Fréttablaðið - 24.08.2005, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 24.08.2005, Blaðsíða 36
Mitt á milli Íslands og meginlands Evrópu eru eyjar sem Íslendingar virðast oft líta framhjá þegar kemur að fjárfestingarkost- um. Ein ástæða þess er að stór hluti fyrir- tækja er í eigu færeyska ríkisins. Viðskiptalíf Færeyja hefur sannarlega ekki þróast jafn- hratt og íslenskt viðskiptalíf á undanförnum árum. Færeyjar virðast oft gleymast þegar verið er að skoða erlend umsvif íslenskra fyrirtækja, kannski vegna þess að Íslending- ar líti svo stórt á sig að þeim finnist ekki taka því að minnast á Færeyjar. Eða kannski ligg- ur skýringin í því að flestir hafi komið auga á kauptækifæri þar en ekki viljað benda öðrum á þau. Fyrir dyrum stendur að einkavæða nokkur stærstu fyrirtæki Færeyja en stór hluti færeysks efnahagslífs er í eigu ríkisins, eða Landsstýrisins eins og það heitir í Fær- eyjum enn sem komið er. Fyrirtækin sem stendur til að einkavæða eru Föroya Tele, sem er eitt af tveimur símafyrirtækjunum í Færeyjum, Atlantic Airways, flugfélag Fær- eyinga, Föroya Banki sem er stærsti banki Færeyja og Lív, tryggingafélag í Færeyjum. LÍTILL VÖXTUR Færeyingar eru rúmlega 50 þúsund talsins og eru mikil sjávarútvegsþjóð. Nánast allur út- flutningur er tengdur sjávarútvegi, bæði fiskur og unnar fiskafurðir. Einnig eru sam- göngur, fjarskipti og bankar stór hluti af fær- eysku efnahagslífi. Sjávarútvegurinn er mikilvægur í augum Færeyinga og svipar þeim nokkuð til Íslendinga með hversu mikinn vörð þeir standa um atvinnuveginn. Mörg smá fyrirtæki einkenna sjávarútveginn í Færeyjum og fáar sameiningar hafa átt sér stað. Þó sameinuðust tvö stærstu sjávar- útvegsfyrirtækin á árinu. Færeyska fjármálakerfið samanstendur af einum banka, Föroya Banka, og nokkurs kon- ar sparisjóði, Föroya Sparikassa. Bankarnir fundu mjög fyrir kreppunni undir lok níunda áratugarins og var mikill taprekstur á þeim í kjölfarið. Sjóðir í eigu ríkisins komu þeim til bjargar og tveir stærstu bankarnir urðu í ríkiseigu vegna þess. Þeir sameinuðust svo í einn árið 1994 undir nafninu Föroya Banki. Sameiningin var af hinu góða en vöxtur bank- ans hefur verið hægur undanfarin ár. Hagvöxtur var mestur árið 2002, fimm prósent, en svo fór að ára verr og dróst land- framleiðsla saman árið 2003. Ef aðstæður í kjölfar einkavæðingar verða svipaðar og hér á landi má búast við uppgangi í kjölfar einkavæðingar. Peningamagn í um- ferð eykst, aukinn kraftur verður settur í fjárfestingar og viðskiptaumhverfið í Fær- eyjum verður mun alþjóðlegra. MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 2005 MARKAÐURINN10 Ú T T E K T Fyrir dyrum stendur að einkavæða nokkur helstu fyrirtæki Færeyja og má gera ráð fyrir því að ís- lenskir fjárfestar kanni hvað verður í boði. Efnahagslíf Færeyja hefur ekki verið upp á marga fiska síðustu ár en líklega verða breytingar á í kjölfar einkavæðingar. Íslensk fyrirtæki hafa nú þegar haslað sér völl í Færeyjum en Dögg Hjaltalín býst við meiri ítökum Íslendinga þar í framtíðinni. Færeyjar færast nær Ísland Færeyjar Íbúafjöldi í þúsundum 294 49 Þjóðarframleiðsla í milljónum 858.921 101.352 Atvinnuleysi 3% 4% Stærð í þúsundum ferkílómetra 103 1 Heildarafli í tonnum 1980 613 Útflutningur í milljónum 259.429 46.212 Innflutningur í milljónum 281.717 59.461 Útflutningur sem hlutfall af þjóðarframleiðslu 38% 46% Innflutningur sem hlutfall af þjóðarframleiðslu 40% 59% *Samkvæmt tölum frá Hagstovu Föroya fyrir 2003 S A M A N B U R Ð U R Á F Æ R E Y J U M O G Í S L A N D I Fr ét ta bl að ið /A FP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.