Fréttablaðið - 24.08.2005, Qupperneq 37

Fréttablaðið - 24.08.2005, Qupperneq 37
Olíuleit hefur skapað atvinnu og miklar vonir eru bundnar við olíuvinnslu Færeyinga. Skýrasta dæmið um það er fyrsta færeyska félagið skráð á markað hér á landi, Atlantic Petroleum. Ekki er hægt að fjalla um færeyskt efna- hagslíf án þess að minnast á að Danir veita Færeyingum árlega 630 milljónir danskra króna, hátt í sjö milljarða íslenskra króna, í styrki. Danir ætla að greiða Færeyingum þessa upphæð fram til næsta árs en þá verð- ur hún líklega lækkuð. HAFA STIGIÐ FYRSTU SKREFIN Íslendingar hafa nú þegar komið sér ágætlega fyrir í Færeyjum og eiga þar hlut í ýmsum fyr- irtækjum. Einnig hafa íslensk fyrirtæki farið beint í samkeppni við færeysk fyrirtæki. Ís- lensk fyrirtæki hafa verið að kaupa færeysk fyrirtæki í einhverjum mæli upp á síðkastið. Dæmi um það eru nýleg kaup Og fjarskipta á 68 prósenta hlut í P/f Kall en fyrirtækið hefur náð ágætri markaðshlutdeild á færeyska fjar- skiptamarkaðinum. Samstarfið við Og Voda- fone gefur Kalli möguleika á því að taka nýj- ungar hraðar í notkun og verður um leið ákveðið forskot á samkeppnisaðilana. Eimskip sameinaðist Föroya Ship á síðasta ári og hefur einnig nýlega fest kaup á fær- eysku flutningafélagi. Eimskip stefnir að því að byggja upp alhliða flutningafélag í Fær- eyjum á borð við það sem hefur verið gert hér á landi. KB banki er með starfsemi í Færeyjum og hefur á skömmum tíma náð að hasla sér völl á sviðum sem færeysku bankarnir hafa sinnt lítið, verðbréfaviðskiptum og fjárfestingar- bankasviði. Baugur á 50 prósenta hlut í SMS, sem er stærsta matvörukeðja í Færeyjum með átta verslanir, þarf af sex Bónusverslanir og tvo stórmarkaði. SMS er í nánu innkaupasam- starfi við Aðföng, vöruhús Baugs-Íslands, og lögð hefur verið áhersla á sölu íslenskrar matvöru í verslunum Bónuss í Færeyjum. Samherji hefur einnig komið sér fyrir í Færeyjum en félagið á hluti í sjávarútvegs- fyrirtækjum þar, bæði í útgerðum frystiskipa og uppsjávarveiðiskipa. EINKAVÆÐING FRAM UNDAN Færeyska stjórnin hefur tilkynnt að fyrir dyrum standi að einkavæða fjögur fyrirtæki, Atlantic Airways, Föroya Banka, Lív og Föroya Tele. Líkt og hefur átt sér stað hér á landi í kringum einkavæðingu eru ýmis atriði sem þarf að huga að áður en fyrirtækin eru seld. Þeirri spurningu hefur verið upp hve mikinn hlut erlendir fjárfestar eigi að geta keypt. Stjórnendur fyrirtækja hafa ekki endi- lega sömu sýn og stjórnmálamenn. Raddir á borð við að ekki eigi að einkavæða Atlantic Airways því þá versni þjónustan hafa verið á lofti sem og hræðsla við hagræðingu í rekstri. Fjármálaráðherra Færeyja hélt erindi fyrr á árinu í London þar sem hann kynnti færeyskt efnahagslíf fyrir þarlendum fjár- festum. Við komuna heim til Færeyja sagðist hann ekki efast um að gott verð fáist fyrir fyrirtækin sem verði einkavædd. Hann sagði mikinn áhuga vera á færeyskum fyrirtækj- um hjá breskum fjárfestum. Föroya Tele má líkja við Símann að ein- hverju leyti en tekjur Föroya Tele og hagnað- ur á síðasta ári nam einum sjöunda af tekjum og hagnaði Símans. Föroya Tele hefur verið að sjá tekjur sínar minnka og hefur Kall, samkeppnisaðili Föroya Tele, náð yfir tuttugu prósenta markaðshlutdeild á fjarskiptamark- aði. Grunnnetið verður áfram í höndum ríkis- ins ólíkt því sem var ákveðið hér á landi fyrir sölu Símans. Það sem ýtir undir væntingar um að Ís- lendingar verði áhrifamiklir í Færeyjum á komandi árum er lítill áhugi erlendra fjár- festa á íslenskum fyrirtækjum. Áhuginn er þó að aukast en gera má ráð fyrir að enn minni áhugi sé hjá þeim á Færeyjum, að undanskildum Dönum, en þeir hafa til þessa ekki verið mikið að koma sér fyrir í Færeyj- um. Markaðurinn þar er mjög lítill og eins er erfitt að nálgast upplýsingar ef viðkomandi skilur ekki færeysku. SKRÁÐ HÉR Á LANDI Færeyski Virðisbrævnamarknaðurinn og Kauphöllin eru í samstarfi um skráningu skuldabréfa og hlutabréfa hér á landi. Þrír flokkar færeyskra skuldabréfa eru skráðir hér á landi og eitt hlutafélag. Skuldabréfin sem skráð eru í Kauphöllinni eru gefin út af landstjórn Færeyja í dönskum krónum. Virði þeirra er tæpir 20 milljarðar og velta með bréfin í fyrra nam tæpum fjórum milljörðum. Þegar færeysk fyrirtæki verða einkavædd og skráð á hlutabréfa- markað verða þau skráð hér á landi. Íslenskir fjárfestar eru því líklegri til þess að hafa áhuga á hlutum í færeyskum félögum. Ástæða þess að íslenska Kaup- höllin varð fyrir valinu en ekki sú færeyska er sú að aðstæður hér á landi til skráningar voru fýsilegri þegar Færeyingar skoðuðu málin. Fjárfestar hér á landi þekkja til starfsemi stærstu félaganna í Fær- eyjum. Einnig ef haft er í huga að fyrirtækin eru að stórum hluta í eigu færeyska ríkisins svo ekki er vanþörf á meira fjármagni til frek- ari vaxtar. Því er búið að leggja traustan grunn að viðskiptum með færeysk verðbréf þegar að skrán- ingu fleiri félaga verður. Í kjölfar skráningar á færeysk- um verðbréfum í Kauphöllina varð Föroya Sparikassi aðili að Kauphöll- inni sem þýðir að Föroya Sparikassi geti átt viðskipti þar. SÆKJA VATNIÐ YFIR LÆKINN Hægt er að segja að íslenskir fjár- festa leiti langt yfir skammt en vissulega eru tækifærin takmörkuð þar sem Færeyjar eru lítill markað- ur. Á móti kemur að lítill vöxtur hefur verið undanfarin ár þannig að miklir vaxtarmöguleikar ættu að vera til staðar. Einnig ætti það að vera auðvelt fyrir íslensk fyrirtæki að nota svipaðar aðferðir og hafa dugað hér á landi til þess að hasla sér völl í Færeyjum. Menningin og tungumálið ættu í það minnsta ekki að standa í vegi fyrir frekari fjárfestingum Íslendinga í Færeyj- um. Íslendingar eiga það líka sameiginlegt með Færeyingum að hafa lotið stjórn Dana. Íslendingar hafa fjárfest til þess að stuðla að frekari vexti annars staðar og sama má segja um fjárfestingar í Færeyjum. Um þess- ar mundir hafa flestir fjárfestar fjárhagslega burði til þess að ýta undir vöxt fyrirtækj- anna, að minnsta kosti á færeyska vísu. Lík- lega verða áhugasamir kaupendur frá Íslandi boðnir velkomnir til að koma að rekstri fyrir- tækja í Færeyjum með reynslu frá svipaðri en aðeins stærri þjóð. MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 2005 11 Ú T T E K T Færeyska olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum var skráð í Kauphöllina um miðjan júní. Félagið var þar með fyrsta færeyska félagið sem fer á hlutabréfamarkað. Atlantic Petroleum stundar olíuleit í færeysku efnahagslögsögunni og í Norðursjó. Lengi hafði staðið til hjá forsvarsmönnum Atlantic Petroleum að koma hingað til lands og stóð upp- haflega til að félagið yrði skráð um síðustu áramót. Wilhelm Petersen, framkvæmda- stjóri Atlantic Petroleum, sagði af því tilefni ástæðu skráningar félagsins á íslenska markaðinn vera þá að hug- myndir um uppbyggingu hlutabréfa- markaðar í Færeyjum tókust ekki. Þar sem stjórnendur AP hefðu haft mikinn áhuga á að komast á hlutabréfamarkað hefðu þeir valið Ísland. Markaðsverðmæti félagsins er nú tæpir 2,4 milljarðar króna. Ekki var gefið út nýtt hlutafé í tengslum við skráninguna. KB banki hefur umsjón með skrán- ingu félagsins í samvinnu við færeyska aðila. Eigendur Atlantic Petroleum eru 3.000, mestmegnis einstaklingar og félög í Færeyjum. Atlantic Petroleum Markaðsvirði fyrirtækisins er rúmir tveir milljarðar króna og hluthafar þess eru um þrjú þúsund talsins. Líkt og hefur átt sér stað hér á landi í kringum einkavæðingu eru ýmis atriði sem þarf að huga að áður en fyrirtækin eru seld. Þeirri spurningu hefur verið velt upp er hve mikinn hlut erlendir fjárfestar eigi að geta keypt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.