Fréttablaðið - 24.08.2005, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 24.08.2005, Blaðsíða 21
Hjólreiðar Þeir sem ferðast um landið á þessum árstíma ættu að huga að því að hafa ljós á hjólinu. Farið er að dimma á kvöldin auk þess sem erfitt getur verið að sjá hjólreiða- mann í rigningu. Ekki er verra að klæðast fatnaði í sterkum litum og með endurskini.[ ] AFMÆLISHÁTÍÐ Í BÁSUM 30 ára afmæli Útivistar í Básum laugardaginn 27. ágúst 2005. Dagsferð frá BSÍ brottför kl. 8.30 laugardag. Helgarferð, brottför frá BSÍ kl. 20.00 föstudag. Kökuhlaðborð, varðeldur og sannkölluð Útivistargleði FRÍ TJALDSTÆÐI ALLA HELGINA Sportklettaklifur er nýleg íþróttagrein á Íslandi. Henni vex samt óðum fiskur um hrygg. „Fólk er farið að kunna að meta ýmiss konar útivistarsport meira en áður. Eitt af því er klettaklifur. Þeim fer stöðugt fjölgandi sem iðka það,“ segir Ívar Freyr Finn- bogason, sem kennir klifur á veg- um Íslenskra fjallaleiðsögumanna. Blaðamaður Fréttablaðsins hitti hann austur í Öræfum þar sem góð aðstaða er til þess að stunda þetta sport í gömlum sjávarhömrum. Þennan dag voru nokkrar fjöl- skyldur á svæðinu enda var þetta um helgi og veður gott. Kjóinn heyrðist væla skammt frá, ábúinn að vernda hreiður sitt en maríu- erlan flögraði um og tísti fjörlega. „Við setjum upp helgarnámskeið sem miðast við að fólk geti klifrað á svæðum þar sem múrboltar eru fyrir. Slíkt námskeið dugar ekki þeim sem ætla að klifra á svæðum þar sem menn þurfa að tryggja sig sjálfir.“ Ívar segir klettaklifur hættulitla íþrótt. „Auðvitað er hægt að gera mistök en þegar menn kunna orðið réttu handtökin þá er þetta mjög hættulítið sport.“ Hann segir misjafnt hvernig fólki gangi að læra þessi handtök og það fari mest eftir áhuga og ástundun. Klettaklifur er líka ódýrt, að sögn Ívars Freys. Grunnbúnaðurinn kostar kannski 15-20 þúsund kall á haus. Þetta eru skór, hjálmar, belti, lína, tvistar til að tengja línuna við bergið og svo tryggingartól. „Aðal- kostnaðurinn er í bensíni því það er nokkuð langt að keyra í Öræfin úr borginni. Það eru nokkur minni svæði nær, til dæmis í Eilífsdal í norðanverðri Esjunni. En góð klifursvæði eru ekki á hverju strái á Íslandi. gun@frettabladid.is Við hjá Flugufréttum á flugur.is eigum marga kunningja án þess að þekkja þá endilega í sjón. Þannig kom í ljós að ná- ungi sem stóð úti í Elliðavatni einn morguninn er tíður gestur á flugur.is og gaf sig fram við mig til að ræða málin, þótt hann væri að kasta fyrir sex laxa sem hann taldi sig hafa staðsett í vatninu! Kappinn hefur stundað vatnið lengi, en aldrei fengið neitt fyrr en í fyrra. „Þá fór ég loksins inn í einn fisk, skoðaði flugu og hnýtti samkvæmt því. Og er bú- inn að taka sex hundruð fiska í fyrrasumar og sumar!“ Hann sýndi einföldustu útgáfu af lirfu sem hægt er að ímynda sér: Svartur tvinni vafinn á öngulinn, látinn þykkna fram í eins konar vænghús svo framhlutinn verður bústinn, og hringvafinn grannur koparvír fram. Ekkert meir! Annar lunkinn veiðimaður Garðar Scheving veiddi í Norð- fjarðará fyrir skemmstu og sagði að fiskurinn væri óvenju vænn þetta sumarið. Hann fékk að vísu bara níu bleikjur í ferðinni en hefur, þegar best hefur látið, náð yfir 100 bleikj- um á ferðum sínum austur. Það gladdi hann mjög að hann náði þremur góðum bleikjum á þurrfluguna White Wing í einmitt sama hylnum og hann reyndi hana fyrst fyrir nokkrum árum. Veiðin hefur gengið mjög upp og niður í Hlíðarvatni í Selvogi síðustu vikurnar. Sumir eru heppnir – eða bara svona flinkir – og koma heim með 10-15 bleikjur eftir daginn, á meðan aðrir hreinlega núlla. Þá segja þeir sem til þekkja: Já, bleikjan í Hlíðarvatni er söm við sig – dyntóttari en allt sem dyntótt er! Og meira af silungi: Svartá í Bárðardal tók vel á móti tveim- ur félögum á dögunum. Tveggja daga ferð gaf rúmlega 20 fiska hver á bilinu 1-5 pund. Mikið tók Mobutu með appel- sínugulum frambúk, en svo tók ‘ann aðrar púpur líka, ekki síst „Pál Óskar“ en það eru allar púpur sem vafðar eru með latexi!!! Á sömu slóðum er Laxá í Mývatnssveit, þar var urriðasvæðið fínt í síðustu viku að sögn Hannesar Júlíusar sem var að koma að norðan: Fiskurinn tók jöfnum höndum straumflugur og alls konar púpur andstreymis. „Pæluvargur“ sagði Hannes um aðstæður, sem þýðir fyrir þá sem ekki þekkja til í Mývatnssveit að flugnagerið var svo þykkt að menn urðu að moka sig (pæla) í gegnum það! Fiskurinn er vel haldinn í þessari flugnaveislu, feitur, stór og sterkur! Heldur lítið hefur verið um að vera á bökkum Hofsár síð- ustu 4-5 daga og telja menn helst að þar sé veðurblíðunni um að kenna. Veiðin hefur verið mjög góð fram að þessu og voru um 1.190 laxar komnir í bókina í vikunni. Það er 150-200 löxum meira en á sama tíma í fyrra. Sömuleiðis er heildarveiðin í systuránni í Vopnafirði Selá orðin mjög góð. Við fréttum af félögum sem voru þar með fimm stangir í tvo og hálfan dag og fengu saman nær 100 laxa. Og svo gerast undur og stórmerki: Stjórn SVFR var í Norðurá og þá veiddist fyrsti hnúðlax sem vitað er um upp úr ánni! Þetta eru þekktir flökkufiskar, einkum á norðausturhorninu, en núna komnir á kortið í Borgarfirðinum! Veiðikveðja, Stefán Jón. Meiri veiðifréttir, heilræði, sögur og myndir í vikulegu fréttabréfi, Flugufréttum, sem sendar eru út frá flugur.is alla föstudaga til fjölda áskrifenda. VEIÐISUMARIÐ með Stefáni Jóni Hafstein VEIÐIFRÉTTIR Í SAMSTARFI VIÐ FLUGUR.IS Elliðavatnsgúrú! Hvaðan kom kerlingin í Kerlingarfjöllin? Örnefnin í bílinn ÞEKKING Á ÖRNEFNUM GEFUR LANDINU NÝJA VÍDD SEM OG AÐ VITA HVAÐAN ÞAU ERU KOMIN. Fátt er skemmtilegra en að ferðast um landið og slá um sig með bæj- arnafnaþekkingu. Hægt er að undirbúa sig vel og á aðgengilegan hátt með því að kynna sér kort áður en lagt er af stað. Einnig er gott að glugga í bæjatal Örnefna- stofnunar sem hægt er að finna á vefsvæðinu ornefni.is. Þar er leitað að bæjarnöfnum eftir sveitarfélög- um og sýslum og birtist það á al- gengu formi sem auðvelt er að prenta út og hafa með sér. Á vefnum ornefni.is er einnig að finna nokkuð ítarlega skýringu á ýmsum örnefnum undir tenglinum örnefni mánaðarins. Fyrir ágústmán- uð varð örnefnið Skjálg fyrir valinu, en Skjálg er meðal annars þekkt sem bæjarnafn í Kolbeinsstaða- hreppi og kemur einnig fyrir í á að minnsta kosti einum öðrum stað á landinu sem örnefni, það er í Eyja- firði. Umfjöllun um fjölda annarra örnefna er þar að finna og öruggt að hægt er að slá um sig með ör- nefni mánaðarins í vasanum. „Nú er bara að rétta úr sér. Það var lagið.“ Guðný er bæði ánægð og þreytt eftir að hafa sigrað hamarinn. Ívar Freyr og Þorvaldur Lúðvík Sigurjóns- son fylgjast vel með Guðnýju, leiðbeina henni og hvetja hana áfram. Guðný Guðmundsdóttir er óvön klettaklifri en ætlar samt að prófa. Eiginmaður henn- ar Hersir Sigurgeirsson sér um að festing- arnar séu í lagi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G U N . Heillandi sport í hömrunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.