Fréttablaðið - 24.08.2005, Síða 36

Fréttablaðið - 24.08.2005, Síða 36
Mitt á milli Íslands og meginlands Evrópu eru eyjar sem Íslendingar virðast oft líta framhjá þegar kemur að fjárfestingarkost- um. Ein ástæða þess er að stór hluti fyrir- tækja er í eigu færeyska ríkisins. Viðskiptalíf Færeyja hefur sannarlega ekki þróast jafn- hratt og íslenskt viðskiptalíf á undanförnum árum. Færeyjar virðast oft gleymast þegar verið er að skoða erlend umsvif íslenskra fyrirtækja, kannski vegna þess að Íslending- ar líti svo stórt á sig að þeim finnist ekki taka því að minnast á Færeyjar. Eða kannski ligg- ur skýringin í því að flestir hafi komið auga á kauptækifæri þar en ekki viljað benda öðrum á þau. Fyrir dyrum stendur að einkavæða nokkur stærstu fyrirtæki Færeyja en stór hluti færeysks efnahagslífs er í eigu ríkisins, eða Landsstýrisins eins og það heitir í Fær- eyjum enn sem komið er. Fyrirtækin sem stendur til að einkavæða eru Föroya Tele, sem er eitt af tveimur símafyrirtækjunum í Færeyjum, Atlantic Airways, flugfélag Fær- eyinga, Föroya Banki sem er stærsti banki Færeyja og Lív, tryggingafélag í Færeyjum. LÍTILL VÖXTUR Færeyingar eru rúmlega 50 þúsund talsins og eru mikil sjávarútvegsþjóð. Nánast allur út- flutningur er tengdur sjávarútvegi, bæði fiskur og unnar fiskafurðir. Einnig eru sam- göngur, fjarskipti og bankar stór hluti af fær- eysku efnahagslífi. Sjávarútvegurinn er mikilvægur í augum Færeyinga og svipar þeim nokkuð til Íslendinga með hversu mikinn vörð þeir standa um atvinnuveginn. Mörg smá fyrirtæki einkenna sjávarútveginn í Færeyjum og fáar sameiningar hafa átt sér stað. Þó sameinuðust tvö stærstu sjávar- útvegsfyrirtækin á árinu. Færeyska fjármálakerfið samanstendur af einum banka, Föroya Banka, og nokkurs kon- ar sparisjóði, Föroya Sparikassa. Bankarnir fundu mjög fyrir kreppunni undir lok níunda áratugarins og var mikill taprekstur á þeim í kjölfarið. Sjóðir í eigu ríkisins komu þeim til bjargar og tveir stærstu bankarnir urðu í ríkiseigu vegna þess. Þeir sameinuðust svo í einn árið 1994 undir nafninu Föroya Banki. Sameiningin var af hinu góða en vöxtur bank- ans hefur verið hægur undanfarin ár. Hagvöxtur var mestur árið 2002, fimm prósent, en svo fór að ára verr og dróst land- framleiðsla saman árið 2003. Ef aðstæður í kjölfar einkavæðingar verða svipaðar og hér á landi má búast við uppgangi í kjölfar einkavæðingar. Peningamagn í um- ferð eykst, aukinn kraftur verður settur í fjárfestingar og viðskiptaumhverfið í Fær- eyjum verður mun alþjóðlegra. MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 2005 MARKAÐURINN10 Ú T T E K T Fyrir dyrum stendur að einkavæða nokkur helstu fyrirtæki Færeyja og má gera ráð fyrir því að ís- lenskir fjárfestar kanni hvað verður í boði. Efnahagslíf Færeyja hefur ekki verið upp á marga fiska síðustu ár en líklega verða breytingar á í kjölfar einkavæðingar. Íslensk fyrirtæki hafa nú þegar haslað sér völl í Færeyjum en Dögg Hjaltalín býst við meiri ítökum Íslendinga þar í framtíðinni. Færeyjar færast nær Ísland Færeyjar Íbúafjöldi í þúsundum 294 49 Þjóðarframleiðsla í milljónum 858.921 101.352 Atvinnuleysi 3% 4% Stærð í þúsundum ferkílómetra 103 1 Heildarafli í tonnum 1980 613 Útflutningur í milljónum 259.429 46.212 Innflutningur í milljónum 281.717 59.461 Útflutningur sem hlutfall af þjóðarframleiðslu 38% 46% Innflutningur sem hlutfall af þjóðarframleiðslu 40% 59% *Samkvæmt tölum frá Hagstovu Föroya fyrir 2003 S A M A N B U R Ð U R Á F Æ R E Y J U M O G Í S L A N D I Fr ét ta bl að ið /A FP

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.