Fréttablaðið - 24.08.2005, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 24.08.2005, Blaðsíða 60
„Það er vægast sagt fullt að gera,“ segir Rakel Sveinsdóttir hlæjandi en hún var nýlega ráðin framkvæmdastjóri Fjölmiðla- vaktarinnar. Hún hefur frá unga aldri haft mikinn áhuga á fjöl- miðlum og stundaði meðal annars nám erlendis í framleiðslustjórn- un fyrir sjónvarp. Hún leiddist þó inn á aðrar brautir og hefur starf- að sem sölustjóri á Morgunblað- inu, auglýsingastjóri hjá Norður- ljósum og við önnur verkefni sem snúa að peningamálum. „Árið 2003 uppgötvaði ég að það væri líf utan vinnu og gerðist mamma,“ segir Rakel kankvís en hún hefur síðustu tvö ár helgað sig uppeldi dóttur sinnar. Þegar dóttir hennar fór að hafa meiri áhuga á leikskólanum en mömmu sinni ákvað Rakel að söðla um. Hlutverk Fjölmiðlavaktarinn- ar er að fylgjast með fjölmiðlum fyrir önnur fyrirtæki. „Við gerum allt sem viðskiptavinurinn óskar eftir. Við vöktum og látum vita af fréttum sem eru í umræð- unni. Við greinum fréttir, hvar umræðan birtist, formið og hvar hún kemur best út,“ segir Rakel, sem segir vöktunina sérsniðna að kröfum hvers fyrirtækis. „Í þessu litla samfélagi skiptir þetta ofsalega miklu máli. Fólk kemst ekki yfir það að fylgjast með öllu og stundum þurfum við að bregðast mjög hratt við,“ segir Rakel og tekur sem dæmi að við- skiptavini séu afhent orðrétt handrit úr umræðuþætti í sjón- varpi til að sá eigi betra með að svara ásökunum eða öðru slíku. Rakel segir viðskiptavini sína bæði stóra og smáa. „Ég væri í raun fljótari að telja upp hverjir nýta ekki þjónustuna,“ segir Rakel en svipuð fyrirtæki og Fjölmiðlavaktin þekkjast víðast hvar í heiminum. „Þörfin er síst minni í svona litlu samfélagi. Þjóðfélagið er ekki stórt, fjöl- miðlarnir eru margir og í flestum tilfellum hafa þeir meira vægi en erlendis,“ segir Rakel og bendir á að Fjölmiðlavaktin starfi einnig fyrir erlenda aðila á Íslandi og fái einnig upplýsingar um fjöl- miðlaumfjöllun um íslensk fyrir- tæki erlendis. Rakel segir starfið spennandi enda ekki hægt að sjá fyrir að morgni hvernig dagurinn þróist. „Í nýju starfi verður vinnan áhugamál númer eitt, tvö og þrjú,“ segir Rakel með hlátur í röddu en hins vegar reynir hún að varðveita tíma fyrir fjölskylduna. „Ég hef ekki heldur lagt bækurn- ar á hilluna,“ segir Rakel, sem er að sögn mikill lestrarhestur og finnst gaman að ferðast. ■ 20 24. ágúst 2005 MIÐVIKUDAGUR Sníður vöktun eftir pöntun RAKEL SVEINSDÓTTIR: RÁÐIN FRAMKVÆMDASTJÓRI FJÖLMIÐLAVAKTARINNAR timamot@frettabladid.is RAKEL SVEINSDÓTTIR Fjölmiðlavöktun er þekkt víðast hvar í heiminum. „Þörfin er síst minni í svona litlu samfélagi. Þjóðfélagið er ekki stórt, fjölmiðlarnir eru margir og í flest- um tilfellum hafa þeir meira vægi en erlendis,“ segir Rakel. Forseti Brasilíu, Getulio Vargas, framdi sjálfsmorð þennan dag árið 1954, aðeins nokkrum klukkutímum eftir afsögn sína úr embætti. Sonur Vargas fann föður sinn, sem hafði skotið sig í hjartastað. Forsetinn hafði skrifað dramatískt sjálfsmorðsbréf sem lesið var í útvarpinu aðeins tveimur tímum eftir að lík hans fannst. Þar sagði hann að tilraunir hans til þess að frelsa brasilísku þjóðina hefðu verið hindraðar af erlendum hagsmunahópum sem hann sagði ábyrga fyrir slæmu efnahagsástandi landsins. „Ekkert er eftir nema blóð mitt. Ég gaf ykkur líf mitt, nú gef ég ykkur dauða minn,“ sagði meðal annars í bréfinu. Þrátt fyrir mikla óá- nægju með störf forsetans vakti bréf hans nokkrar til- finningar í brjósti lands- manna. Þúsundir voru við- staddir jarðarförina í fæð- ingarbæ hans Sao Borja. Vargas hafði komist til valda eftir uppreisn árið 1930. Hann leysti upp þingið sjö árum síðar og bannaði alla stjórnmálaflokka og verka- lýðsfélög. Hann lét ritskoða fjölmiðla og kæfði alla andstöðu. Árið 1945 var Vargas neyddur frá völdum af hernum en var kosinn aftur í embætti árið 1950. Þremur árum síðar var landið sligað af er- lendum skuldum. 24. ÁGÚST 1954 ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 79 Rómverska borgin Pompei grefst undir ösku þegar eldfjallið Vesúvíus gýs. 200 þúsund látast. 1814 Breskir hermenn brenna Washington-borg í Banda- ríkjunum til grunna. 1821 Mexíkó fær sjálfstæði frá Spáni. 1906 Símskeytasamband við út- lönd er opnað á Íslandi. 1968 Norræna húsið í Reykjavík er vígt. Það var byggt eftir teikningum Finnans Alvars Aalto. 1980 Fyrstu alþjóðlegu rall- keppninni sem fram fer á Íslandi lýkur. 1981 Morðingi Bítilsins John Lennon er dæmdur í 20 ára til lífstíðar fangelsi. 1993 Sólarhringsuppþot hefst í fangelsinu á Litla-Hrauni. Fangar mótmæltu hertum öryggisráðstöfunum. Forseti Brasilíu fremur sjálfsmor› Seint fæ ég fullþakkað ykkur öllum sem hafið heiðrað minningu eiginmanns míns, Hallfreðar Arnar Eiríkssonar þjóðfræðings. Samúð ykkar og vinsemd hefur verið mér mikill styrkur. Olga María Franzdóttir. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Kristjana Stefánsdóttir Meðalholti 10, Reykjavík, andaðst á heimili sínu mánudaginn 22. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Aðstandendur. www.steinsmidjan.is Ástkær móðir okkar, Sigrún Edda Jónasdóttir Snægili 23, Akureyri, lést 19. ágúst. Útför hennar fer fram frá Glerárkirkju föstudaginn 26. ágúst kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Lena Rut, Hrannar Hólm, Heiður Lilja, Sigmar Þór og Ármann Sigurðsson. Bróðir minn, frændi okkar og vinur okkar hjóna, Björgvin Sigmundsson frá Miðvík í Grýtubakkahreppi, lést á heimili sínu að Lönguhlíð 1a, Akureyri, 7. ágúst síðastliðinn. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Indriði R. Sigmundsson Grétar Indriðason Ragnheiður Pálsdóttir Björg Guðjónsdóttir Snjólaug B. Hólmgrímsdóttir Einar B. Sigfússon Ástkær systir okkar, mágkona og frænka, Jenný Oddsdóttir Kárastíg 13b, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtudaginn 18. ágúst, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 26. ágúst kl. 11.00. Lárus Arnþór Brown Hjalti Már Hjaltason Hjördís Jóna Sigvaldadóttir Guðni Pálmi Oddsson Kolbrún Hansen og frændsystkini. ANDLÁT Áslaug Sigurðardóttir er látin. Ægir Ólafsson verslunarmaður lést á hjúkrunarheimilinu Eir, fimmtudaginn 18. ágúst. Sigrún Edda Jónasdóttir, Snægili 23, Akureyri, lést föstudaginn 19. ágúst. Bragi Halldórsson lést í Reykjavík laug- ardaginn 20. ágúst. Guðmundur Benediktsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, lést laugardaginn 20. ágúst. Ella Halldórsdóttir frá Kirkjuhvoli, Vest- mannaeyjum, lést sunnudaginn 21. ágúst. Lára Káradóttir, áður til heimilis í Hamraborg 38, Kópavogi, lést á hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð laugardaginn 20. ágúst. Daníel Teitsson, Hátúni 12, Reykjavík, lést í Hátúni 12 sunnudaginn 21. ágúst. Jóhanna Kristín Sigurjónsdóttir Elle- rup lést á sjúkrahúsi á Long Island, Bandaríkjunum, sunnudaginn 21. ágúst. Ólafur Eiríksson, Grjóti, Þverárhlíð, lést sunnudaginn 21. ágúst. Snjólaug Magnea Bjarnadóttir, Þela- mörk 54, Hveragerði, lést á hjúkrunar- heimilinu Ási, Hveragerði, sunnudaginn 21. ágúst. Björg Símonardóttir, áður til heimilis að Víðimel 53, andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði mánudaginn 22. ágúst. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI JAR‹ARFARIR 13.00 Ásta Baldvinsdóttir, Sólvangsvegi 3, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði. sem andaðist á heimili sínu mánudaginn 15. ágúst, verður jarðsungin frá Háteigskirkju fimmtudaginn 25. ágúst kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Höskuldur Elíasson Sigrún Höskuldsdóttir Antonio Cavaleiro Elías Höskuldsson María Carolina Skackauskaite Sigurður Höskuldsson Dagbjört Edda Barðadóttir Linda Rut, Telma Rós, Alexander Freyr, Ragnar Már, Lilja Björk, Ragnhildur Sara og Vigdís Karólína. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Kolbrún Sigurðardóttir Álftamýri 2, Reykjavík,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.