Fréttablaðið - 24.08.2005, Blaðsíða 41
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 2005 15
S K O Ð U N
Vísitala neysluverðs í september
hækkar um 0,9 prósent ef spá
greiningardeildar KB banka
gengur eftir. Spáin gerir ráð
fyrir að 12 mánaða verðbólgan
verði 4,2 prósent og fer verðbólg-
an því aftur upp fyrir efri þol-
mörk peningamálastefnunnar, en
síðast var verðbólgan fyrir ofan
þolmörkin í apríl síðastliðnum. Í
maí tóku gildi breytingar á út-
reikningi fasteignaliðarins í vísi-
tölu neysluverðs sem leiddi til
verulegrar lækkunar á verðbólg-
unni en verðbólgan er nú rúm-
lega 0,8 prósent lægri af þeim
sökum. Rætur verðbólgunnar er
nær eingöngu að reka til hækk-
unar á fasteignaverði en vísitala
neysluverðs án húsnæðis hefur
aðeins hækkað um 0,1 prósent á
síðastliðnum 12 mánuðum. Sam-
kvæmt samræmdri vísitölu
neysluverð er verðbólga á evr-
ópska efnahagssvæðinu lægst á
Íslandi, en eigið húsnæði er ekki
inni í vísitölu húsnæðis.
Í Hálffimm fréttum KB banka
segir að samkvæmt útreikning-
um Fasteignamats ríkisins hafi
fasteignaverð haldið áfram að
hækka í mánuðinum og fast-
eignaverð verði eftir sem áður
helsti drifkraftur verðbólgunnar
í september. Samkvæmt útreikn-
ingum greiningardeildar KB
banka mun hækkun fasteigna-
verðs leiða til um 0,25 prósenta
hækkunar á vísitölu neysluverðs.
Í Hálffimm fréttum KB banka
segir að venju muni útsölulok
hafa mikil áhrif á vísitöluna í
næstu mælingu en gert sé ráð
fyrir því að útsölulok munu hafa
um 0,4 til 0,45 prósenta áhrif á
vísitöluna til hækkunnar. Elds-
neytisverð hafi hækkað mikið í
mánuðinum og hafi verðið á 95
oktana bensíni hækkað um 2,7
krónur og verð á dísilolíu hafi
hækkað um 3,2 krónur. Hækkan-
ir á eldsneytisverði muni því
leiða til um 0,1 prósenta hækkun-
ar á vísitölu neysluverðs.
Í Morgunkornum greiningar-
deildar Íslandsbanka segir að
mikil hækkun íbúðaverðs valdi
því að afar hagstætt sé að byggja
íbúðir um þessar mundir og
hvetji það til aukins framboðs á
markaðinum. Íbúðaverð á höfuð-
borgarsvæðinu hafi hækkað um
tæp 40 prósent í júlí miðað við
sama tíma í fyrra samkvæmt
vísitölu íbúðaverðs hjá Fast-
eignamati ríkisins. Bygginga-
kostnaður hafi hins vegar aukist
um aðeins 3,7 prósent á sama
tímabili samkvæmt bygginga-
vísitölu Hagstofunnar. „Hagur
byggingaraðila hefur því
vænkast umtalsvert á stuttum
tíma og leiðir til vaxandi fram-
boðs á markaðinum,“ segir í
Morgunkornum.
Fasteignaverð áfram helsti drifkraftur verðbólgunnar
Færeyskur banki
S P Á K A U P M A Ð U R I N N
Þ J Ó Ð A R B Ú S K A P U R I N N
Í Morgunkornum greiningardeildar Íslandsbanka
segir að mikil hækkun íbúðaverðs valdi því að afar
hagstætt sé að byggja íbúðir um þessar mundir og
hvetji það til aukins framboðs á markaðinum.
Ég er að hugsa um að stofna
eignarhaldsfélag í Færeyjum.
Allir stóru fjárfestarnir hér á
landi horfa til Bretlands og
Norðurlandanna og nenna ekk-
ert að hugsa um möguleikana í
Færeyjum. Þar er núna einstakt
tækifæri fyrir okkur sem vitum
allt um hvað gerðist á Íslandi
síðustu árina að fara í tíma-
ferðalag. Færeyjar 2005 eru Ís-
land 1995 eða jafnvel enn fyrr.
Ég veit að Færeyingarnir eru
stressaðir yfir því að útlending-
ar komi og kaupi allt í Færeyjum
þegar þeir byrja að einkavæða.
Þess vegna er sennilega skyn-
samlegt að reyna að finna Fær-
eying sem hefur náð árangri er-
lendis og getur komið til baka
forframaður og auðugur. Nær-
tækast er náttúrlega að setja sig
í samband við Jákúp í Rúm-
fatalagernum. Hann hefur ekki
farið hátt, en er geysilega öflug-
ur. Búinn að reka þessar versl-
anir með glæsibrag undanfarin
ár og á eflaust seðlabúnt undir
Rúmfatalagerskoddanum sínum.
Ég sé alveg fyrir mér að við
mætum í sameiginlegu eignar-
haldsfélagi, sem gæti til dæmis
heitið Dalíla, og kaupum eitt
stykki banka í Færeyjum. Síðan
gerum við bara eins og Bjögg-
arnir. Setjum smá stuð í atvinnu-
lífið í Færeyjum og dobblum
verðið á bankanum. Þetta hefur
reynst vel hér á landi. Björgólfs-
feðgar hafa gert það rosalega
gott á þessu og um leið hafa
margir aðrir grætt.
Af því að mér er annt um að
vera ósýnilegur myndi ég svo
senda Jákúp í öll viðtölin og
opinberar athafnir þegar bank-
inn styrkti menningarstarfsemi
og þvíumlíkt í Færeyjum.
Þegar bankinn er kominn í
höfn, þá förum við að makka
með Þorsteini Má um sjávar-
útveginn, hagræðum hressilega
eða seljum pakkann einhverjum
ástríðuútgerðarkallinum í Fær-
eyjum með skuldsettum kaup-
um. Bankinn mun auðvitað
græða á öllu saman og fara að
huga að útrás. Svo myndum við
kaupa það sem eftir verður í
Danmörku eftir kaup Íslendinga
þar í landi. Ég held ég selji
Jákúpi hugmyndina með því að
það verði ekkert tiltökumál að
kaupa móðurfyrirtæki Rúm-
fatalagersins, Jysk sengetøjs-
lager, af Lars Larsen, þegar
maður á færeyskan banka.
Spákaupmaðurinn á horninu
Fr
ét
ta
bl
að
ið
/J
oh
an
na
T
G