Fréttablaðið - 24.08.2005, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 24.08.2005, Qupperneq 34
MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 2005 MARKAÐURINN8 F R É T T A S K Ý R I N G Árferði á norrænum hlutabréfamörkuðum hefur verið einstaklega gott á þessu ári en allar hlutabréfavísitölurnar á Norðurlöndum hafa hækkað mikið það sem af er ári. Þær skiluðu betri ávöxtun en flestar hlutabréfa- vísitölur á Vesturlöndum á fyrri hluta ársins en það sama gerðist einnig á fyrri hluta árs 2004. Efnahagsaðstæður eru góðar, hagvöxtur er víðast hvar mikill og einkaneysla hefur vaxið á árinu. Félög í útrás hafa nýtt sér tæki- færið vel á Íslandi en það sama gildir einnig um Norðurlöndin, þar sem fyrirtæki sem líta á heiminn sem sitt starfssvæði hafa notið góðs af uppganginum. ÚRVALSVÍSITALAN Í FYRSTA SÆTI Frá áramótum hefur íslenska úrvalsvísital- an, sem mælir verðbreytingu fimmtán helstu félaga, hækkað um 35 prósent en KFX, danska hlutabréfavísitalan, og OBX, sú norska, fylgja í humátt eftir. Danska vísi- talan hefur hækkað um 32 prósent en sú norska um 28 prósent. Báðar hafa þær hækkað gríðarlega í sumar og mun meira en sú íslenska. OMX-vísitalan í Svíþjóð, sem tekur til 30 félaga, hefur hækkað um sautján prósent frá áramótum en HEX í Finnlandi, sem 25 félög mynda, hefur stigið upp um sextán prósent. NORÐMENN BROSA BREITT Síhækkandi olíuverð hefur virkað eins og vítamínsprauta á norska markaðinn. Félög sem byggja afkomu sína á olíuframleiðslu, olíuleit eða þjónustu tengdri olíuiðnaði eru á hraðri uppleið og draga önnur félög með sér. Besta dæmið er Statoil, sem er að 70 prósenta hluta í eigu norska ríkisins. Þetta langstærsta fyrirtæki Noregs hefur hækkað um sextíu af hundraði frá áramótum og er markaðsvirði þess um 3.310 milljarðar íslenskra króna. Hækkun á eignarhlut norska ríkisins í Statoil samsvarar nú þreföldu markaðsvirði KB banka! Annar orkurisi, Norsk Hydro, hefur einnig hækkað verulega í verði eða um 40 prósent, sem samsvarar 500 milljarða aukningu á markaðsverði. Norska ríkið á um 44 prósent í Hydro. Yara International, sem framleiðir meðal annars áburð og gas, er þriðjungi hærra að virði en það var um áramótin og hefur hækk- að um 90 milljarða að markaðsvirði. Stærsti eigandi þess er norski ríkissjóðurinn með um 36 prósenta hlut. Einnig hafa fyrirtæki í sjávarútvegi og fiskeldi, fjármálaþjónustu og hátækni átt góðu gengi að fagna. Fjord Seafood hefur hækkað um 45 prósent frá áramótum og Pan Fish, annað stórt fiskeldisfélag, um þrettán af hundraði. Aker Seafoods, sjávarútvegs- risinn sem Kjell Inge-Rökke fer fyrir, hefur hækkað um 38 prósent frá því að fyrirtækið var skráð í maí síðastliðnum. Opera Soft- ware, sem er í eigu Íslendingsins Jóns S. von Tetzchner, hefur hækkað um 80 prósent frá áramótum. DnB Nor, stærsti banki Noregs, hefur hækkað um þrettán prósent og er fjórða verð- mætasta félagið í norsku kauphöllinni. Það kemur ekki á óvart að norska ríkið er stærsti hluthafinn þar. BAUGUR OG BÓNUSBANKINN Aðeins fjórtán félög af 182 í dönsku kauphöll- inni hafa lækkað það sem af er ári en danski markaðurinn hefur hækkað hratt að undan- förnu. Á öðrum ársfjórðungi hækkaði sá danski næstmest á eftir HEX-vísitölunni í Finnlandi. Fasteignafélagið Keops, sem Baugur Group á um 30 prósenta hlut í, er það fyrir- tæki sem hækkað hefur mest á árinu, um tæp 280 prósent. Fast á hæla Keops kemur svo eignastýringarfyrirtækið Capinordic með um 250 prósenta hækkun. Bonusbanken er í þriðja sætinu með 170 prósent. Fyrirtæki af öllum toga hafa hækkað, þar á meðal fasteignafélög, útgáfu- og fjölmiðla- fyrirtæki, fataframleiðendur og ýmis hátæknifyrirtæki. Af stóru félögunum sem mynda KFX-víx- itöluna eru flutningafélagið DSV (+70%) og vindorkufyrirtækið Vestas Wind Systems (+66%) þau félag sem hafa hækkað mest á árinu. A.P. Möller - Maersk-veldið hefur hækkað um helming en hækkun olíuverðs kemur því til góða. Einnig fæst það meðal annars við sjóflutninga og rekstur stórmark- aða. Skammt á hæla þess kemur Jyske bank (+47%), sem hefur hækkað mest fjármála- stofnana í KFX-vísitölunni. STÓRU FÉLÖGIN HÆKKA ÁGÆTLEGA Svíar eiga fimm af tíu stærstu bönkum Norðurlandanna. Nordea, stærsti bankinn á Norðurlöndum, hefur hækkað um tíu prósent frá áramótum. Handelsbanken (SHB), sem er þriðji stærsti á Norðurlöndum, hækkaði að- eins um 1,5 prósent en mesta hækkunin liggur í Skandia, þar sem Burðarás er næststærstur með um 4,5 prósenta hlut. Skandia hefur frá áramótum hækkað um 26 prósent, sem rekja má til væntinga um yfirtöku á félaginu. Símaframleiðandinn Ericsson (+26%) skil- ar betri ávöxtun en bankarnir. Af öðrum stór- um fyrirtækjum má nefna miklar hækkanir á hlutabréfum í ABB (48%), sem framleiðir búnað fyrir orkuver, lyfjafyrirtækinu Astra- Zeneca (+45%), fjárfestingarsjóðnum In- vestor (+37%) og Volvo (+30%). Í Finnlandi ber það til tíðinda að fjármála- fyrirtækið Sampo hefur hækkað um 28 pró- sent frá áramótum og Nokia um sextán af hundraði. Stuð í Skandinavíu Það er glatt á hjalla á norrænum hlutabréfamörkuðum, sem hafa hækkað meira en flestir þeir mark- aðir sem við erum vön að bera okkur saman við. Danir, Íslendingar og Norðmenn hafa séð tveggja stafa ávöxtun á sínum mörkuðum og útlitið er enn gott að mati Eggerts Þórs Aðalsteinssonar. STATOIL MALAR GULL Norska olíufyrir- tækið Statoil hefur hækkað um 60 prósent frá áramótum. Hátt olíuverð kveikti í norska hlutabréfamarkaðnum snemmsumars og er lítið lát á hækkunum þarlendis. Markaðsvirði félaga í norrænum kauphöllum (í íslenskum krónum) og fjöldi þeirra * Markaðs- Fjöldi virði* skráðra félaga Danmörk 10.799 179 Finnland 14.208 139 Ísland 1.434 30 Noregur 11.994 205 Svíþjóð 25.913 269 * Tölur miðast við lok júlí 2005 ▲ Hækkun á hlutabréfum frá áramótum til 22. ágúst Danmörk - KFX +32% Finnland - HEX +16% Ísland - ICEX +35% Noregur - OBX +28% Svíþjóð - OMX +17% ▲
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.