Fréttablaðið - 24.08.2005, Page 35

Fréttablaðið - 24.08.2005, Page 35
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 2005 9 F R É T T A S K Ý R I N G SKJALASKÁPAR ÓLAFUR GÍSLASON & CO HF Sundaborg 3 • sími 568 4800 www.olafurgislason.is SKJALAPOKAR OG MILLIMÖPPUR -og allt á sínum stað! Samfara miklum hækkunum, skráningu nýrra fyrirtækja í kauphallirnar og hækkun hluta- fjár hjá einstökum félögum hefur heildarmarkaðsvirði allra hlutabréfa í norrænu kauphöll- unum fimm vaxið hratt. Heildarmarkaðsvirði hluta- félaga í Kauphöll Íslands hefur aukist um 48 prósent frá árs- byrjun, úr 970 milljörðum króna í 1.434 milljarða króna í lok júlí (sjá töflu). Heildarvirði danskra hlutabréfa var 10.799 milljarðar króna í lok tímabilsins og hafði hækkað um fimmtung frá árs- byrjun. Norsku hlutabréfin, sem voru verðminni en þau dönsku í upphafi árs, voru orðin verð- meiri og höfðu hækkað um 36 prósent. Finnsku bréfin hækk- uðu um 17,6 prósent og þau sænsku um ellefu prósent. Sænski markaðurinn er enn langverðmætastur – meira en tvöfalt meira virði en sá finnski – eða tæplega 26 þúsund millj- arða virði. Feiknakraftur er á norskum hlutabréfamarkaði þessa dag- ana. Á fyrstu sjö mánuðum árs- ins fengu 45 ný félög skráningu á norrænu markaðina og þar af fóru 24 þeirra inn á norska markaðinn. Aðeins sex félög voru afskráð á sama tíma en 30 á hinum Norðurlöndunum. Sex félög fóru af íslenska markaðin- um á tímabilinu; Austurbakki, Hraðfrystistöð Þórshafnar, Opin kerfi Group, Samherji, Tangi og Þormóður rammi. - eþa Gríðarleg eignamyndun Nýjum félögum fjölgar mest í Noregi en fækkar á Íslandi. MARKAÐSVIRÐI EYKST Umhverfið á norrænum hlutabréfamörkuðum er gott og hefur markaðsvirði félaga aukist talsvert. Nýtt hlutafé næstmest á Íslandi Yfir helmingur af nýju hlutafé sem var skráð í norrænu kaup- hallirnar í júlí var á Íslandi. Nýtt hlutafé fyrir 21 milljarð var skráð í Kauphöll Íslands í júlí en fyrir fimmtán milljarða í Svíþjóð, sem er nærri átján sinnum verð- mætari hlutabréfamarkaður en sá íslenski. Þetta er hærri upphæð en nemur samanlögðu nýju útgefnu hlutafé í Finnlandi á öllu árinu. Frá áramótum hefur nýtt hlutafé fyrir tæpa 250 milljarða króna verið gefið út á Norður- löndum. Útgáfa nýs hlutafjár var næstmest á Íslandi, eða 59 millj- arðar, sem er þrisvar sinnum hærri upphæð en í Finnlandi og tvisvar sinnum meira en í Sví- þjóð. Nær helmingur af nýju hluta- fé var gefið út í Noregi. - eþa Danmörk 36 Finnland 19 Ísland 59 Noregur 108 Svíþjóð 26 Heimild: Norex Statistics Ú T G Á F A N Ý S H L U T A - F J Á R Á Á R I N U 2 0 0 5 ( Í M I L L J Ö R Ð U M K R Ó N A )

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.