Fréttablaðið - 24.08.2005, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 24.08.2005, Blaðsíða 53
17 DEILISKIPULAG Kópavogsbær Auglýsing um afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar Kópavogs á auglýstum tillögum að deiliskipulagi. Í samræmi við 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar Kópavogs á eftirfarandi deiliskipulagstillögum: Bryggjuhverfi. Deiliskipulag. Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti þann 22. mars 2005 tillögu að deiliskipulagi bryggjuhverfis á utanverðu Kársnesi. Deiliskipulags- svæðið afmarkast í austur af opnu svæði undir bæjarvernd, af Vesturvör og norðurmörkum lóðanna nr. 12, 14, 16 og 20 í suður, af lóðamörkum Hafnarbrautar 30 í vestur. Til norðurs afmarkast svæðið af landfyllingu sem mun ná 100-150 m út í Fossvog miðað við núverandi fjöruborð. Í tillögunni felst heimild til að byggja 394 íbúðir í 3-4 hæða húsum auk kjallara. Á svæðinu er jafnframt gert ráð fyrir leiksskóla, siglingaklúbbi og smábátahöfn. Á jarðhæð nokkurra húsanna er gert ráð fyrir atvinnustarfsemi. Deiliskipulagstillagan er sett fram í greinargerð, á uppdrætti í mkv. 1:1000 dags. 2. mars 2005 og breytt 25. júlí 2005. Greinargerð og skipulagsskilmálar: Bryggjuhverfi í Kópavogi útgáfa nr. 1.1 með sömu dagsetningum, fylgir í sér hefti. Skýringaruppdráttur fylgir jafnframt deiliskipulagsgögnunum. Tillagan var auglýst frá 21. apríl til 21. maí 2004 með athugasemdafresti til 7. júní 2004. Athugasemdir og ábendingar bárust. Með tilvísan í framkomnar athugasemdir og ábendingar voru samþykktar eftirfarandi breytingar á kynntri tillögu að deiliskipulagi svæðisins: • Byggðin var lækkuð. Öll fimm hæða húsin voru lækkuð í fjórar hæðir. • Íbúðum var fækkað úr 460 í 392. • Húsin við eystri aðkomu inn á svæðið voru lækkuð í landi sem nemur 2 metrum. • Húsin úti á ìtanganumî færð til á fyrirhugaðri fyllingu þ.e. nær höfninni. Með tilvísan til ábendinga Skipulagsstofnunar hafa eftirfarandi breytingar verið gerðar á framlögðum gögnum: • Vegna nálægðar við Reykjavíkurflugvöll hafa verið settar inn í skilmála kvaðir um hindrunarljós á nokkrum byggingum og á byggingarkrönum • Inn í skilmála hafa verið settar kvaðir um að engir gluggar eða op skulu vera undir kóta 4.2 á þeim hliðum sem snúa að sjó. • Hljóðvarnarveggur við Vesturvör skilgreindur á deiliskipulagsuppdrátt. Skipulagsstofnun hefur yfirfarið málsgögnin og gerði ekki athugasemd við að birt yrði auglýsing um samþykkt deiliskipulagsins sbr. of- angreind lög. Auglýsing um gildistöku deiliskipulagsins birtist í B-deild Stjórnartíðinda 24. ágúst 2005. Sundlaug Kópavogs á Rútstúni. Deiliskipulag. Bæjarráð Kópavogs samþykkti þann 22. júlí 2005 tillögu að deiliskipulagi Sundlaugar Kópavogs á Rútstúni. Deiliskipulagssvæðið af- markast af Borgarholtsbraut í norður, Skjólbraut og lóðarmörkum Skjólbrautar 22 í austur, Kópavogsbraut í suður og af Urðarbraut í vestur. Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir að Rútstúnið verði óbreytt en að hluti eldri mannvirkja laugarinnar þ.e. barnalaug, gufubað, heitir pottar og útiklefar verði fjarlægð. Þess í stað verði sundlaugarhús stækkað til norðausturs. Í tillögunni er jafnframt gert ráð fyrir að á sundlaugarsvæðinu verði byggð eimböð, útigeymslur fyrir sundlaugarbúnað, heitir pottar, rennibrautir og annað er tengist starf- semi laugarinnar. Áætlað er að nýbyggingar verði að hámarki 2000 m2 að flatarmáli. Fyrirkomulag bílastæða er að mestu óbreytt. Til- lagan er sett fram á uppdráttum í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 29. apríl 2005. Tillagan var auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 frá 1. júní til 29. júní 2005 með athugasemdafresti til 13. júlí 2005. Eng- ar athugasemdir eða ábendingar bárust. Skipulagsstofnun hefur yfirfarið málsgögnin og gerði ekki athugasemd við að birt yrði auglýs- ing um samþykkt deiliskipulagsins sbr. ofangreind lög. Auglýsing um gildistöku deiliskipulagsins birtist í B-deild Stjórnartíðinda 24. ágúst 2005. Valla- og Vindakór. Breytt deiliskipulag. Bæjarráð Kópavogs samþykkti þann 21. október 2004 tillögu að breyttu deiliskipulagi við Valla- og Vindakór. Í tillögunni felst að byggð vera 7 fjölbýlishús 2ja til 5 hæða í stað fjögurra háhýsa 9- 14 hæða. Fjöldi íbúða verður óbreyttur eða 180 íbúðir. Aðkomu að fyrirhuguðu miðhverfi breytist jafnfram ásamt fyrirkomulagi bílastæða og fyrirhugað byggingarmagn í atvinnuhúsnæði er aukið um 2.000 m2 þ.e. úr 13.000 m2 í 15.000 m2. Tillagan var auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 frá 3. september til 1. október 2004 með athugasemdafresti til 18. október 2004. Engar athugasemdir eða ábendingar bár- ust. Skipulagsstofnun hefur yfirfarið málsgögnin og gerði ekki athugasemd við að birt yrði auglýsing um samþykkt deiliskipulagsins sbr. ofangreind lög. Auglýsing um gildistöku deiliskipulagsins birtist í B-deild Stjórnartíðinda 24. ágúst 2005. Kórar (Hörðuvellir). Heilsu-, íþrótta- og fræðasetur. Breytt deiliskipulag. Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti þann 24. júlí 2005 tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir heilsu-, íþrótta- og fræðasetur í Kórum (Hörðuvöllum) þ.e. Vallakór 10, 12 og 14. Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Vatnsendavegi til norðurs, fyrirhuguðu íbúðarsvæði Þinga (Suðursvæði) til austurs, hesthúsahverfinu í Heimsenda í suður og fyrirhugaðri íbúðarbyggð við Tröllakór í vestur. Í tillögunni felst að gerðir verða 3 knattspyrnuvellir (68x105m hver); knatthús (yfirbyggður knattspyrnuvöllur) allt að 25m hátt og íþróttahús á 1-2 hæð- um auk kjallara (keppnissalur, búningsaðstaða, skrifstofur, líkamsræktarstöð ásamt sundlaug). Þá er í tillögunni gert ráð fyrir fram- haldsskóla á svæðinu, byggingu sem er áætluð á þremur hæðum auk kjallara. Í tillögunni er jafnframt gert ráð fyrir 3 hæða verslunar-, þjónustu- og heilsumiðstöð á fyrirhuguðu miðbæjarsvæði þ.e. Vallakór 10. Í austurhluta byggingarinnar er gert ráð fyrir 9 hæða bygg- ingu fyrir gistiheimili og íbúðir. Undir byggingunni er gert ráð fyrir bílastæðakjallara. Aðkoma að svæðinu breytist ásamt fjölda og fyrir- komulagi bílastæða svo og gönguleiða. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skilmálum dags.19. mars 2005 og breytt 1. maí 2005. Tillagan var auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 frá 11. maí til 8. júní 2005 með athugasemdafresti til 22. júní 2005. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Skipulagsstofnun hefur yfirfarið málsgögn- in og gerði ekki athugasemd við að birt yrði auglýsing um samþykkt deiliskipulagsins sbr. ofangreind lög. Auglýsing um gildistöku deiliskipulagsins birtist í B-deild Stjórnartíðinda 24. ágúst 2005. Klapparkór 1. Breytt deiliskipulag. Bæjarráð Kópavogs samþykkti þann 18. ágúst 2005 tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Klappakór 1. Í breytingunni felst heimild til að hækka hluta hússins um eina hæð og fjölga íbúðum um tvær, þær verði 17 í stað 15. Fyrirkomulag bílastæða og niðurgrafinnar bílageymslu er jafnframt breytt. Bílastæðum er fjölgað um fjögur. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:2000 dags. 15. mars 2005. Tillagan var auglýst frá 20. apríl til 18. maí 2005 með athugasemdafresti til 1. júní 2005. Engar athuga- semdir eða ábendingar bárust. Skipulagsstofnun hefur yfirfarið málsgögnin og gerði ekki athugasemd við að birt yrði auglýsing um samþykkt deiliskipulagsins sbr. ofangreind lög. Auglýsing um gildistöku deiliskipulagsins birtist í B-deild Stjórnartíðinda 24. ágúst 2005. Nánari upplýsingar eða gögn um ofangreindar deiliskipulagsáætlanir og afgreiðslur þeirra er hægt að nálgast á Bæjarskipulagi Kópa- vogs, Fannborg 6, 200 Kópavogi, milli kl. 8:00 og 16:00 mánudaga til fimmtudaga og á föstudögum frá 8:00 til 14:00. Skipulagsstjóri Kópavogs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.