Fréttablaðið - 24.08.2005, Qupperneq 39

Fréttablaðið - 24.08.2005, Qupperneq 39
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 2005 13 NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI Hafðu samband við fyrirtækjaráðgjöf Og Vodafone í síma 599 9500 eða sendu tölvupóst á 5999500@ogvodafone.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 2 89 38 07 /2 00 5 Er einhver í þínu fyrirtæki sem heldur að skást sé best? Sautján slösuðust og fjórir voru fluttir á sjúkrahús þegar óeirðir brutust út við útsölu á notuðum Apple iBook-fartölvum í Hen- rico-sýslu í Virginíuríki í Banda- ríkjunum. Útsalan var á vegum yfir- valda í Henrico-sýslu en nýlega var ákveðið að skipta út öllum Apple-tölvum í opinberum bygg- ingum sýslunnar fyrir spánnýjar tölvur frá Dell. Þúsund fartölvur voru í boði og kostaði stykkið að- eins rúmar fjögur þúsund ís- lenskar krónur. Talið er að tólf þúsund manns hafi bitist um fartölvurnar þús- und. Þegar forsvarsmenn útsöl- unnar komu á vettvang var um kílómetra löng röð fyrir utan sölustaðinn og var sú ákvörðun tekin að hefja söluna tveimur klukkustundum fyrr en áður hafði verið ákveðið. Mikill troðningur varð þegar fólkinu var loks hleypt inn; slags- mál brutust út og stólum var kastað auk þess sem einn far- tölvuunnandi taldi skynsamlegt að keyra bíl sínum inn í þvöguna. Enginn var handtekinn. „Ég skil ekki þennan mikla áhuga á tölvunum. Þetta er úrelt drasl,“ sagði Paul Proto yfir- maður tölvumála hjá Henrico- sýslu. - jsk Óeirðir á tölvuútsölu Tólf þúsund manns bitust um þúsund notaðar Apple iBook-fartölvur. Einn kaupandinn keyrði bíl sínum inn í þvöguna. APPLE IBOOK-TÖLVA Allt ætlaði um koll að keyra á útsölu á notuðum Apple iBook-tölvum í Bandaríkjunum á dögunum. Sautján slösuðust og fjórir voru fluttir á sjúkrahús. Teymi vísindamanna við Háskól- ann í Tókýó hafa þróað efni með hita- og rafleiðslum sem gerir vélmennum kleift að skynja snertingu og hitabreytingar, rétt eins og mannfólkið gerir. Um er að ræða skinn sem má vefja utan um fingur og aðra lík- amshluta vélmenna. Þetta er í fyrsta skipti sem þróað er skinn sem getur skynjað hitabreyting- ar. Vísindamennirnir segja að uppgötvunin muni auðvelda vélmennum að komast af í mannheimum og að brátt muni vélmenni skynja hluti sem mannfólkið skynjar ekki: „Brátt verður hægt að búa til skinn sem getur skynjað ljós, raka og hljóð,“ segir í grein sem birtist í tímaritinu Proceedings of the National Academy of Sciences. - jsk Rannsóknir vísindamanna hafa leitt í ljós að neðansjávareyjan Spartel, þar sem margir telja að hin goð- sagnakennda borg Atlantis hafi staðið, varð fyrir risaflóðbylgju fyr- ir um tólf þúsund árum. Franski líf- fræðingurinn Jaques Collina-Gir- ard uppgötvaði eyjuna árið 2001. Forn-gríski heimspekingurinn Platón fjallaði um Atlantis í bókum sínum, sem skrifað- ar voru fyrir um tvö þús- und árum. Platón sagði Atlantis hafa lagst í eyði „á einum degi og einni nóttu“, og síðan horfið í sæinn. Samkvæmt Platón dundu ósköpin einmitt yfir borgina fyrir um tólf þúsund árum. Spartel-eyja liggur um sextíu metrum undir yfirborði sjávar, í Gíbraltarsundi sem liggur milli syðsta odda Evrópu og nyrsta hluta Afríku. Vísindamennirnir fundu hins vegar engin merki um mannaferðir á eyjunni, engar rústir voru sjáanlegar auk þess sem eyjan var mun smærri en áður hafði verið talið. Þetta þykir mæla því í mót að einhvern tíma hafi þrifist siðmenning á Spartel. -jsk Vélmenni með skinn Þróað hefur verið efni sem gerir vélmennum kleift að skynja snertingu og hitabreytingar. GRÍSKI HEIMSPEKINGURINN PLATÓN Platón skrifaði um hina miklu borg Atlantis sem lagðist í rúst í miklum náttúruhamförum. Vísindamenn telja hugsanlegt að borgin hafi staðið á neðansjáv- areyjunni Spartel. Atlantis fundin? Risaflóðbylgja reið yfir neðansjávareyjuna Spartel fyrir tólf þúsund árum. Engin merki siðmenning- ar hafa þó fundist á eyjunni.Sádar daðra með Bluetooth Trúarbragðalögreglan í Sádi-Arabíu er ráðalaus gagnvart tækninýjungum. Lögbrjótar nýta sér í síauknum mæli Bluetooth-farsímatækni. Bluetooth-tæknin gerir yfirvöldum í Sádi-Arabíu lífið leitt þessa dagana. Bluetooth gerir far- símanotendum kleift að senda skilaboð í síma í níu metra radíus án þess að notast við hið hefðbundna farsímakerfi. Af þessu hefur trúarbragðalögreglan í landinu miklar áhyggjur en ógiftum kon- um er bannað að hafa samskipti við karla sem ekki tilheyra fjölskyldum þeirra, samkvæmt lögum í landinu. Um leið og fólk tengist Bluetooth-kerf- inu kemur upp listi með nöfnum annarra notenda á svæðinu; nöfnin sem upp koma eru þó nánast órekjanleg enda notast flestir við dulnefni. Undanfarið hefur færst í auk- ana að ungir Sádi-Arabar mæli sér mót í verslunar- miðstöðvum og daðri símleiðis. Stjórnvöld í landinu hafa reynt allt til að koma í veg fyrir ólögleg samskipti kynjanna; myndavélasímar voru til að mynda bannaðir tímabundið. Bannið var hins vegar fljótlega afturkallað þar sem myndavélar eru staðal- búnaður í flestum nýjum símum. Abdullah Muhammad er einn þeirra sem nota Bluetooth-tæknina til samskipta við hitt kynið: „Ég nota Bluetooth til að hitta stelpur. Trúarbragðalöggan á ekki séns í mig.“ - jsk FARSÍMI MEÐ BLUETOOTH Ungir Sádi-Arabar nota nú Bluetooth-síma í auknum mæli til að kynnast jafnöldrum sínum af hinu kyninu. Bluetooth-skilaboð eru órekjanleg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.