Fréttablaðið - 24.08.2005, Qupperneq 33

Fréttablaðið - 24.08.2005, Qupperneq 33
                                 !!" #     "     $       %  &   ' 3 #%4   53  6, **7'''83 #%2  59%% # * ,&&7''83 #%4   # 50 # . &&7*''8:::    25. ágúst árið 1835 birtist í dag- blaðinu The New York Sun fyrsta greinin af sex um að líf hefði fundist á tunglinu. Grein- arnar voru sagðar skrifaðar af Sir John Herschel, sem var frægasti stjörnufræðingur þess tíma. Í blaðinu mátti lesa að fund- inn hefði verið upp stórkostleg- ur stjörnukíkir sem næði alla leið til tunglsins og að með kík- inum hefðu sést ýmsar furðu- verur; geitur, einhyrningar, skottlausir bjórar og síðast en ekki síst leðurblökumenn. Leðurblökumennirnir, eða Vespirtilio-homo upp á latínu, áttu að hafa byggt stórglæsileg hof og var tunglinu líkt við sól- strandaparadís með úthöfum, pálmatrjám og sandströndum. Ekki var satt orð að finna í greinunum, en talið er að höf- undur þeirra hafi í raun verið breski blaðamaðurinn Richard Adams Locke. Locke þessi vildi með skrifunum gera grín að stjörnufræðingum sem gefið höfðu út hverja „vísindalegu rannsóknina“ á fætur annarri um lífið í geimnum. Einn þessara vísindamanna, Thomas Dick, hafði meira að segja reiknað út að í alheiminum byggju 21.891.974.404.480 íbúar af öllum stærðum og gerðum, þar af rúmlega fjórir milljarðar á tunglinu. Einnig er líklegt að Locke hafi viljað auka vinsældir The New York Sun enda tókst honum það heldur betur; blaðið hrein- lega rauk út og var lengi upp frá því eitt mest selda dagblað New York-borgar. - jsk S Ö G U H O R N I Ð Líf á tunglinu! MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 2005 7 Ú T L Ö N D Kínverjar ákærðir í Singapúr Seðlabanki Singapúr hefur sektað kínverska olíufyrirtækið China Aviation Oil Holding (CAO), um rúmar þrjú hundruð milljónir íslenskra króna fyrir innherjasvik. CAO, sem er kínverskt ríkis- fyrirtæki og stærsti olíubirgir í Kína, rak fyrirtæki undir sama nafni í Singapúr sem varð gjald- þrota í fyrra eftir að hafa tapað um þrjátíu milljörðum króna á spákaupmennsku. Fimm yfirmenn Singapúr- hluta CAO eru nú fyrir rétti ákærðir fyrir að hafa selt hluta- bréf í fyrirtækinu á yfirverði að- eins mánuði áður en það fór í þrot. - jsk MARINA BAY Í SINGAPÚR Kínverska olíufyrirtækið CAO hefur verið sektað af yfirvöldum í Singapúr fyrir innherjasvik. TUNGLGANGA Samkvæmt Thomas Dick bjuggu um fjórir milljarðar furðuvera á tunglinu. Á þessari mynd má þó ekki sjá einhyrninga, rófulausa bjóra eða leður- blökumenn en í greinum The New York Sun stóð að ekki væri þverfótað fyrir slíkum skepnum á tunglinu. Fr ét ta bl að ið /N ei l A rm st ro ng Bandaríski auðkýfingurinn Donald Trump hefur sett á laggirnar fatalínu fyrir unga menn á uppleið. Fötin eru í efri-milliflokki verðs og þau má nálgast í betri stórversl- unum Bandaríkjanna. Ekkert er til sparað við framleiðslu Donald J. Trump Signature Collection, eins og fatamerkið heitir fullu nafni, og segir Trump á heimasíðu sinni að til þess að ná árangri verði menn að vera vel til fara: „Donald J. Trump-fötin eru stílhrein en um leið klassísk. Þau eru ofin úr silkiþráði og með gylltri áletrun er gefið til kynna að þar fari örugg- lega föt frá Trump.“ Jóhann Alfreð Kristinsson er ungur laganemi með ann- álað skynbragð á strauma tískunnar. Jóhann segir fötin frá Trump vera gæðavöru á góðu verði: „Ég var staddur í Bandaríkjunum á dögunum og spjallaði við starfsstúlku í Macy's-stórverslun. Hún sagði Trump-línuna hafa farið ágætlega af stað. Sjálfur er ég feikiánægður með mín föt og vona að íslenskir kaupmenn taki við sér og fari að flytja inn fötin frá Trump.“ Það er þó ekki ein- ungis hægt að fá jakka- föt frá Trump, heldur einnig ýmsa fylgihluti svo sem kaskeiti, bindisnælur og armbandsúr. - jsk Trump tollir í tískunni Donald Trump hefur sett fatalínu á laggirnar. Fötin eru í efri-milliflokki verðs og segir Trump þau stílhrein en um leið klassísk. JÓHANN ALFREÐ KRISTINSSON TÍSKUFRÖMUÐUR í fötum frá Donald J. Trump. Ekkert er til sparað við fram- leiðsluna og gefur nafn Trumps í gylltu letri til kynna að varan sé ósvikin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.