Fréttablaðið - 24.08.2005, Qupperneq 38
MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 2005 MARKAÐURINN12
H É Ð A N O G Þ A Ð A N
Ásgeir Friðgeirsson hefur undanfarin misseri
unnið sem ráðgjafi í almannatengslum fyrir
ýmis fyrirtæki. Mest áberandi hafa verið
fyrirtæki Björgólfsfeðga og Magnúsar Þor-
steinssonar sem saman áttu Samson, sem
keypti kjölfestuhlut ríkisins í Landsbankan-
um. Ásgeir átti þess kost við brotthvarf Guð-
mundar Árna Stefánssonar að setjast á þing.
Eftir nokkra umhugsun ákvað hann að halda
áfram að vinna að ráðgjöf á sístækkandi leik-
velli viðskiptavina sinna.
B5 er tiltölulega nýr staður og matseðillinn
lofar góðu. Ásgeir fær sér þorsk og ég
lambaskanka. „Við erum þjóðlegir í valinu,“
segir Ásgeir. Þorskurinn og lambið héldu þjóð-
inni á floti í harðbýlu landi og voru um langt
skeið helsta lífsbjörg þjóðarinnar. Nú eru aðrir
tímar.
Ásgeir hefur verið ráðgjafi Björgólfsfeðga
frá því á seinni hluta söluferlis Landsbankans.
„Ég hafði fengist við almannatengslaráðgjöf
áður á síðasta áratug. Ég var sannfærður um
að framtíð fjölmiðlunar lægi á internetinu og
var í biðstöðu meðan ég reyndi að fá menn að
slíkum verkefnum, þá tók ég að mér ráðgjöf.“
Síðan tók netið við en Ásgeir var ritstjóri
strik.is. Eins og oft er með nýja hluti var bjart-
sýnin of mikil um allan heim og skrefin stigin
helst til snemma. Strik mátti þola sömu örlög
og margar góðar hugmyndir. Netbólan sprakk
og dagar margra slíkra fyrirtækja voru taldir.
„Ég var aðeins farinn að sinna ráðgjöf undir
lok tímabilsins, þegar Björgólfur Guðmunds-
son setti sig í samband við mig.“
KYNNTIST BJÖRGÓLFI Í KIRKJUNNI
Ásgeir var í námi í Bretlandi og á sama tíma
var Björgólfur búsettur þar. „Ég tók þátt í
starfi Íslendingafélagsins, var formaður þess
um tíma og söng í kirkjukór. Þau hjón voru
kirkjurækin þá eins og nú. Þá kynntist ég þeim
hjónum. Svo lágu leiðir okkar saman þegar
hann var að sinna íþróttafélagi vestur í bæ
sem ég vil helst ekki nefna á nafn, en þá var ég
formaður Breiðabliks.“
Ásgeir segist alltaf hafa starfað sjálfstætt
og verkefnin hafi verið slitrótt til að byrja
með. Ekki leið þó á löngu eftir að Samson hafði
eignast kjölfestuhlut í Landsbankanum áður
en hjólin fóru að snúast og það hratt. Um-
fangsmestu eignatilfærslur íslenskrar við-
skiptasögu voru fram undan. „Það er ákveðin
þungamiðja í þessum verkefnum. Það er aug-
ljóst að árið 2003 var þungamiðjan hér heima.
Miklar breytingar á Landsbankanum, fjárfest-
ing í SH og síðar í Eimskip og umbreyting á
því félagi. Fyrst með sölu Brims, síðan skipa-
félaginu og nú síðast sameining við Lands-
bankann og Straum Burðarás. Þetta hefur í
raun verið eitt samfellt ferðalag. Ég held að
menn muni sjá það þegar fram í sækir að
markmiðið hefur ekki verið að byggja upp
fyrirtæki sem gína yfir öllu á Íslandi, eins og
einhverjir hafa viljað í láta í veðri vaka.“
Ásgeir segir að yfir sama
tímabil hafi þungamiðjan
hjá Burðarási og Björgólfi
Thor verið á leiðinni út.
„Það sést best á því að á
síðustu tveimur árum hefur
verið fjárfest í fjórum símafélögum í
jafnmörgum löndum og svo fjárfestingar
Burðaráss á Norðurlöndum. Burðarás er
orðinn þekkt félag á þeim mörkuðum.“
HRINGURINN SEX TIL SJÖ ÁR
Ásgeir segir að samhliða því að sinna vel
samskiptum við hluthafa og almenning á Ís-
landi til þess að tryggja að ekki væri á ferð
misskilningur um markmiðin hafi þurft að
byggja upp tengslanet erlendis. „Það sýndu
margir áhuga á að misskilja
hvað vakti fyrir mönnum.“
Verkefnin hafa vaxið og
Ásgeir ver sífellt meira af
tíma sínum við erlend verk-
efni viðskiptavinanna. „Ég
ákvað að byggja ekki upp
fyrirtæki í kringum þetta,
heldur vera sjálfstæður
ráðgjafi. Það var markviss
ákvörðun, því ég sá það
fyrir mér að ég myndi
sennilega enda sem sölu-
maður á vinnu annarra.“
Verkefni Ásgeirs fyrir
feðgana og Magnús Þor-
steinsson voru ekki orðin
svo mikil þegar Ásgeir fór í
prófkjör Samfylkingarinn-
ar og náði góðri kosningu
og varaþingmannssæti. „Ég
var á tímamótum, búinn að
vera á kafi í internetinu í
sex til sjö ár. Mér sýnist það
reyndar vera hringurinn
hjá mér. Ég var svipaðan
tíma í Bretlandi, líka sex til
sjö ár á Iceland Review og
svo á netinu.“
Ásgeir er því ekki hálfn-
aður með hringinn í suðu-
potti alþjóðavæðingar
viðskiptanna. „Það var
augljós hætta á hagsmuna-
árekstri við það að setjast á þing, sem
varð til þess að mér fannst ekki koma til
greina að sinna því sem ég er að gera sam-
hliða því að vera á þingi eins og hefur verið
venjan ef menn eru til dæmis í útgerð eða
bændur,“ segir Ásgeir og brosir. „Það þykir
allt í lagi,“ bætir hann við.
BLAIR OG BLIKARNIR
Þótt áhuginn á þjóðmálum sé mikill toguðu
verkefnin meira í hann.
„Þetta áhugaverða viðfangs-
efni sem ég er að fara að
takast á við er að byggja upp
það sem við skulum kalla
tengslanet í útlöndum. Al-
þjóðlegt fyrirbæri sem vinn-
ur í þeim löndum sem Íslend-
ingar hafa verið að fjárfesta
og sérhæfir sig í fjármála- og
fjarskiptafyrirtækjum.“
Þetta eru þeir geirar sem
Björgólfur Thor hefur lagt
mesta áherslu á. Ásgeir segir
að þetta gefi síðan tækifæri
til að vinna fyrir erlend fyrir-
tæki í sömu greinum sem hafi
áhuga á að afla nýrra við-
skiptatengsla í Íslandi. „Það
er einmitt það sem þessi
mikla umfjöllun um Ísland
hefur leitt af sér, að við erum
miklu meira inni á radarnum
hjá erlendum fjárfestum en
þjóðir miklu stærri en við.“
Áhugi Ásgeirs á þjóðmál-
um og félagsmálum hefur
alltaf verið mikill, auk þess
sem hann skilgreinir sig sem fjölmiðlafíkil.
„Áhuginn á pólitík er enn mikill. Mér finnst
ég samt meira á heimavelli sem ráðgjafi en
sem stjórnmálamaður.“ Hann fylgist mikið
með breskum stjórnmálum. „Samfélagið
hefur gjörbreyst frá því ég var þarna í námi,
þá setti atvinnuleysið mikinn svip á sam-
félagið. Ég segi ekki að breytingin sé Tony
Blair að þakka, hann naut ýmissa verka Mar-
grétar Thatcher eins og núverandi ríkisstjórn
hefur notið framsýni Jóns Baldvins og
kratanna.“
Annar heimavöllur er heimavöllur Breiða-
bliks. „Þar er ég hitti ég gamla félaga og finn
fyrir rótunum í Kópavogi,“ segir Ásgeir, sem
mun fylgjast með sínum mönnum í efstu
deild að ári.
Hádegisverður
fyrir tvo á B5
Steiktur þorskur
með risotto og aspas
Hægeldaður lambaskanki
með kartöflumús
Drykkir
Vatn
Kaffi
Alls 3.450 krónur
▲
H Á D E G I S V E R Ð U R I N N
Með Ásgeiri
Friðgeirssyni
almannatengslaráðgjafa
Niður með Noreg -
upp með markaðinn
Um áramótin spáði Aurasálin því
að úrvalsvísitalan myndi halda
áfram að falla og fara niður
fyrir þrjú þúsund stig fyrir
haustið. Aurasálin losaði sig því
við þau fáu hlutabréf sem hún
átti, sérstaklega í Landsbankan-
um, Bakkavör og FL Group, og
setti allt sitt beint inn á banka-
bók. Þessi þrjú félög höfðu
hækkað svo mikið í fyrra að
þessu hlaut að linna. Aurasálin
ákvað að geyma peningana á
tékkareikningi til þess að hægt
yrði að losa þá út með skömmum
fyrirvara ef ómótstæðileg tæki-
færi sköpuðust á markaðinum.
Nú hefur komið í ljós að þetta var
ekki heppileg ráðstöfun. Lands-
bankinn hefur hækkað um 77
prósent, Bakkavör um 70 pró-
sent og FL Group um 66 prósent.
Ákvörðun Aurasálarinnar um
áramótin var því, svona eftir á
að hyggja, ekki alveg eins góð
og Aurasálin átti von á. Til þess
að bæta gráu ofan á svart fór
Aurasálin með fjölskyldu sína í
sumarfrí til Noregs í júní og júlí.
Fríið var mjög gott og það fór
vel um fjölskyldu Aurasálarinn-
ar í hlýlegum fjallakofanum með
saunaklefanum og innisundlaug-
inni þessa tvo mánuði. Ekki
skemmdi heldur fyrir að það var
stutt í stórborgina þar sem hægt
var að finna verulega fína og
flotta veitingastaði ef vel var
leitað.
Aurasálin er vön því að gæta vel
að því að útgjöld heimilisins séu
innan skynsamlegra marka en
þegar maður er í sumarfríi hætt-
ir manni til að gleyma sér. Ekki
hjálpaði það til að allir sem sáu
Aurasálina á leigða Hummern-
um héldu umsvifalaust að þar
færi iðjuhöldur af voldugustu
gerð. Aurasálin gat því ekki látið
sjá sig og fjölskyldu sína nema á
allra fínustu stöðunum og þótt
Aurasálin sé langt frá því að
vera nánös var henni farið að
blöskra þegar hún áttaði sig á
því að kvöldmaturinn kostaði
oftast á bilinu sjötíu til áttatíu
þúsund.
Nú líður að mánaðamótum og enn
hefur verðbréfamarkaðurinn
ekki hrunið. Aurasálin er reynd-
ar sannfærð um að það hljóti að
koma að því en í stað þess að
bíða í ofvæni vonar Aurasálin að
hrunið láti aðeins standa á sér.
Þetta var nefnilega dýrt sumar
fyrir Aurasálina og fríið í Nor-
egi mun gera henni erfiðara en
ella fyrir með að stökkva inn á
hlutabréfamarkaðinn í nánustu
framtíð. VISA-reikningarnir
munu éta upp tékkareikninginn
og gott betur en það!
Aurasálin vill því koma því áleið-
is til forstjóra Kauphallarinnar
að hann haldi verðinu á íslenska
markaðinum háu næstu átta til
tíu mánuðina á meðan Aurasálin
vinnur af sér yfidráttinn. Eftir
það væri gott ef verð á bréfum
færi lækkandi. Þá ætlar Aura-
sálin svo sannarlega að vera til-
búin og græða á tá og fingri!
A U R A S Á L I N
Ásgeir Friðgeirsson
Starf: Almannatengslaráðgjafi
Fæðingardagur 25. október 1958
Börn: David Kalendaric-Babic f. 1984
ÁSGEIR FRIÐGEIRSSON „Ég ákvað að byggja ekki upp fyrirtæki í kringum þetta, heldur vera sjálfstæður ráðgjafi. Það var
markviss ákvörðun, því ég sá það fyrir mér að ég myndi sennilega enda sem sölumaður á vinnu annarra.“
„Ég tók þátt í starfi Íslendingafélagsins, var formaður þess um tíma og
söng í kirkjukór. Þau hjón voru kirkjurækin þá eins og nú. Þá kynntist
ég þeim hjónum. Svo lágu leiðir okkar saman þegar hann var að sinna
íþróttafélagi vestur í bæ sem ég vil helst ekki nefna á nafn, en þá var
ég formaður Breiðabliks.“
Þingið vék fyrir alþjóðavæðingunni
Ásgeir Friðgeirsson hyggst einbeita sér að uppbyggingu tengslanets og ráðgjafar erlendis fyrir fjár-
mála- og fjarskiptafyrirtæki. Hann er ráðgjafi Björgólfsfeðga og Magnúsar Þorsteinssonar og fyrir-
tækja þeirra. Hafliði Helgason snæddi með Ásgeiri og ræddi við hann um verkefnin og valið milli
þings og verkefna fyrir íslenska fjárfesta.
Fr
ét
ta
bl
að
ið
/E
.Ó
l.