Fréttablaðið - 24.08.2005, Side 44
• Viðskiptajöfnuður er samtala vöru-
skiptajafnaðar, þjónustujafnaðar og
jafnaðar þáttatekna gagnvart útlönd-
um.
• Vöruskiptajöfnuður sýnir mismuninn
á verðmæti útflutnings og innflutn-
ings á vörum. Ef innflutningur er
meiri en útflutningur er talað um
vöruskiptahalla.
• Þjónustujöfnuður sýnir mismuninn á
verðmæti útflutnings og innflutnings
á þjónustu, til dæmis vegna ferða-
manna, samgangna, trygginga.
• Jöfnuður þáttatekna sýnir vaxta-
greiðslur til og frá útlöndum og
launagreiðslur frá útlöndum til Ís-
lendinga sem tímabundið starfa er-
lendis að frádregnum hliðstæðum
greiðslum til útlendinga sem hér
starfa.
MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 2005 MARKAÐURINN18
F Y R S T O G S Í Ð A S T
Allt stefnir í að viðskiptahallinn í ár
verði sá mesti í sögu lýðveldisins Ís-
land. Sérfræðingar segja ástæðu til
að fylgjast með þróun mála en ekki
tilefni til að örvænta. Björgvin Guð-
mundsson segir gengisþróun krón-
unnar skipta miklu í því samhengi.
„Já, það er ástæða til að hafa áhyggjur. Rannsóknir
benda til þess að mikill viðskiptahalli sé vísbending
um að efnahagslegir erfiðleikar kunni að vera fram
undan,“ segir Ingólfur Bender, forstöðumaður
greiningardeildar Íslandsbanka, aðspurður um
hvort mikill viðskiptahalli hér á landi sé áhyggju-
efni. Sú staða sem sé komin upp eigi að minnsta
kosti að fá menn til þess að velta stöðu efnahags-
mála fyrir sér og bregðast við.
Ingólfur segir viðskiptahallann að stórum hluta
til kominn vegna stóriðjuframkvæmda sem nú
standa yfir. Í sama streng taka Ásgeir Jónsson hjá
greiningardeild KB banka og Lúðvík Elíasson hjá
greiningardeild Landsbankans.
Ásgeir bendir á að viðskiptahallinn í ár sé í eðli
sínu mjög svipaður og hann var árið 2000 og megi
rekja bæði til neyslu og fjárfestinga. Til dæmis var
slegið met í innflutningi á bifreiðum bæði þá og nú.
„Hallinn virðist þó ætla að verða nokkuð meiri nú
en árið 2000 eða um þrettán prósent í ár en var um
tíu prósent árið 2000. Það sem er þó öðruvísi við
hallann nú er að stóriðjuframkvæmdir hafa lagt
drjúgum til hans auk mikils vaxtar í íbúðarbygging-
um. Erfitt er að segja nákvæmlega hversu stóran
hluta viðskiptaahallans er að rekja til stóriðjufram-
kvæmda en líklegast er það um 25 til 30 prósent,“
segir hann.
SÆKJA LÁNSFÉ TIL ÚTLANDA
Lúðvík bendir líka á að kaupmáttur er meiri nú og
aðgengi að lánsfé betra. Auk þess séu þáttatekjur
farnar að vega töluvert þyngra í viðskiptajöfnuði
en áður. Mikill vaxtamunur gerir það arðsamt að
sækja lánsfé til útlána og endurlána hér á landi. Í
því felist vissulega áhætta vegna þess að gengið er
töluvert hærra nú en svarar til jafnvægis í hagkerf-
inu.
Ingólfur Bender segir að sá hluti viðskiptahall-
ans sem er til kominn vegna stóriðjuframkvæmda
muni af sjálfu sér hverfa þegar þeim lýkur án telj-
andi erfiðleika. Hins vegar beri að hafa áhyggjur af
því að heimilin séu að taka út aukinn kaupmátt fyrir
fram og það skýri um helming af aukningu við-
skiptahallans. „Hann mun að okkar
mati kalla á leiðréttingu í formi gengis-
lækkunar krónunnar og marka þannig
endann á þessu hagvaxtarskeiði, sem
við eru nú á. Við teljum svo sem ekki
vera stórvægilega hættu í þessu en að
lækkun á gengi krónunnar um fimmt-
ung gæti vel verið inni í myndinni og þá frá núver-
andi gildi.“
DREGUR ÚR HALLANUM
Ásgeir segir aðspurður líklegt að heldur dragi úr
viðskiptahallanum á næsta ári vegna minni inn-
flutnings. „Leggst þar þrennt til. Líklegt er að
heldur dragi úr neyslu eftir því sem líður á næsta
vetur þegar núverandi hagsveifla tekur að hníga.
Markaður með bíla virðist vera mettaður og líklegt
að heldur dragi úr innflutningi þeirra á næsta ári.
Enn fremur er líklegt að íbúðabyggingar hafi nú
náð hámarki og heldur dragi úr næstu misserum og
loks munu stóriðjuframkvæmdirnar ná hámarki í
ár og á næsta ári.“
Lúðvík telur að minni innflutningur vegna einka-
neyslu muni haldast í hendur við geng-
islækkun þegar frá líður. „Ég geri þó
ekki ráð fyrir að gengislækkunin verði
jafn skörp og 2001 og samdráttur við-
skiptahallans vegna þess að sama skapi
hægari. Lægra gengi mun síðan leiða
til meiri útflutnings og til viðbótar mun
stóriðjan skila einhverjum útflutningstekjum síðar
meir. Allt þetta leiðir til þess að viðskiptahallinn
mun minnka,“ segir hann.
MARGT HEFUR ÁHRIF
Ingólfur bendir á að mjög margt hefur áhrif á
stærð viðskiptahallans, svo sem afli, fiskverð, olíu-
verð, innlendir og erlendir vextir og gengi krónunn-
ar. „Með því að spá fyrir um þessa þætti má oft
komast glettilega nálægt því að spá fyrir um við-
skiptahallann með ásættanlegri vissu. Það verður
samt að viðurkennast að margir af þeim þáttum,
sem hafa áhrif á viðskiptahallann, eru þættir sem
ekki er hægt að sjá fyrir. Spánum verður því ávallt
að taka með þeim fyrirvara.“
M Á L I Ð E R
Mikill
viðskiptahalli
Árið 2004 nam viðskiptahallinn
við útlönd tæpum sjötíu milljörð-
um króna eða um átta prósentum
af landsframleiðslu. Arnór Sig-
hvatsson, aðalhagfræðingur
Seðlabanka Íslands, segir að það
stefni í methalla í ár.
Af hverju mynd-
ast viðskiptahalli
við útlönd?
Halli getur
myndast af ýms-
um ástæðum. Al-
mennt gildir að
ef vöxtur inn-
lendrar eftir-
spurnar er hrað-
ur miðað við
vöxt erlendrar
eftirspurnar og
útflutnings
myndast halli á
viðskiptum við
útlönd. Hvaða
ástæður liggja
þar að baki er
hins vegar afar
breytilegt. Í til-
felli Íslands nú
leggjast á eitt,
fjárfestingar-
bylgja og kerfis-
breytingar á
fjármálamarkaði
sem hafa magnað einkaneyslu
og fjárfestingu og þar af leið-
andi innflutning neyslu- og
fjárfestingarvöru. Einnig getur
viðskiptahalli myndast vegna
samdráttar í útflutningi (t.d.
vegna aflabrests) eða skyndi-
legra breytinga á viðskiptakjör-
um þjóðarbúsins. Það sem af er
þessu ári skiptir mikill inn-
flutningur neysluvöru, einkum
af varanlegu tagi, mestu máli.
Stefnir í að viðskiptahallinn
verði mikill í ár?
Það stefnir í methalla á þessu
ári. Seðlabankinn spáði í júní að
viðskiptahallinn næmi 12
prósentum af landsframleiðslu
í ár, en nú er útlit fyrir að hall-
inn verði töluvert meiri en
bankinn spáði þá. Meginástæð-
an er gríðarlega hraður vöxtur
innflutnings neyslu- og fjárfest-
ingarvöru.
Hefur alltaf verið halli á við-
skiptum Íslendinga við útlönd
síðastliðna áratugi?
Nei, árin 1993,
1994, 1995 og 2002
var t.d. afgangur,
einnig nokkrum
sinnum á 7., 8. og
9. áratugnum. Oft-
ast hefur þó verið
töluverður halli.
Er viðskiptahalli
eitthvað sem við
verðum að hafa
áhyggjur af?
Viðskiptahalli sem
nemur meira en
2-3 prósentum af
landsframleiðslu
er ekki líklegur til
að geta staðist til
lengdar og halli
sem mælist í
tveggja stafa tölu
alls ekki. Svo mik-
ill halli er skýr
vísbending um
umtalsvert ójafn-
vægi í þjóðar-
búskapnum, sem til lengdar
mun krefjast aðlögunar, annað
hvort í formi minni hagvaxtar
eða lægra gengis (sem dregur
úr innflutningi og örvar útflutn-
ing), en oftast hvort tveggja. Í
mörgum tilfellum hefur slík að-
lögun leitt til verulegs sam-
dráttar landsframleiðslu. Ef
mikil og arðbær fjárfesting er
meginrót mikils viðskiptahalla
eru meiri líkur á að aðlögunin
verði án verulegs samdráttar,
þar sem jafnvægi kemst á með
auknum útflutningi.
Hver greiðir viðskiptahallann?
Fólkið og fyrirtækin í landinu,
þegar skuldirnar sem verða til
á hallatímabilum eru greiddar
til baka.
Vísbending
um ójafnvægi
T Ö L V U P Ó S T U R I N N
Til Arnórs
Sighvatssonar
aðalhagfræðings
Seðlabanka Íslands
Viðskiptahallinn í hámarki
LÚÐVÍK ELÍASSON Arðsamt að sækja lánsfé til útlána.
ÁSGEIR JÓNSSON Viðskiptahallinn meiri nú en 2000.
INGÓLFUR BENDER Vísbending um efnahagslega erfiðleika.
H V A Ð E R
V I Ð S K I P T A J Ö F N U Ð U R ?
V I Ð S K I P T A H A L L I 1 9 9 5 - 2 0 0 5
S E M H L U T F A L L A F L A N D S F R A M L E I Ð S L U
1995 1996 1997 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005*
1% 1%
-2% -2% -2% -7% -7% -10% -4% -5% -8% 13%
*spá