Fréttablaðið - 24.08.2005, Side 27

Fréttablaðið - 24.08.2005, Side 27
Góð og örugg ávöxtun á lausafé fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og aðra fjárfesta. Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum Landsbankans. * Nafnávöxtun frá 01.07.2005–31.07.2005 á ársgrundvelli. Peningabréf eru fjárfestingarsjóður í skilningi laga nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Athygli fjárfesta er vakin á því að fjárfestingarsjóðir hafa rýmri fjárfestingarheimildir skv. lögunum heldur en verðbréfasjóðir. Um frekari upplýsingar um sjóðinn, m.a. hvað varðar muninn á verðbréfasjóðum og fjárfestingarsjóðum og fjárfestingarheimildir sjóðsins, vísast til útboðslýsingar og útdráttar úr útboðslýsingu sem nálgast má í afgreiðslum Landsbanka Íslands hf. auk upplýsinga á heimasíðu bankans www.li.is 410 4000 | landsbanki.is 8,5%* Peningabréf Landsbankans ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 91 39 0 8/ 20 05 Donald J. Trump Tollir í tískunni Úttekt Færeyingar færast nær Helgi Vilhjálmsson í Góu Atvinnuleysið keppinautur Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 24. ágúst 2005 – 21. tölublað – 1. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Hannes ekki yfirtökuskyldur | Yfirtökunefnd komst að þeirri niðurstöðu að Eignarhaldsfélagið Oddaflug væri ekki yfirtökuskylt í FL Group vegna þeirra breyt- inga sem urðu á eignarhaldi í félaginu 1. júlí. Félagið Oddaflug er í eigu Hannesar Smárasonar, stjórnarformanns FL Group. FL undir væntingum | Hagnaður FL Group var rúmir 1,9 milljarðar króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Þetta er besta afkoma í sögu félagsins á fyrri hluta árs. Hagnaðurinn er þó rúmum tvö hundruð milljónum króna lægri en meðaltalsspá bankanna gerði ráð fyrir. Og Kögun líka | Um 118 milljóna króna hagnaður varð af rekstri Kögunar á öðrum ársfjórðungi og 223 milljónir fyrir árið í heild. Uppgjörið er heldur undir vænt- ingum en sérfræðingar höfðu búist við að hagnaður félagsins yrði 140 milljónir á fyrstu sex mánuðum árs. Japönsk bréf í hámarki | Virði bréfa á japönskum hlutabréfa- mörkuðum hefur ekki verið meira í rúm fjögur ár. Nikkei-vísitalan stóð við lok viðskipta á mánudag í 12.452, 51 stigum og hækkaði um 1,3 prósent frá því um morguninn. Gott hjá Finnair | Hagnaður Finnair var um þrír milljarðar á fyrri árshelmingi. Burðarás er annar stærsti hluthafi í félaginu með 8,3 prósenta hlut og nemur markaðsvirði hans um fimm millj- örðum króna. Finnska ríkið er stærsti hluthafinn með 59 pró- sent. Fasteignaverð hækkar | Fast- eignaverð á höfuðborgarsvæðinu í júlí hækkaði um 3,4 prósent frá fyrri mánuði. Þetta var ellefti mánuðurinn í röð sem vísitalan hækkar, samkvæmt tölum frá Fasteignamati ríkisins. Yfirtakan á Somerfield: Hluthafar vilja hærra verð Hluthafar í Somerfield hafa skorað á stjórn félagsins að gefa ekkert eftir í viðræðum við þá tvo hópa fjárfesta sem vilja yfirtaka félagið og vilja fá 220 pens á hlut fyrir sinn snúð. Líklegt er að Apax, Barclays Capital og Tchenguiz-bræðrur, sá fjárfestahópur sem Baugur fylgdi á sínum tíma, muni ekki bjóða meira en 205 pens í hvern hlut, sem þýðir að Somerfield er um 1,1 milljarða punda virði. Í Financial Times hvetur Mark Webster, hjá State Street Global Advisors sem á um þriggja pró- senta hlut, stjórn Somerfield til að hætta frekar við yfirtökuviðræð- urnar en að selja félagið of lágt. Hann muni varla fallast á að selja ef boð undir 220 pensum berist. Hinn fjárfestahópurinn er Livingstone-bræður en sam- kvæmt heimildum hafa þeir ekki gefið upp sínar verðhugmyndir. Verði af yfirtökunni verður um stærstu fasteignafjármögnun í breskri sögu að ræða en fasteign- ir Somerfield eru metnar á 1,1-1,3 milljarða punda. - eþa Björgvin Guðmundsson skrifar Í júní síðastliðnum var 750 milljón króna skuld SkjásEins við Símann breytt í hlutafé, samkvæmt heimildum Markaðarins. Stjórn Símans tók þessa ákvörðun áður en Síminn var einkavæddur en fyrir réð fyrirtækið yfir tæpum 77 prósent af hlutafé SkjásEins. Nú er ljóst að Síminn ræður yfir nánast öllu hlutafé Íslenska sjónvarpsfélags- ins hf., sem rekur SkjáEinn. Í fyrra keypti Síminn allt hlutafé í Íslensku sjónvarpi ehf. fyrir 94 milljónir króna, en það félag átti um helming hlutafjár í Skjá- Einum. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs keypti Síminn í öðru félagi sem átti í SkjáEinum, Fjárfestingar- félaginu Bröttubrú, og í SkjáEinum sjálfum fyrir 89 milljónir króna. Þessi félög voru svo sameinuð SkjáEinum, sem er nú hluti af samstæðureikningi Símans. Síminn getur notað uppsafnað skattalegt tap SkjásEins að upphæð 1,7 milljarðar króna samkvæmt efnahagsreikningi í lok síðasta árs. Skuldir SkjásEins námu þá sam- tals 1,5 milljörðum króna. Þar af voru um 230 milljónir langtímaskuldir. Eigið fé var neikvætt um 290 milljónir króna. Heildarhlutafé var 642 milljónir króna. Samkvæmt fjárfestingaráætlun Símans fyrir árið í ár átti að ráðast í stóraukna fjárfestingu vegna sjónvarpsrekstrar. Uppfæra átti ADSL- dreifikerfið fyrir um milljarð króna til þess að flytja gagnvirkt sjónvarp. Samkvæmt heimildum Markaðarins hefði hvort eð er þurft að uppfæra það kerfi. Með því að bjóða upp á sjónvarpsefni í gegnum flutningskerfið, eins og Enska boltann, fengist meira út úr þeirri fjárfestingu. Viðskiptaáætlanir Símans sýna, þrátt fyrir erf- iða fjárhagsstöðu SkjásEins um síðustu áramót, að veltan vegna sjónvarpsreksturs verði 907 milljónir króna á þessu ári. Árið 2003 var velta SkjásEins 596 milljónir króna. Veltan á síðan að aukast ár frá ári og verða 1.300 milljónir árið 2007 og um tveir milljarðar árið 2009. Búið var að taka allar þessar ákvarðanir varðandi rekstur Skjá- sEins áður en Síminn var seldur, þegar hann var enn í eigu ríkisins. Heimildir Markaðarins herma að erfitt sé að vinda ofan af þessari þróun eftir einka- væðinguna. Forsvarsmenn núverandi eigenda hafi sagt opinberlega að ekki standi til að breyta þess- um áætlunum. F R É T T I R V I K U N N A R 6 10-11 16 Á næstunni verður undirritaður fríverslunarsamningur milli Fær- eyja og Íslands. Samningurinn mun ná yfir breiðara svið en aðrir viðskiptasamingar hafa náð til áður vegna þess að verslun með landbúnaðarafurðir verður einnig gefin frjáls. Íslendingar eru nú tæp 300 þúsund og stækkar því markaðurinn fyrir landbúnaðar- afurðir um tuttugu prósent og ættu aðilar í landbúnaði því að brosa breitt. Samningurinn verður undirrit- aður 31. ágúst af Davíð Oddssyni fyrir hönd Íslands en hann verður þá staddur í opinberri heimsókn í Færeyjum. Stjórnvöld á Íslandi og Færeyj- um vilja með fríverslunarsamn- ingnum auka efnahagstengsl milli landanna og samræma þróun í efnahagsmálum og ætla að þróa og auka samvinnu sín á milli á öðrum sviðum. Bæði Íslandi og Færeyjum er þó heimilt að viðhalda takmörkun- um á eignarhaldi erlendra aðila. Íslendingum er heimilt að viðhalda takmörkunum í geirum fiskveiða og fiskvinnslu og í Færeyingum í fiskveiðum og fiskeldi. - dh Útrásarvísitalan lækkar: Keops nýtt inn Útrásarvísitalan lækkar milli vikna um tæpt eitt prósent og er hún nú í 115,84 stigum. Krónan styrktist og þess vegna lækkar útrásarvísitalan en gengishækk- un félaganna vó þyngra en gengislækkun þeirra. Finnair hækkar mest, um rúm 20 prósent. Þar á eftir kemur Intrum Justitia sem hækkar um tíu prósent milli vikna. Keops, danskt fasteigna- félag, kemur nú nýtt inn í útrás- arvísitöluna og hækkar um tæp átta prósent. Markaðsvirði flestra félag- anna í íslenskum krónum lækk- ar þó milli vikna og lækkar BTC, búlgarski síminn, mest eða um tæp átta prósent. BTC hefur lækkað um þrjú prósent frá byrjun maí við upphaf útrásar- vísitölunnar. Sjá síðu 6 / - dh Síminn breytti skuld SkjásEins í hlutafé SkjárEinn átti ekki fyrir skuldum í byrjun árs. Stjórn Símans ákvað að breyta 750 milljóna króna skuld SkjásEins í hlutafé. Fríverslunarsamningur milli Íslands og Færeyja brátt í höfn Sala á landbúnaðarafurðum gefin frjáls en hömlur á eignarhaldi í sjávarútvegi. HÖFNIN Í ÞÓRSHÖFN Búast má við auknum viðskiptum milli Íslands og Fær- eyja. Blaðið og SkjárEinn eiga tæpan helming hvort í Pyrit fjölmiðlun ehf. sem rekur útvarpsstöðvarnar KissFM og X-FM. Síminn á því einnig hlutdeild í útvarps- rekstri í gegnum eignar- hald sitt á SkjáEinum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.