Fréttablaðið - 24.08.2005, Blaðsíða 43
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 2005
F Ó L K Á F E R L I
Stjórn KEA svf. óskar eftir a› rá›a
framkvæmdastjóra.
- vi› rá›um
Kaupfélag Eyfir›inga er ein stærsta fjölda-
hreyfing landsins, me› um 7800 félags-
menn og hefur flann megin tilgang a› vinna
a› hagsmunum félagsmanna sinna og efla
búsetu á starfssvæ›i sínu. Kaupfélag
Eyfir›inga hefur ekki me› höndum atvinnu-
rekstur í eiginlegum skilningi, en stofnar og
rekur hlutafélög og fyrirtæki sem ‡mist eru
a› fullu í eigu KEA e›a í sameign me›
ö›rum a›ilum.
Félagi› rekur einnig menningar- og vi›ur-
kenningarsjó› sem sty›ur bæ›i fjölflætt
verkefni einstaklinga og félagasamtaka.
Félagi› er einnig stór a›ili a› Vaxtarsamningi
Eyjafjar›ar og langtímaverkefnum á bor›
vi› ger› Va›lahei›arganga og fleira.
Nánar um starfsemi Kaupfélags Eyfir›inga
svf. á heimasí›u félagsins www.kea.is
Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is fyrir 27. ágúst nk.
Númer starfs er 4753.
Uppl‡singar veita fiórir fiorvar›arson og Baldur Jónsson.
Netföng: thorir@hagvangur.is og baldur@hagvangur.is.
Starfssvi›
Öll almenn framkvæmdastjórn og
yfirumsjón me› öllum verkefnum
félagsins samkvæmt samflykktum
og starfsreglum fless.
Ábyrg› á fjárrei›um, fjárvörslu og
ávöxtun fjármuna félagsins og
yfirstjórn einstakra svi›a.
Vera formælandi félagsins út á vi›
og gæta hagsmuna fless í hvívetna.
Hafa frumkvæ›i a› stefnumótun,
flróun og skipulagi félagsins.
Leggja upp og undirbúa verkefni
stjórnar, umfjöllun og úrvinnslu.
Framkvæmdastjóri er stjórnar-
forma›ur Hildings og Framtaks-
sjó›sins.
Hæfniskröfur
Háskólamenntun er æskileg.
Áhersla er lög› á umsækjandi hafi
umtalsver›an styrkleika sem lei›togi
og sem talsma›ur og formælandi
félagsins. Eigi au›velt me› a› leggja
upp mál og greina, hafi jafnframt
gó›a flekkingu og tengingu vi› fyrir-
tækjaumhverfi›.
Reynsla af stjórnunarstörfum og/e›a
haldgó› flekking á fjárfestingum í
atvinnulífi er mikilvæg.
Me› allar umsóknir ver›ur fari› sem
trúna›armál.
Skógarhlí› 12 • 105 Reykjavík • Sími 520 4700 • Bréfasími 520 4701 • www.hagvangur.is
Framkvæmdastjóri
„Besta ráðið fékk ég frá afa
mínum og nafna, Kristni Kol-
beini Albertssyni, stofnanda
Myllunnar. Hann sagði að
maður ætti alltaf að hugsa
þannig að maður væri að gera
sinn fyrsta samning en ekki
þann síðasta, þannig að maður
ætti afturkvæmt að samninga-
borðinu,“ segir Kristinn Vil-
bergsson, forstjóri Pennans.
Kristinn segist alltaf hafa
litið upp til afa síns: „Ég
spurði hann einhverju sinni
ráða og þá laumaði hann þessu
að mér. Mér fannst hann af-
skaplega merkilegur maður og
hann var mikill frumkvöðull í
sínu starfi.“
Ráðið hefur nýst Kristni vel
að eigin sögn, hann hefur í það
minnsta ekki þurft að slíta
samskiptum við neinn við-
skiptafélaga sinna: „Þetta á
við um alla samninga sem
gerðir eru, ekki bara
samninga um kaup og sölur.
Ég hef reynt að fylgja þessu
og hef hingað til alltaf átt
afturkvæmt að samningaborð-
inu.“ - jsk
B E S T A R Á Ð I Ð
Fyrsti
samningurinn,
ekki sá síðasti
KRISTINN VILBERGSSON, FORSTJÓRI
PENNANS Besta ráðið fékk Kristinn frá afa
sínum og nafna: „Mér fannst hann afskap-
lega merkilegur maður og hann var mikill
frumkvöðull í sínu starfi.“
RAKEL SVEINSDÓTTIR hefur verið ráðin
framkvæmdastjóri Fjölmiðlavaktarinnar,
systurfélags Láns-
trausts. Rakel starf-
aði lengi sem sölu-
stjóri Morgunblaðs-
ins og síðar auglýs-
ingastjóri Norður-
ljósa. Rakel var
framkvæmdastjóri
Leikfélags Íslands
og síðar framkvæmdastjóri Lotus Hljóð-
setningar. Starfsemi Fjölmiðlavaktarinn-
ar hefur tekið stakkaskiptum á síðustu
mánuðum með tilkomu nýs vaktakerfis
sem hannað var fyrir fyrirtækið. Með
þessu nýja kerfi mun Fjölmiðlavaktin
bjóða upp á mun öflugri þjónustu en
áður, meðal annars klæðskerasniðna
vaktþjónustu fyrir stjórnendur og aðra
sem nýta sér vaktþjónustu til útsending-
ar í tölvupóstum. Fjölmiðlavaktin var
stofnuð af Miðlun hf. árið 1980 en keypt
af IMG árið 2000. Á síðasta ári keypti
móðurfélag Lánstrausts og Fjölmiðla-
vaktarinnar, CreditInfo Group hf., Fjöl-
miðlavaktina af IMG, en CreditInfo
Group hf. er íslenskt-alþjóðlegt fyrirtæki
með starfstöðvar í 24 löndum. Rakel
nam framleiðslustjórnun fyrir sjónvarp í
Columbia College árið 1991 til 1992 en
Viðskipta- og rekstrarfræði í EHÍ 1998 til
2000.