Fréttablaðið - 24.08.2005, Side 30
MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 2005 MARKAÐURINN4
F R É T T I R
Greiningardeild Íslandsbanka
hefur gert nýtt verðmat á SÍF og
mælir með kaupum í félaginu.
Ráðgjöfin er til skemmri tíma,
eða næstu þriggja til sex mánaða,
en til lengri tíma er mælt með
því að fjárfestar markaðsvegi
bréfin í vel dreifðum eignasöfn-
um sem taka mið af íslenska
markaðinum.
Gengi SÍF var um miðjan dag í
gær 4,85 krónur á hlut og var 4,8
krónur á hlut í síðustu viku,
þannig að verðmat Íslandsbanka
hefur ekki orðið til þess að
hækka gengi félagsins mikið.
Greiningardeild Íslandsbanka
telur að SÍF sé 399 milljóna evra
virði eða rúmlega 31 milljarðs
virði. Verðmatið jafngildir verð-
matsgenginu 5,3 sem er um tíu
prósentum hærra en gengi fé-
lagsins á markaði. Síðasta verð-
mat Íslandsbanka á SÍF var unn-
ið í janúar 2005 og fékkst þá út
verðmatsgengið 5,1. Síðan þá
hefur félagið þróast áfram og
meðal annars selt frá sér nokkrar
rekstrareiningar sem ekki tengj-
ast kjarnastarfsemi. - dh
Átta sinnum meiri vöxtur varð í veltu
dagvöruverslunar á Íslandi en að meðal-
tali í ESB-löndunum frá maí 2004 til maí
2005. Þetta kemur fram í Fréttapósti
Samtaka verslunar og þjónustu.
Vöxturinn hér á landi var þrettán pró-
sent á föstu verðlagi samanborið við 1,6
prósent í ESB-löndunum. Í Fréttapóstin-
um segir að þannig hafi Íslendingar auk-
ið neyslu í mat og drykk margfalt meira
en íbúar ESB-landanna á síðustu mánuðum. Velta í dagvöruverslun
hér á landi hafi verið 14,3 prósent meiri í júní síðastliðinn en í sama
mánuði árið 2004 og því talið líklegt að forskotið í neysluaukningu
Íslendinga samanborið við ESB-löndin haldi áfram að aukast. - dh
Björgvin Guðmundsson
skrifar
Sindraberg, sem hefur framleitt frosna sushi-rétti á
Ísafirði, er gjaldþrota. Skuldir fyrirtækisins eru
ríflega hundrað milljónir króna, að sögn Elíasar
Jónatanssonar framkvæmdastjóra. Á móti skuldun-
um komi svo eignir í formi birgða og fleira.
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins á tæp þrjátíu
prósent í Sindrabergi, Byggðastofnun 21 prósent og
Hvetjandi ehf., sem er að mestu í eigu Ísafjarðar-
bæjar, 26 prósent. Elías segir stærsta kröfuhafann
vera Byggðastofnun, sem seldi Sindrabergi hús-
næði undir framleiðsluna.
Elías segir Sindraberg hafa verið nýsköpunar-
fyrirtæki sem stofnað var árið 1999. Helsti markað-
ur fyrirtækisins var sala á sushi til veitingahúsa og
neytenda í Þýskalandi. Bretlandsmarkaður reynd-
ist erfiður og innanlandsmarkaður lítill. Reksturinn
snerist til betri vegar í fyrra en gengisþróun það
sem af er ári kom hart niður á rekstraráætlunum.
Samkeppnin ytra jókst, bæði frá Asíu og öðrum
Evrópulöndum, og ekki var svigrúm til að lækka
verð til að mæta henni.
„Við stóðum frammi fyrir því að geta ekki rekið
fyrirtækið áfram nema nýtt hlutafé kæmi til eða
meira lánsfé. Menn voru einfaldlega ekki tilbúnir
að leggja meira fé í fyrirtækið,“ segir Elías.
Um tuttugu manns unnu hjá fyrirtækinu í
fimmtán stöðugildum, að sögn framkvæmdastjór-
ans.
Sushi-framleiðslu
hætt á Ísafirði
Sindraberg er gjaldþrota. Nýsköpunarsjóður, Byggðastofn-
un og Ísafjarðarbær tapa framlögum sínum.
Laun hækkuðu um 0,4 prósent í júlí samkvæmt
tölum frá Hagstofu Íslands. Síðastliðna tólf
mánuði hefur launavísitalan hækkað um 6,6
prósent.
Samkvæmt greiningardeild Íslandsbanka
stafar hækkunin að stærstum hluta af samn-
ingsbundnum launahækkunum hjá hinu opin-
bera, lítið hafi verið um launaskrið á almennum
markaði.
Greiningardeildin telur einnig að launaskrið
geri vart við sig á næstu mánuðum og að verð-
bólguþrýstingur í hagkerfinu aukist af þeim
sökum. - jsk
CTT Systems, sem er skráð á
O-lista sænska kauphallarinnar,
hækkaði hvorki meira né minna
en um 160 prósent í gær eftir að
félagið landaði feitum samningi
við Boeing-verksmiðjunnar. Fyr-
irtækið hefur samið við flugvéla-
framleiðandann um að framleiða
afísunarbúnað fyrir nýja módelið
B787.
„Við tvöföldum veltuna frá og
með árinu 2007,“ segir Torbjörn
Johansson, forstjóri CTT
Systems.
Félagið hefur þrefaldast frá
áramótum. - eþa
SUSHI TIL ÞÝSKALANDS Sindraberg flutti mest af sinni fram-
leiðslu til veitingahúsa í Þýskalandi.
Fr
ét
ta
bl
að
ið
/G
VA
Neytendur mótmæla kvóta
Evrópusamtök neytenda mótmæla harðlega að kvóti hafi verið settur á
innflutning vefnaðarvara og segja það stríða gegn frjálsri verslun.
Evrópusamtök neytenda (BEUC)
hafa sent frá sér fréttatilkynn-
ingu og opið bréf til Peters Mand-
elson, framkvæmdastjóra við-
skiptamála hjá Evrópusamband-
inu, þar sem kvóta á vefnaðar-
vöru er harðlega mótmælt. Ís-
lensku neytendasamtökin eru
eitt aðildarfélaga BEUC.
Evrópusambandið hefur árum
saman reynt að takmarka inn-
flutning á vefnaðarvöru. Nú síð-
ast voru hömlur á innflutningi
frá Kína auknar með þeim rökum
að innflutningurinn truflaði eðli-
legan framgang markaðarins.
Í bréfinu er Mandelson hvatt-
ur til þess að falla frá kvóta á
vefnaðarvörur sem fluttar eru
inn til landa Evrópusambandsins.
Kvótarnir eru sagðir stríða gegn
hugmyndum um frjálsa verslun
auk þess sem hagsmunir neyt-
enda bíði skaða. - jsk
Veltuauking í dagvöru
áttföld á við ESB
ÍSLENDINGAR DUGLEGIR
AÐ VERSLA Neysla á mat og
drykk eykst mikið.
Mælt með kaupum í SÍF
Greiningardeild Íslandsbanka verðmetur félagið
tíu prósentum yfir markaðsvirði.
HÖFUÐSTÖÐVAR SÍF Fyrirtækið er rúm-
lega 30 milljarða virði að mati greiningar-
deildar Íslandsbanka.
200 prósenta dagshækkun
NordicPhotos, nor-
rænn myndabanki sem
er í meirihlutaeigu
Arnalds Johnson,
Hreins Ágústssonar,
Kjartans Dagbjarts-
sonar og Thors Ólafs-
sonar, hefur fest kaup
á sænska myndabank-
anum Tiafoto og verð-
ur rekstur hans sam-
einaður starfsemi Nor-
dicPhotos í Svíþjóð.
Kaupverð fékkst ekki
upp gefið.
NordicPhotos var
stofnað árið 2000 og er
einn stærsti ljós-
myndabanki á Norður-
löndunum með fimm
milljónir ljósmynda í
safni sínu frá yfir
fimm hundruð ljós-
myndurum. Fyrirtæk-
ið er með skrifstofur á
Íslandi og í Svíþjóð
auk þess að vera með
umboðsaðila víða um
heim.
Tiafoto er þriðji
myndabankinn sem
NordicPhotos kaupir í
Svíþjóð á tveimur
árum. - jsk
NordicPhotos
kaupir myndabanka
Laun fara hækkandi
KAUPMÁTTUR Laun hækkuðu um 0,4
prósent í júlí og hafa hækkað um 6,6 pró-
sent síðastliðna tólf mánuði.
ARNALDUR JOHNSON,
FRAMKVÆMDASTJÓRI
NORDICPHOTOS Nor-
dicPhotos hefur fest kaup á
sænska myndabankanum
Tiafoto.