Fréttablaðið - 24.08.2005, Síða 62
24. ágúst 2005 MIÐVIKUDAGUR
> Við finnum til með ...
... Bjarka Gunnlaugssyni, sem gengst í dag
undir enn eina aðgerðina vegna
íþróttameiðsla. Þessi stórgóði knatt-
spyrnumaður sýndi góða
takta í sumar en gat lítið
beitt sér vegna meiðslanna,
eins og svo oft áður.
Það verður einnig
eftirsjá að bróður hans
Arnari, sem hefur lagt
skóna á hilluna í bili.
Víkingur/Fjölnir í vetur
Handknattleikslið Víkings og Fjölnis
munu stilla upp sameiginlegu liði í
deildarkeppninni í handboltanum í vetur.
Gunnar Magnússon, þjálfari Víkings til
nokkurra ára, verður þjálfari liðs
Víkings/Fjölnis, eins og það mun heita í
vetur.
sport@frettabladid.is
22
> Við hvetjum ...
.... alla knattspyrnuáhuga-
menn til að fjölmenna á
leiki dagsins í undan-
úrslitum bikarkeppni
kvenna en bæði leikir KR
og Fjölnis og Breiðabliks og
Vals hefjast kl 17.30 í dag.
Úrslitaleikurinn fer svo fram í
byrjun september.
Liverpool tapa›i heldur óvænt á heimavelli í gær fyrir búlgarska li›inu CSKA Sofia en Evrópumeistararn-
ir ensku unnu fyrri leikinn sannfærandi og komust flví áfram í Meistaradeild Evrópu.
Liverpool áfram þrátt fyrir tap
FÓTBOLTI Liverpool tapaði í fyrsta
sinn í fimmtán leikjum í Meistara-
deild Evrópu í gær er liðið laut í
gras fyrir CSKA Sofiu frá Búlgar-
íu. Liverpool hafði unnið fyrri
leikinn, 3–1, á útivelli og gat því
leyft sér að leyfa mörgum óreynd-
um að spreyta sig í byrjunarlið-
inu. Leikur liðsins var að sama
skapi ekki upp á marga fiska og
komust gestirnir yfir á 16. mínútu
með góðu marki Valentin Iliev.
Búlgarska liðið fékk svo tvö mjög
góð tækifæri til að bæta við í fyrri
hálfleik en allt kom fyrir ekki.
Leikmenn Liverpool náðu svo
undirtökunum í leiknum eftir því
sem á leið en tókst ekki að skora,
þrátt fyrir nokkur úrvalsfæri.
Vandræðalegt tap hjá Evrópu-
meisturunum á heimavelli stað-
reynd þó svo að forysta Liverpool
eftir fyrri leikinn hafi aldrei verið
í alvarlegri hættu.
Rosenborg frá Noregi komst
áfram í riðlakeppnina eftir 3–2
sigur á Steaua frá Búkarest og hið
sama má segja um Real Betis,
Udinese og Panathinaikos. Þá
komust Celtic-banarnar í Art-
media Bratislava einnig áfram í
riðlakeppnina eftir sigur á Partiz-
an Belgrad í vítaspyrnukeppni.
eirikurst@frettabladid.is
MARKINU FAGNAÐ
Valentin Iliev, liekmaður CSKA Sofia,
fagnar marki sínu á Anfield, heimavelli
Liverpool, í leik liðanna í forkeppni
meistaradeildar Evrópu í gær.
LEIKIR GÆRDAGSINS
Meistaradeild Evrópu:
LOKOMOTIV MOSKVA–RAPÍD VÍN 0–1
Rapíd Vín vann samanlagt, 2–1.
PARTIZAN BELGRAD–ARTM. BRATISL. 0–0
Artmedia Bratislava vann eftir vítaspyrnukeppni.
THUN–MALMÖ FF 3–0
Thun vann samanlagt, 4–0.
MONACO–REAL BETIS 2–2
Real Beits vann samanlagt, 3–2.
PANATHINAIKOS–WISLA KRAKOW 4–1
Panathinaikos vann eftir framlengingu, 5–4.
ROSENBORG–STEAUA BÚKAREST 3–2
Rosenborg vann samanlagt, 4–3.
LIVERPOOL–CSKA SOFIA 0–1
Liverpool vann samanlagt, 3–2.
UDINESE–SPORTING LISSABON 3–2
Udinese vann samanlagt, 4–2.
Enski deildarbikarinn:
BURY–LEICESTER 0–3
Jóhannes Karl Guðjónsson skoraði eitt mark
fyrir Leicester í leiknum.
WATFORD–NOTTS COUNTY 3–1
READING–SWANSEA 0–3
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
20 21 22 24 25 26 27
Miðvikudagur
ÁGÚST
■ ■ LEIKIR
17.30 Breiðablik og Valur mætast í
VISA-bikarkeppni kvenna á
Kópavogsvelli.
17.30 KR og Fjölnir mætast í VISA-
bikarkeppni kvenna í Frostaskjóli.
■ ■ SJÓNVARP
18.20 Debrecen og Manchester
United mætast í Meistaradeild
Evrópu á Sýn.
18.30 Enska knattspyrnan á
Enska boltanum. Þrír leikir í beinni
útsendingu.
20.20 Villarreal og Everton
mætast í Meistaradeild Evrópu á Sýn.
22.00 Olíssport á Sýn.
22.20 Bikarkvöld á RÚV.
Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir hafa
sagt sitt síðasta í fótboltanum í sumar.
Arnar hefur ákveðið að hætta hjá KR á
meðan bróðir hans Bjarki gengst undir
þriðju aðgerðina á tæpu ári vegna
ökklameiðsla. Hann er samningsbund-
inn KR út árið og því óvíst hvað tekur
við hjá honum.
„Þetta er búið að vera svolítið erfitt
í sumar en ég hætti líka vegna per-
sónulegra ástæðna. Ég tel ekki
lengur hægt að réttlæta það
hversu mikið ég er frá fjöl-
skyldu minni þegar
maður er hvort eð er
ekki í neinu standi til
að spila,“ sagði Arnar.
„Þó maður mætir á æf-
ingar er þar með ekki
sagt að maður sé heill til að
spila einhvern alvöru fótbolta. Ég skil
við félagið í fullkominni sátt.“
Arnar vill ekki gefa út neina lokaákvörð-
un um að knattspyrnuferlinum sé lokið.
„Það er ekkert ólíklegt en aldrei að
segja aldrei. Ég er nú samt orðinn hálf-
þreyttur á þessu. En ég tek endanlega
ákvörðun um þetta síðar, ég sé til
hvernig skrokkurinn verður í
haust og vetur og tek þá
ákvörðun með framhaldið.“
Bræðurnir eru þekktir
markahrókar en
hvorugur þeirra náði
að skora mark í
deildinni í sumar.
Bjarki skoraði þó
þrennu gegn Leikni í
bikarkeppninni. Hann
hefur hins vegar lítið komið við sögu í
deildinni og aldrei náð að klára heilan
leik. Oftast lék hann ekki meira en 40
mínútur í leik, hvort sem hann byrjaði
eða kom inn á sem varamaður. „Þetta
er ökklinn enn og aftur,“ sagði Bjarki.
„Það er verið að fjarlægja einhvern
beinstúf sem á ekki að vera þarna í
ökklanum. Þetta eru víst meiðsli sem
eru oft tengd við ballettdansara fyrst og
fremst og veit ég ekki af hverju ég er að
fá þetta,“ sagði hann og hló. Bjarki hefur
glímt við meiðsli í sama ökklanum frá
því að hann var tæklaður illa árið 2003
og fór hann tvívegis í aðgerð á síðasta
ári. „Ég veit ekkert hvernig þetta verður
á næsta ári, ég ætla fyrst að ná að labba
eðlilega aftur. Þetta er engin óskastaða
sem verið hefur þessi tvö undanfarin ár,
hvorki fyrir mig né KR.“
ARNAR OG BJARKI GUNNLAUGSSYNIR: BÚIÐ SPIL Í SUMAR
Arnar hættur og Bjarki me› ballerínumei›sli
jálfarastö ur
fyrir yngri flokka í knattspyrnu
Hjá unglinganefnd knattspyrnufélags ÍA (UKÍA) eru nú lausar til
umsóknar jálfarastö ur fyrir yngri flokka keppnistímabili 2005-2006.
UKÍA er fyrirmyndarfélag ÍSÍ og leitar a metna arfullum jálfurum til
a bætast í sinn öfluga jálfarahóp. UKÍA b ur jálfurum topp
æfingaa stö u og m.a. er glæsilegt knattspyrnuhús a rísa.
Umsóknarey ublö er hægt a nálgast á vefnum http://www.ia.is
Umsóknir urfa a berast UKÍA í sí asta lagi 28. ágúst.
Fari ver ur me allar umsóknir sem trúna armál.
Nánari uppl singar gefa Ólafur Jósefsson s: 898-4054
e a Magnús Óskarsson s: 893-2621
HANDBOLTI Þáttaka íslenska ung-
mennalandsliðsins á heimsmeist-
aramóti U-21 landsliða í Ung-
verjalandi er orðin martröð líkust
en í gær tapaði liðið sínum fjórða
leik í röð, nú gegn Dönum. Liðið
er stigalaust í sínum milliriðli,
rétt eins og Suður-Kórea, en þessi
lið mætast á morgun í síðustu um-
ferð milliriðlakeppninnar. Sigur-
vegarinn í þeim leik mun keppa
um níunda sætið á mótinu en
tapliðið um ellefta sætið.
Arnór Atlason var markahæst-
ur íslensku leikmannanna með
sex mörk, Magnús Stefánsson var
með fjögur en fjórir leikmenn
skoruðu þrjú mörk í leiknum.
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir
náðist ekki í Viggó Sigurðsson,
þjálfara íslenska landsliðsins,
frekar en eftir aðra leiki Íslands í
keppninni. Svo virðist sem Viggó
standi ekki hugur til að ræða við
íslenska fjölmiðla á meðan á mót-
inu stendur. - esá
HM í Ungverjalandi:
Fjór›a tap Íslands í rö›
Enska úrvalsdeildin:
BIRMINGHAM–MIDDLESBROUGH 0–3
0–1 Mark Viduka (14.), 0–2 Mark Viduka (45.),
0–3 Franck Queudrue (71.).
PORTSMOUTH–ASTON VILLA 1–1
0–1 Richard Hughes, sjálfsmark (11.), 1–1
Lomana Tresor LuaLua (42.).
SUNDERLAND–MANCHESTER CITY 1–2
0–1 Darius Vassell (10.), 1–1 Anthony Le Tallec
(41.), 1–2 Trevor Sinclair (35.).
STAÐA EFSTU LIÐA:
MAN. CITY 3 2 1 0 4–2 7
TOTTENHAM 2 2 0 0 4–0 6
CHARLTON 2 2 0 0 4–1 6
MAN. UTD. 2 2 0 0 3–0 6
CHELSEA 2 2 0 0 2–0 6
WEST HAM 2 1 1 0 3–1 4
M’BORO 3 1 1 1 3–2 4
LIVERPOOL 2 1 1 0 1–0 4
ARSENAL 2 1 0 1 2–1 4
BLACKBURN 2 1 0 1 3–4 3
EVERTON 2 1 0 1 1–2 3
ASTON VILLA 3 0 2 1 3–4 2