Fréttablaðið - 24.08.2005, Side 40

Fréttablaðið - 24.08.2005, Side 40
Reglur um rétt foreldra til töku fæðingarorlofs geta verið með ýmsum hætti. Síðustu daga og vikur hefur mikið verið rætt og ritað um þessi réttindi. Lítið hefur hins vegar heyrst um það hvert er markmið laga um fæð- ingar- og foreldraorlof. Í lögun- um segir að markmiðið laganna sé tvíþætt, þ.e. að „tryggja barni samvistir bæði við föður og móð- ur“ og jafnframt „að gera bæði konum og körlum kleift að sam- ræma fjölskyldu- og atvinnulíf“. Skýrara getur þetta vart verið, grundvallarmarkmiðið er réttur barns til samvista við foreldra og annað markmið snertir jafnrétti kynjanna. INNTAK RÉTTINDA Lítum á helstu þætti þessara rétt- inda. Sem kunnugt er eiga nýbak- aðar mæður á vinnumarkaði rétt á þriggja mánaða orlofi, feður á vinnumarkaði eiga sömuleiðis rétt á þriggja mánaða orlofi og sameiginlega eiga þau rétt á öðr- um þremur mánuðum. Samtals eru þetta níu mánuðir og eru rétt- indin óframseljanleg. Réttindin eru með öllu óháð því hvaða starfi móðir eða faðir gegnir og eins hver mánaðarlaun eru, svo fremi sem öðrum skilyrðum er fullnægt. Tilkynna skal vinnuveitanda um töku fyrirhugaðs orlofs. Eftir að tilkynning hefur verið send og á meðan á orlofi stendur njóta foreldrar ákveðinnar verndar. Þannig eru uppsagnir vinnuveit- anda óheimilar nema gildar ástæður séu fyrir hendi og skal þá rökstyðja uppsögn skriflega. Það sama gildir um þungaðar konur og konur sem nýlega hafa átt börn. Skal starfsmaður eiga rétt á að hverfa aftur til starfa að orlofi loknu eða fá sambærilegt starf hjá vinnuveitanda. Laun- þegi getur sagt starfi sínu lausu á þessu tímabili samkvæmt al- mennum reglum um uppsagnir af hálfu launþega. Eins er laun- þega heimilt að semja við vinnu- veitanda um starfslok fyrir eða eftir barnsfæðingu. Greiðslur til foreldra sem hafa verið sex mánuði á vinnu- markaði nema 80% af launum síðastliðinna tveggja ára en þó aldrei meira en kr. 480.000 á mánuði. Sömu reglur gilda um greiðslur til kvenna og karla. MIKILVÆGT FYRIR MÆÐUR, FEÐUR OG BÖRN Það hefur verið sagt að lögin frá 2000 um fæðingar- og foreldra- orlof hafi verið stærsta skref til þess að tryggja jafnrétti kynj- anna frá því konur fengu kosn- ingarétt hér á landi. Margt er án efa til í þessu. Sjálfstæður og óframseljanlegur réttur feðra til töku fæðingarorlofs leiðir til þess að staða kynjanna á vinnu- markaði verður jafnari. Spurn- ingar sem sagt er að vinnuveit- endum spyrji í atvinnuviðtölum um hugsanlegar barneignir koma væntanlega bæði upp í atvinnu- viðtölum kvenna og karla í dag. Fram hjá því verður hins vegar ekki horft að umræða lið- inna daga og vikna kom til vegna væntanlegs fæðingarorlofs karls. Ekki hafa áður heyrst sjón- armið áþekk sjónarmið um ætlað fæðingarorlof konu. Má því velta upp þeirri spurningu hvort í raun sé ekki litið svo á í atvinnulífinu að rétturinn sé bæði feðra og mæðra. Lagatextinn er engu síð- ur ótvíræður, réttindi kvenna og karla eru sambærileg. ÓÞÆGINDI FYRIR ATVINNU- REKANDA Það er ljóst að fæðingarorlof starfsmanns kemur sér oftar en ekki illa fyrir atvinnurekanda og hefur aukinn kostnað í för með sér. Þetta hefur hins vegar alltaf átt við um orlof mæðra og mun áfram gilda um orlof beggja for- eldra. Löggjafinn hefur ákveðið hvernig þessum réttinum skuli háttað í ljósi markmiðanna og þar með lagt óbeinar álögur á atvinnulífið. Hugsanlegt er að tvíþættu markmiði laganna yrði eins náð með öðrum hætti. Mætti til dæmis hugsa sér að réttur foreldra væri framseljanlegur, til dæmis til ná- kominna sem þá mundu hugsa um barnið og fá orlofsgreiðslur? Með því væri réttur barnsins til sam- vista við báða foreldra hins vegar ekki tryggður. Velflestir karlar nýta sér þann rétt að taka fæðingarorlof. Það þykir almennt ekki tiltökumál í dag þótt karl fari í orlof til að sinna ungu barni. Þó eru alltaf einstaklingar sem gera það ekki, s.s. karlar með nokkuð há laun. Svo virðist sem eitthvað sé um það að karlar er vinna í bönkum og fjármálafyrirtækjum taki lítið eða ekkert orlof. Getur verið að umhverfi þeirra gefi þeim þau skilaboð að það sé ekki við hæfi að fara í slíkt orlof? Slæmt er ef svo er. Mikilvægt er að minna feður, mæður og atvinnurekend- ur á meginmarkmið laganna, það er rétt barns til samvista við bæði föður og móður. Vonandi nýta sem allra flestir feður sér þennan rétt, einnig með það í huga að tryggja jafnrétti kynj- anna sem vart verður náð nema bæði karlar og konur taki fullan þátt í að stefna að því markmiði. MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 2005 MARKAÐURINN14 S K O Ð U N Mikið reynir á hagstjórnina á næstunni: Hætta á harðri lendingu Hafliði Helgason Fáum dylst að þensla og góðæri einkenna íslenskt þjóðfélag þessa dagana. Hitamælar efnahagslífsins nálgast suðumark hver af öðrum. Lengi hafa menn búist við því að vinnumarkaðurinn færi að sýna af sér þenslumerkin. Það dróst á langinn, einkum vegna innflutts vinnuafls, bæði við stórframkvæmdir á Kárahnjúkum og í bygging- ariðnaði á höfuðborgarsvæðinu. Nú hrannast upp merki þess að reyni á þanþol vinnumarkaðar- ins. Erfiðlega gengur að manna leikskóla og frístundaheimili í skól- um. Húsasmiðjan auglýsti eftir eldra fólki til starfa. Nú er það svo að þrátt fyrir að í hópi þeirra sem komnir yfir miðjan aldur sé mikið af úrvals starfsfólki á fólk komið yfir miðjan aldur oft erfitt uppdráttar þegar þrengir að á vinnumarkaði. Verðbólga án húsnæðis er lág hér á landi, en fasteignamarkaður- inn er enn á uppleið, þótt flestir búist við því að hann fari að hægja á sér. Það er því vel kynt undir kötlum efnahagslífsins þessa dagana. Viðskiptahallinn slær fyrri met og krónan virðist ekkert vera á þeim buxunum að gefa eftir. Stjórnvöld standa því frammi fyrir krefjandi verkefnum í hagstjórninni. Ríkisstjórnin hefur boðað lækkun skatta og á meginþungi lækkananna að koma fram árið 2007. Þá var ráð fyrir því gert að hápunkti framkvæmda væri náð. Nú eru hins vegar merki um að þenslan haldi áfram með frekari stækkunum álvera og framkvæmdum við orkuöflun fyrir þau. Fylgismenn skattalækkana nú hafa haldið á lofti þeim rökum að þrátt fyrir að skólabókarhagfræði mæli með skattalækkunum á samdráttarskeiði sé raunin sú að þá lækki stjórnmálamenn aldrei skatta við þær kringumstæður. Eina leiðin sé því að lækka skatta í góð- æri, þótt það valdi frekari þenslu og auki hættuna á harðri lendingu hag- kerfisins þegar saman dregur á ný. Hverrar skoðunar sem menn eru verða stjórnvöld á hverjum tíma að meta slík- ar ákvarðanir út frá heildarhagsmun- um efnahagskerfisins. Full rök eru fyrir því að breyta tímasetningum skattalækkana eftir horfunum í efnahagslífinu. Önnur rök fyrir skattalækkunum eru að einstaklingar séu síst líklegri til að fara illa með fjármuni en ríkið í góðærinu. Það er vissulega rétt að stjórnmálamenn eiga erfitt með að neita sér um að deila út fé skattborgaranna þegar vel árar. Hins vegar bendir hækkandi yfirdráttur heimila til þess að auknar ráðstöfunartekjur hafi ekki verið nýttar til þess að lækka skuldir heimila, heldur aukið mönnum bjartsýni, sem aftur hefur leitt til meiri skuldsetn- ingar. Mikil skuldsetning er meðal þess sem getur gert lendingu hagkerfisins eftir góðærið harkalegri en ella með þeim harmleik sem gjaldþrot einstaklinga eru. Þensla á vinnumarkaði og launaskrið ógna stöðugleika efnahags- lífsins. Ruðningsáhrif góðærisins koma fram og verst borguðu störfin gjalda fyrir. Það leiðir svo auðvitað hugann að því hvaða störf eru viðkvæmust fyrir ruðningsáhrifunum. Það hlýtur að vera umhugsunarefni að fyrstu einkenni þenslu á vinnumarkaði verði til þess að þeir sem eru hæfir til að sinna uppeldi barnanna okkar leiti annarra starfa. ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Hafliði Helgason RITSTJÓRN: Björgvin Guðmundsson, Dögg Hjaltalín, Eggert Þór Aðalsteinsson, Jón Skaftason AUGLÝSINGASTJÓRI: Jónína Pálsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@markadurinn.is og auglysingar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeypis með Fréttablaðinu á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Markaðurinn áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Ekki sama íþrótt The Financial Times | Francisco Guerrera segir í The Financial Times að samanburður milli Indlands og Kína sé eins og að spyrja hverjir myndu vinna ef bandaríska körfuboltaliðið Los Angeles Lakers og enska knattspyrnuliðið Manchester United leiddu saman hesta sína. Vissulega hafi bæði löndin, rétt eins og liðin, notið vel- gengni undanfarin ár. Hins vegar séu Indland og Kína svo ólík að samanburð- ur myndi ekki leiða til neinnar niðurstöðu. Þetta segir hann að hafi sýnt sig þegar ríkisstjórn Ind- lands ákvað að fresta einkavæðingu á þrettán ríkis- fyrirtækjum. Kínverjar haldi sínu einkavæðingar- ferli hins vegar ótrauðir áfram: nú síðast hafi Royal Bank of Scotland keypt tíu prósenta hlut í Bank of China. Guerrero varar við því að ályktanir verði dregnar af þessu; stjórnarfar, menning og saga landanna sé einfaldlega svo ólík að mismun- andi aðferðir kunni að leiða til svipaðrar niður- stöðu. Arfleifð Greenspans The Observer | Í The Observer veltir Heather Stewart fyrir sér arfleifð Alans Greenspan, seðla- bankastjóra Bandaríkjanna, sem lætur af störfum um næstu áramót. Stewart segir Greenspan fyrir löngu hafa áunnið sér traust sem maður sem kann að bregðast við krísum. Hann hafi brugðist skjótt og örugglega við hinum svokallaða „svarta mánudegi“ árið 1987 þegar Dow Jones-vísitalan féll um rúm tuttugu prósent á einum degi. Eins hafi farið með netbóluna, Greenspan lækkaði í kjölfarið stýri- vexti úr sex og hálfu prósenti í eitt prósent á tæp- um tveimur árum og þannig náð að halda skaðan- um í lágmarki. Stewart segir Greenspan njóti svo mikillar aðdáunar á Wall Street að fjármálamógúl- ar þekki hann undir nafninu „maestro“, eða meist- arinn. Greenspan er þó ekki gallalaus og telur Stewart að hann megi helst gagnrýna fyrir að sjá ekki fyrir efnahagskrísur fyrr en þær hafi skollið á: „Fari svo að húsnæðisbólan springi í valdatíð Greenspans verður það blettur á annars á frábær- um ferli,“ segir Stewart. U M V Í Ð A V E R Ö L D Fylgismenn skatta- lækkana nú hafa haldið á lofti þeim rökum að þrátt fyrir að skólabókarhag- fræði mæli með skattalækkunum á samdráttarskeiði sé raunin sú að þá lækki stjórnmála- menn aldrei skatta við þær kringum- stæður. bjorgvin@markadurinn.is l dogg@markadurinn.is l eggert@markadurinn.is haflidi@markadurinn.is l jsk@markaðurinn.is Helga Melkorka Ólafsdóttir hdl. og meðeig- andi LOGOS lög- mannsþjónustu O R Ð Í B E L G Sögurnar... tölurnar... fólkið... Af hverju fæðingarorlof karla? Mætti til dæmis hugsa sér að réttur foreldra væri framseljanlegur, til dæmis til nákominna sem þá mundu hugsa um barnið og fá orlofsgreiðslur? Með því væri réttur barnsins til samvista við báða for- eldra hins vegar ekki tryggður.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.