Fréttablaðið - 24.08.2005, Side 28

Fréttablaðið - 24.08.2005, Side 28
Björgvin Guðmundsson skrifar „Það hefur verið mikil umfram- eftirspurn eftir vinnuafli. Hing- að til hefur það verið bundið við ákveðnar greinar, eins og bygg- ingariðnaðinn, en nú er hægt að sjá svipaða þróun í þjónustu- og umönnunargreinunum,“ segir Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar. Þetta sé að hluta árstíðabundin sveifla þegar skólafólk fari af vinnumarkaðn- um. „En þetta er meira áberandi núna en hefur verið. Það ber því vitni að það er gífurleg þensla á vinnumarkaðnum.“ Ásgeir Jónsson, hagfræðingur hjá KB banka, segir launaskrið líklega farið af stað eins og oft tíðkist hér á landi þegar atvinnu- leysi er mjög lítið. Þetta hafi verið algeng þróun á árunum 1970 til 1988. Innflutt vinnuafl, sem megi sjá í fleiri störfum en byggingariðnaði, hafi haldið aftur af þessari þróun hingað til. Eins og Gissur nefnir vantar starfsfólk í fjölmörg þjónustu- störf og sjást þess merki í at- vinnuauglýsingum. Virðist litlu breyta þó víða megi sjá fjölda út- lendinga starfa í byggingariðn- aði, á veitingahúsum, við þrif, í ferðaþjónustu og fleiri greinum. Ein birtingarmynd aukinnar eftirspurnar eftir fólki er að laun hækka. Síðustu tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 6,6 prósent. Í launakönnun Verzlun- armannafélags Reykjavíkur í ár kemur í ljós að sjötíu prósent þátttakenda fá einhvers konar hlunnindi, sem eru hluti af laun- um, en í fyrra var hlutfallið 43 prósent. Snorri Kristjánsson hjá VR segir síma og bíl vera lang- algengustu hlunnindin. Húsasmiðjan brá á það ráð að auglýsa eftir starfsfólki úr eldri aldurshópunum. Guðrún Krist- insdóttir, starfsmannastjóri Húsasmiðjunnar, segir að það hafi gefist gríðarlega vel og um sextíu umsóknir borist. Það hafi komið á óvart að umsækjendur voru yngri en búist var við. Hug- myndin var meðal annars að ná til fólks sem var komið út af vinnumarkaðnum. Lárus Blöndal, deildarstjóri vinnumarkaðsdeildar Hagstof- unnar, segir atvinnuþátttöku í aldurshópnum 55 til 74 ára vera tæp 65 prósent. Þetta sé sá hópur sem helst sé hægt að sækja í til að fá á vinnumarkaðinn aftur. Hann bendir þó á að þetta hlutfall hér sé mun hærra en í löndum Evrópusambandsins. Þar hafi verið gerðar áætlanir um að ná þessu hlutfalli yfir fimmtíu pró- sent. Vika Frá áramótum Actavis Group 3% 7% Bakkavör Group 3% 66% Burðarás 1% 43% Flaga Group -3% -30% FL Group 5% 52% Grandi 1% 6% Íslandsbanki 5% 28% Jarðboranir 2% 3% Kaupþing Bank 1% 31% Kögun 0% 24% Landsbankinn 0% 74% Marel -1% 29% SÍF 0% -1% Straumur 2% 37% Össur 2% 14% *Miðað við gengi í Kauphöll á mánudag MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 2005 MARKAÐURINN2 F R É T T I R G E N G I S Þ R Ó U N „Gífurleg þensla á vinnumarkaðnum“ Víða vantar fólk til vinnu. Aukin eftirspurn eftir vinnuafli ýtir undir þenslu og launin hækka. 410 4000 | www.landsbanki.is B2B | Banki til bókhalds Betri þjónusta og upplýsingagjöf til viðskiptavina og lánardrottna Fyrirtækjabanki Horft verður meðal annars til reynslu Íslendinga þegar Danir leita svara við því hvernig danskt þjóðfélag geti komist í fremstu röð á alþjóðavettvangi. Á heima- síðu Samtaka atvinnulífsins segir að yfir eitt þúsund þátttakendur á a ð a l f u n d i S a m t a k a iðnaðarins í Dan- m ö r k u skoði ár- angur í efnahags- málum og viðskiptum Íslendinga. Horft verður sérstaklega á sveigjan- legan vinnumarkað hér á landi og hvernig tækifæri í alþjóðlegum viðskiptum hafi verið nýtt. Einnig verður horft til árangurs Írlands og Massachu- setts-ríkis í Bandaríkj- u n u m . Fundurinn er haldinn í lok sept- e m b e r næstkom- andi. - bg Gengi finnska flugfélagsins Finnair hefur hækkað um 35 pró- sent á þremur mánuðum en geng- ið hefur hækkað mest á undan- förnum dögum. Í síðustu viku skilaði félagið góðu uppgjöri og í kjölfarið hækkaði gengið mikið. Uppgjörið var yfir væntingum markaðsaðila og einnig yfir væntingum stjórnenda félagsins. Finnair gerir ráð fyrir því að eft- irspurn aukist á árinu sem og nýting flugvélanna. Fyrirtækið jók hlutafé sitt nýlega og var það skráð í byrjun vikunnar. Samkvæmt síðasta hluthafa- lista á Burðarás tæp átta prósent í félaginu. - dh „Við erum að fara í endurskipu- lagningu á yfirbyggingu félags- ins og verður hagrætt á flestum sviðum. Samsetningu flugflotans verður breytt og vélum fækkað. Þetta mun skila sér í einfaldari, markvissari og hagkvæmari flugrekstri,“ segir Hafþór Haf- steinsson, forstjóri flugflutn- ingasviðs Avion Group. Þetta sé mögulegt nú þegar sjö mánaða sameiningarferli Íslandsflugs og Air Atlanta Icelandic er lokið. Fjórum Boeing 737-300/400 leiguflugvélum verður skilað til eigenda fyrir árslok og aðrar þrjár vélar í eigu félagsins seldar fyrir haustið 2006. Í stað þeirra véla sem eru í flugi fyrir Excel Airways í Bretlandi, sem er í eigu Avion Group, koma nýjar Boeing 737-800-vélar. Þá verður eldri 747-200-farþegavélum skipt út á næstu níu mánuðum fyrir nýrri, sem þykja hagkvæmari í rekstri. Niðurstaðan verður um- fangsminni flugfloti. - bg Hagræða og minnka flugflotann Avion Group í endurskipulagningu til að gera reksturinn markvissari. Finnair hækkar flugið Búist við aukinni eftirspurn á árinu. Sífellt verður augljósara að tími er kominn til að heimila sölu á léttvíni og bjór í matvöruverslun- um og sérverslunum, að mati Samtaka verslunar og þjónustu. Samtökin segja ÁTVR vera löngu horfið frá því markmiði sem lögin setji henni til að sporna gegn misnotkun áfengis. Þá sé ljóst að ÁTVR standi ekki undir kröfum neytenda um úrval létt- víns sem í boði er líkt og þær verslanir sem eru í samkeppni myndu gera. Samtökin segja dæmi um að léttvín og bjór séu seld með öðr- um varningi yfir búðarborð á fjöl- förnum ferðamannastað á lands- byggðinni. Þetta þyki sjálfsagt og eðlilegt, enda hafi neysluvenjur landsmanna breyst á undanförn- um árum og meðferð slíkra drykkja sé ekki sama feimnismál og áður var. Í Fréttabréfi Samtaka verslunar og þjónustu segir að tímabært sé að taka skref- ið til fulls og leyfa neytendum að nálg- ast þessa drykkjar- vöru í matvöru- verslunum um leið og aðrir hlutar mál- tíðarinnar séu keypt- ir. - dh Útlán bankanna til er- lendra aðila hafa aukist mikið frá áramótum. Út- lán til erlendra aðila námu 352 milljörðum króna í reikningum inn- lánsstofnana í lok júlí samkvæmt tölum frá Seðlabankanum og höfðu þau þá aukist um 85 pró- sent frá áramótum, um 162 milljarða króna. Erlendum verk- efnum hefur fjölgað mjög hjá bönkunum á síðustu misserum og verða útlán til erlendra aðila stöðugt stærri hluti af útlánasafni þeirra. Í lok júlí voru útlán til erlendra aðila um tuttugu prósent af öllum útlánum innlánsstofnana en um síðustu ára- mót var hlutfallið fjórtán prósent. Í Morgunkornum greiningar- deildar Íslandsbanka kemur fram að erlend fjármálafyrirtæki sem íslensku bankarnir hafi nýverið keypt séu ekki með í þessum tölum, til dæmis hvorki FIH í Danmörku né BN bank í Noregi. - dh Samskip hafa opnað skrifstofu í Ho Chi Minh-borg í Víetnam. Þetta er fjórða skrifstofa félags- ins í Asíu en fyrir eru útibú í Pus- an í Suður-Kóreu og Quingdao og Dalian í Kína. Rekstur nýju skrifstofunnar mun heyra undir aðalskrifstofu Samskipa í Pusan en yfirmaður hennar er Yong-Jun Nam. Þrír starfsmenn verða á skrifstofunni í Ho Chi Minh-borg til að byrja með. Flutningur á frystum fiski er meginverkefni skrifstofa Sam- skipa í Asíu. Einar Þór Guðjóns- son, framkvæmdastjóri flutn- inga- og kæliflutningasviðs Sam- skipa, segir að miðstöð fisk- vinnslunnar í Víetnam sé í grennd við Ho Chi Minh-borg og því sé það rökrétt skref í áfram- haldandi uppbyggingu flutninga- nets Samskipa í Asíu að opna skifstofu þar. - jsk LAUNASKRIÐ Á VINNUMARKAÐI Nú vantar ekki bara fólk til starfa í byggingariðnaði heldur við ýmis þjónustu- og umönnunarstörf. Læra íslensku leiðina Áfengi selt yfir búðarborð BOEING-ÞOTA AIR ATLANTA Flugfloti Avion Group er nú í endurskoðun. Samskip opna í Víetnam Fjórða skrifstofa Samskipa í Asíu opnuð. GENGI FINNAIR HEFUR HÆKKAÐ MIKIÐ Burðarás á tæp átta prósent í félag- inu. ÚTLÁN TIL ERLENDRA AÐILA AUKAST Líklega eru erlendir ferðamenn ekki duglegir við að slá lán í íslensk- um bönkum. Erlend útlán aukast mikið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.