Fréttablaðið - 24.08.2005, Side 58
Þeir áttu það sameiginlegt Adam
Smith, kennifaðir kapítalismans og
höfundur bókarinnar Auðlegð þjóð-
anna, og Karl Marx, annar höfunda
Kommúnistaávarpsins, að báðir
töldu að þar sem kapítalistar kæmu
saman yrði óhjákvæmilega úr því
samsæri. Smith taldi að úr samráði
þeirra yrði til samsæri gegn neyt-
endum um hærra verð. Hin „ósýni-
lega hönd“, sem stýrði hagkerfinu
óafvitandi til hagsbóta fyrir alla, ef
samkeppni væri virk og hver kapít-
alisti hugsaði aðeins um eigin hag,
mundi visna og lamast og í staðinn
kæmi samráð fjármagnseigenda um
að auðgast sem mest á kostnað neyt-
enda. Í lýðræðisþjóðfélögum hefur
löggjafinn reynt að reisa skorður við
þessari tihneigingu fjármagnseig-
enda með kerfisbundnum inngripum
í gangvirki viðskiptalífsins, lögum
gegn hringamyndun og annars konar
einokunartilhneigingum, auk þess
sem samtök neytenda eru víða virk
og mynda mótvægi gegn ofurafli
fjármagnsins.
Karl Marx var stærri í sniðum og
í samræmi við prússneskt uppeldi
sitt bjó hann til úr þessu kenningar
um alheimslögmál, þar sem fjár-
magnið safnaðist á æ færri hendur
uns meginþorri mannkyns væru ör-
eigar, sem að lokum vörpuðu af sér
oki kapítalistanna með byltingu
(þ.e.a.s. útrýmingu auðstéttarinnar)
og stofnuðu samfélag án ríkisvalds,
þar sem gæðum jarðarinnar yrði
dreift samkvæmt lögmálinu um að
hver legði sitt af mörkum til fram-
leiðslunnar eftir getu og fengi sam-
kvæmt þörfum.
Hér á landi var framrás kapítal-
ismans heft strax á upphafsskeiði
hans og komið á eins konar ríkiskap-
ítalisma um hálfrar aldar skeið upp
úr Kreppunni miklu eftir 1930 þegar
allir bankar urðu ríkisbankar og
skipuðu málum í atvinnulífinu með
hrossakaupum milli frammámanna
stjórnmálaflokkanna. Ekki er fjarri
lagi að fullyrða að enginn gat orðið
ríkur nema að hafa að bakhjarli einn
eða fleiri stjórnmálaflokka, atvinnu-
lífinu var miðstýrt og samkeppni og
ágóðasjónarmið því sem næst gerð
útlæg en ríkisstofnanir látnar stýra
verðlagningu og dreifingu lífsgæð-
anna.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
hefur óneitanlega verið ötull tals-
maður þess að rífa atvinnulífið upp
úr þessu fari og auka frelsi manna til
athafna og framkvæmda. Framan af
var hann líka eindreginn talsmaður
lágmarks ríkisvalds þar sem allir
valdamenn hafi tilhneigingu til að
misnota vald sitt, reisa sjálfum sér
minnismerki fyrir almannafé, sóa
skattpeningum í gagnslítil gæluverk-
efni, þenja endalaust út ráðuneyti og
stofnanir ríkisins og raða dyggum
fylgisveinum sínum þar á jöturnar.
En á þessu gerir hann alltaf eina
undantekningu þvert ofan í stað-
reyndir. Hann hefur nefnilega upp-
götvað „leiðtoga lífs síns“, Davíð
Oddsson, foringjann mikla og óskeik-
ula, sem öfugt við alla aðra valda-
menn heimsins hafi helgað sig því
hlutverki að minnka vald sitt jafnt og
þétt og færa það til fólksins! Að ríkis-
valdi undir slíkri forystu verður að
áliti Hannesar ekkert fundið. Í viðtali
við Blaðið fyrir skömmu telur hann
það hlutverk sitt að mynda „smámót-
vægi“ gegn öllum nöldurskjóðunum
sem standi í stöðugri og samfelldri
rógsherferð gegn foringjanum mikla
í öllum miðlum Baugs. Orðrétt segir
Hannes: „Ágætur kunningi minn, Jón
Ásgeir Jóhannesson, hefur afhent
vinstri öflunum á Íslandi fjölmiðlana,
sem hann á. Með því er Jón Ásgeir að
grafa undan íslenskum kapítalisma.
Ef menn eiga að vera bandamenn í að
skapa frjálsara Ísland, þá verða þeir
að geta upplifað hvern annan sem
bandamenn“.
Hér gefur Hannes hárfínt í skyn
að Jón Ásgeir geti sjálfum sér um
kennt hvernig fyrir honum er komið.
Hefði hann bara látið fjölmiðlaveldi
sitt standa með kapítalistunum (les
Davíð), þeir getað „upplifað hann
sem bandamann“ hefði hið góða og
velviljaða ríkisvald kannski látið
hann í friði. „En þótt einkennilegt
megi virðast þarf að vernda kapítal-
ismann fyrir kapítalistunum“, heldur
Hannes áfram. Og hverjum stendur
það nær en hinu góðviljaða ríkisvaldi
Davíðs að gegna því hlutverki?
Í því sambandi er athyglisvert að
rifja upp að undanfarinn hálfan
annan áratug hefur Hannes Hólm-
steinn einmitt farið hamförum gegn
frjálsum fjölmiðlum eða allt frá því
að Stöð 2 komst á laggirnar sem sjálf-
stæður fjölmiðill. Hann hamaðist
gegn Stöð 2 allan síðasta áratug og
taldi hana hreiður andstæðinga
Davíðs Oddssonar af því að frétta-
stofa Stöðvarinnar dirfðist stundum
að leggja sjálfstætt mat á gerðir rík-
isstjórnarinnar. Á sama tíma var
unnið að því leynt og ljóst að mynda
allsráðandi fjölmiðlasamsteypu
undir forystu Morgunblaðsins án
þess að Hannes og félagar hefðu
nokkuð við slíkt eignarhald að at-
huga. Því er nærtækt að álykta að
væru þeir Bónusfeðgar og Davíð
vinir og þeir tilbúnir að beita fjöl-
miðlum sínum til að lofsyngja hann
væri annað hljóð í strokki Hannesar
Hólmsteins í dag.
Í einn tíma lágu allir valdaþræðir
í landinu gegnum hendur landshöfð-
ingja, sem beitti því valdi gegn helsta
stjórnarandstæðingnum, Skúla Thor-
oddsen. Þá þakkaði Skúli guði fyrir
að til skyldi vera danskur hæstirétt-
ur, enda var hann sýknaður þar af
öllum ákærum. Í dag er ástæða til að
þakka guði fyrir að Bónusfeðgar og
Davíð eru ekki vinir. Á meðan getum
við vænst þess að búa áfram við
frjálsari fjölmiðlun en verið hefur
við lýði í landinu um langt skeið. Enn
er þess minnst hversu alvarlegar af-
leiðingar það hafði þegar þeir
Heródes og Pílatus urðu vinir. Þó eru
nærri 2000 ár síðan. ■
Harðlínumaðurinn og fyrrum hershöfðinginn ArielSharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur komið mörg-um á óvart vegna ákveðinnar framgöngu sinnar
undanfarna daga við að flytja byggðir ísraelskra landnema af
Gaza-ströndinni. Þeim flutningum lauk á mánudagskvöldið án
stórkostlegra átaka. Ísraelsmenn sem þarna bjuggu voru að
vísu margir hverjir mjög tregir til að yfirgefa smáhýsin sín,
þar sem þeir hafa dvalið í langan tíma, en þegar þeir mættu
ákveðnu lögregluliði og hermönnum létu þeir flestir hverjir
undan síga.
Það eru ákveðin tímamót í deilunum fyrir botni Miðjarðar-
hafsins nú þegar allir ísraelskir landnemar eru á brott frá
Gaza og Vesturbakkanum. Þeir voru að vísu ekki margir á
Gaza, aðeins hátt á níunda þúsund sem bjuggu í 21 þorpi.
Þrátt fyrir að þeir væru ekki fleiri en raun ber vitni höfðu
þessir landnemar ótrúleg áhrif og auðvitað bjuggu þeir þarna
í skjóli Ísraelsstjórnar. Þeir hafa ráðið yfir fimmtungi land-
svæðisins á Gaza, en til samanburðar búa þar um 1,3 milljón-
ir Palestínumanna, sem í haust geta loks farið að ferðast um
frjálsir á þessu umdeilda landsvæði og huga að uppbyggingu
þess og framtíðarþróun.
Nú þegar brottflutningi frá Gaza og Vesturbakkanum er
lokið tekur við uppbyggingarstarf. Það var ekki mikil mót-
staða í gær þegar aðgerðir hófust á Vesturbakkanum. Þús-
undir her- og lögreglumanna voru á staðnum. Þetta er í fyrsta
skipti síðan 1967 sem Ísraelsmenn láta af hendi hernumið
land til Palestínumanna og í fyrsta skipti sem ísraelska hern-
um er beitt gegn eigin landsmönum til að framfylgja ákvörð-
un stjórnvalda.
Þegar Ariel Sharon tilkynnti fyrir nærri tveimur árum síð-
an að hann ætlaði að láta af hendi landnemabyggðir á Gaza og
Vesturbakkanum vakti sú ákvörðun hans ekki aðeins mikla
athygli í Ísrael, heldur víða um heim. Margir höfðu ekki trú á
því að þetta gengi eftir en það er greinilega einbeittur vilji
Sharons að efna þetta loforð eins og atburðir síðustu daga
sýna. Aftur á móti er ekki öllum ljóst hvað hann hyggst fyrir
í framtíðinni í þessum málum, en eitthvað hlýtur að búa undir.
Brottflutningur landnemanna hefur þegar haft mikil pólitísk
áhrif í landinu, ráðherrar hafa sagt af sér og mótmæli hafa
verið hávær, en Sharon heldur sínu striki. Hann heldur því
fram að þetta auki öryggi Ísraelsríkis, en það er þá undir því
komið að Palestínumenn verði til friðs, annars fer allt í háa-
loft enn einu sinni fyrir botni Miðjarðarhafs.
Þeir Sharon og Abbas ræddust við í síma þegar síðustu
landnemarnir voru á brott frá Gaza. Þá höfðu þeir ekki talast
við í tvo mánuði. Þeir virðast ná betur saman en fyrri leið-
togar í hinni löngu deilu Ísraela og Palestínumanna, og það er
athyglisvert að brottflutningurinn nú fer ekki fram undir
miklum þrýstingu utan frá. Leiðtogarnir sjálfir virðast hafa
komist að einhverju samkomulagi, hversu lengi svo sem það
heldur. ■
24. ágúst 2005 MIÐVIKUDAGUR
SJÓNARMIÐ
KÁRI JÓNASSON
Ísraelskir landnemar farnir frá Gaza og
Vesturbakkanum.
Hva› ætlast
Sharon fyrir?
FRÁ DEGI TIL DAGS
Lítill ávinningur
Jón Steinsson hagfræðingur gerir tvær
nýlegar skýrslur um þjóðhagsleg áhrif
stóriðju að umtalsefni á Deiglunni.
Önnur er frá
greiningar-
deild KB
banka, hin frá
Samtökum
iðnaðarins. Um
þá fyrrnefndu
segir Jón að
helsta niðurstað-
an hafi verið að
ávinningurinn hafi ver-
ið lítill. Þetta „byggir á
því að álverin nota
tiltölulega lítið
af innlendum
framleiðsluþáttum eftir að þau eru
tekin til starfa. Álverin eru í eigu er-
lendra aðila og hráefnið kemur erlend-
is frá. Einu innlendu framleiðsluþætt-
irnir sem álverin nota eru vinnuafl og
raforka. Þjóðhagslegur ávinningur af ál-
verunum er aðallega tilkominn vegna
notkunar á raforku. Þetta er vegna þess
að gera má ráð fyrir að starfsfólkið sem
vinnur í álverinu hefði fengið álíka störf
annars staðar í hagkerfinu ef álverin
hefðu ekki verið byggð. Þjóðhagslegur
ávinningur er lítill ... vegna þess að
Landsvirkjun hefur ... selt raforkuna ná-
lægt kostnaðarverði“.
Tómt bull?
Annað er uppi á teningnum í skýrslu
Samtaka iðnaðarsins. Þar er niður-
staðan að landsframleiðslan sé 60 til
70 prósentum meiri en ef ekki hefði
verið farið út í stóriðju. „Þetta þýðir að
Íslendingar væru í dag fátækari en
Suður-Kóreumenn ef stóriðju hefði
ekki notið við,“ segir Jón. Hann bendir
á að gögn Hagstofunnar sýni að fram-
lag stóriðju til vergrar landsframleiðslu
séu um 1,3%. Mat Samtaka iðnaðar-
ins þýði því að margföldunaráhrif stór-
iðju hafi verið 29-föld, jöfn öllum
landbúnaði, fiskveiðum, fiskvinnslu,
öðrum iðnaði og byggingastarfsemi.
Jón segir: „Í stuttu máli þá er skýrsla
KB vel rökstudd en rannsókn Samtaka
Iðnaðarins tómt bull“. Einhver við-
brögð hljóta að verða við þessum
skrifum.
gm@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI:
Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550
5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprent-
smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum
verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
LESTU GREININA Á VISIR.IS
OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA
Í dag er ástæ›a til a› flakka
gu›i fyrir a› Bónusfe›gar og
Daví› eru ekki vinir.
ÓLAFUR
HANNIBALSSON
Í DAG
FRJÁLS FJÖLMIÐLUN
Kapítalistar allra landa...