðir og börnin verji stór- um hluta síns dags þar. „Vissulega getur komið margt upp á í skólum og við hugum að forvörnum og því hvern- ig skólinn geti undirbúið sig sem best undir slys eða áföll og reynum að æfa viðbrögð við slíkum hremmingum. Við erum ekki að halda því fram að skól- arnir hafi staðið sig illa í forvörnum eða skyndihjálp heldur viljum gera góða skóla betri,“ segir Gunnhildur. Frá námskeiðinu í Grundaskóla á Akranesi.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.