Fréttablaðið - 24.08.2005, Qupperneq 70
LÁRÉTT:1Strá,5Krá,6Te, 7Rú,8Tól,9
Eins,10Ys, 12Fit,13Tíu,15Kr, 16Nanó,
18Slóð.
LÓÐRÉTT:1Skreytni, 2Trú, 3Rá,4Hel-
stríð,6Tónik,8Tif, 11Sía,14Uns,17Ól.
30 24. ágúst 2005 MIÐVIKUDAGUR
LÁRÉTT 1 dreifa 5 knæpa 6 drykkur 7
óreiða 8 tæki 9 samskonar 10 þys 12
húðsepi milli táa 13 X 15 íþróttafélag 16
einn milljarðasti 18 stígur.
LÓÐRÉTT 1 glysgirni 2 traust 3 þverslá á
siglutré 4 dauðastríð 6 gosdrykkur 8
ganghljóð í klukku 11 sigti 14 þangað til
17 belti. LAUSN
1
5 6
87
9
12
15
10
13
16 17
11
14
18
2 3 4
Það hefur komið á daginn að ein-
hverjir hafa látið blekkjast af tví-
fara aðalleikarans Ryan Phillippe.
Samkvæmt heimildarmönnum
Fréttablaðsins er leikarinn algjör-
lega óþekktur en er sláandi líkur
stórstjörnunni. „Hann er mun
minni en annars eru þeir mjög
áþekkir,“ sagði einn heimildar-
maður blaðsins. Hingað til lands
hafa verið fluttir tólf áhættuleik-
arar en samkvæmt heimildum er
tvífari Phillippe ekki einn af
þeim. Phillippe mun því leika öll
sín áhættuatriði sjálfur.
Hópurinn unir glaður við sitt
hér á landi en eitthvað er þó að
fækka meðal íslensku þátttakend-
anna. Þeir sem enn tóra hafa feng-
ið launahækkun fyrir vel unnin
störf en að jafnaði starfa um 100
manns á tökustað núna. Þeim
fjölgar á morgun þegar Clint og
félagar verða á tveimur stöðum,
annars vegar í Krýsuvík og hins
vegar í Sandvík. Þess ber að geta
að tökur voru á laugardeginum og
fengu íslensku staðgenglarnir
ágæta launahækkun fyrir fram-
lag sitt þar enda var víst ekki auð-
velt að fá þá til vinnu á Menning-
arnóttinni.
Stjörnurnar virðast hafa tekið
ástfóstri við Prikið, sem þeim
þykir lítill og notalegur staður.
Þar er þeim tekið eins og heima-
mönnum og fá að vera í friði.
Hópnum var víst boðið í Iðuhúsið
í smá teiti á menningarnótt. Þar
var Clint Eastwood sjálfur á
staðnum og kunnugir sögðust
hafa séð hann á rölti upp eftir
Laugaveginum eftir miðnætti
með konunni sinni. Hinir ungu
létu ekki rigninguna hafa áhrif á
sig og máluðu bæinn rauðan. Þeir
ættu ekki að verða uppiskroppa
með teiti þar sem þeim hefur
verið boðið á sýningu Deuce Biga-
low: European Gigolo með aðal-
leikaranum Rob Schneider sem er
væntanlegur hingað til lands. ■
Launahækkanir og tvífari hjá Eastwood
RYAN PHILLIPPE Hinn eini sanni.
[ VEISTU SVARIÐ ]
Svör við spurningum á bls. 8
1
3
2
Á Akureyri.
Coimbra.
Aston Villa.
... fá systurnar Martha og Bryn-
dís Ernstsdætur fyrir glæsilegan
árangur í Reykjavíkurmaraþon-
inu.
HRÓSIÐ
SUNDLAUGAGARÐ
MEÐ
HÖFRUNGUM
Ég myndi vilja sjá sund-
laugagarð með egypsk-
um skyndibitastöðum.
Það væri líka frábært að
hafa höfrungapoll þarna
rétt hjá þar sem draum-
ur minn hefur lengi
verið að synda með
höfrungum. Þetta er svo
stórt svæði að það ætti
ekki að vera mikið mál
en aðalatriðið er að
sundlaugargarðurinn
verði framúrstefnilegur,
með risarennibraut,
hringgöngum og veseni.
LEIKSVÆÐI FYRIR ELDRA
FÓLKIÐ
Eitt súperstórt dansstúdíó,
nei, nei, nei annars. Það
mundi þurfa að vera eitt-
hvað útivistartengt. Helst
eitthvað sem tengist Naut-
hólsvíkinni. Það er svo
mikil menning í kringum
Nauthólsvíkina á sumrin
og gaman að sjá hvað allir
eru duglegir að drífa sig út
á hjólaskauta eða í göngu-
túr. Ég fer þarna oft sjálf
og já, ef flugvöllurinn færi
burt myndi ég vilja sjá
þarna leiksvæði fyrir eldra
fólkið.
„SÖKKVA VATNSMÝR-
INNI OG VIRKJA
TJÖRNINA.“
Ég hef enga skoðun á
því hvort flugvöllurinn
fari eða ekki. Drauma-
svæðin mín, sem er ekki
að finna í Reykjavík, finn
ég úti á landi svo ég bið
ekki um neitt. Mér finnst
bara að það eigi að
sökkva Vatnsmýrinni og
virkja tjörnina. Þá hverf-
ur þetta land og fólk
getur hætt að rífast um
þetta.
DAVÍÐ ÞÓR JÓNSSON
tónlistarmaður
ÞÓREY PLODER VIGFÚS-
DÓTTIR dansnemi
GUNNAR JÓNSSON leikari
og dyravörður á Kaffi Óliver
ÞRÍR SPURÐIR HVAÐ VILTU SJÁ Í VATNSMÝRINNI?
Ástarsamband Jóns Ólafssonartónlistarmanns og Hildar Völu
Idol-stjörnu er og mun eflaust verða
milli tannanna á fólki. Sitt sýnist
hverjum um ráðahaginn en for-
stöðumenn sjónvarpsþáttarins Idol-
Stjörnuleitar þegja þunnu hljóði og
vilja ekki tjá sig um þetta viðkvæma
en fallega mál. Eftir því sem Frétta-
blaðið kemst næst hefur ástarsam-
bandið þó verið rætt innan herbúða
Idol- Stjörnuleitar. Þar skiptist fólk í
tvær fylkingar og ekki eru all-
ir jafn ánægðir með þróun
mála. Það þykir þó víst hugg-
un harmi gegn að fyrst
Amor hafi enn einu sinni
tekið upp á því að skjóta
örvum sínum í fólk hafi
hann ekki getað valið
betri skotmörk. Jón og
Hildur Vala eigi sér stóran
aðdáendahóp, séu vel
þokkuð og eigi mikinn góðvilja úti í
samfélaginu. Málið er því hvorki
talið veikja né styrkja
stöðu Jóns í Idolinu og
hann mun áfram starfa
innan þáttarins eins og
ekkert hafi í skorist. Fast-
lega má reikna með því að
kynnarnir Jói og Simmi
komi ekki til með
láta málið eiga sig
þegar þeir fara að reyta af sér
brandarana í næstu keppni.
Það fer hrollur um margan líkams-ræktarann um þessar mundir
eftir að fréttist að Björn Leifsson, í
World Class, hafi sett upp falda
myndavél í búningsklefa karla í lík-
amsræktarstöð sinni í þeim tilgangi
að upplýsa skápaþjófnað. Björn Ingi
Hrafnsson, aðstoðarmaður forsætis-
ráðherra, er einn þeirra sem æfa
undir verndarvæng Björns og hann
veit ekki alveg í hvorn fótinn hann á
að stíga þessa dagana. „Ég sveiflast
nokkuð í þessu máli Persónuverndar
um ólöglegar myndatökur í búnings-
klefa World Class. Ég æfi í Laugum
og finnst ekki góð tilhugsun að fald-
ar myndavélar séu í búningsklefan-
um. Ég fer þangað síðdegis í dag að
æfa og maður veltir fyrir sér: Í hvaða
átt á maður að snúa sér?,“ spyr
Björn Ingi í pistli á heimasíðu
sinni. Björn hefur þó skilning
á aðgerðum Björns, sem
verður að vernda skjólstæð-
inga sína. „Bjössi Leifs –
sem er Flateyringur eins
og ég – er ekki líklegur til
að láta slíkt viðgangast
lengi án þess að gera eitt-
hvað í því,“ segir Björn Ingi
sem mun væntanlega halda
áfram að berhátta sig í karla-
klefa sveitunga síns.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
FRÉTTIR AF FÓLKI
SPURNINGAÞÁTTURINN POPPPUNKTUR: SNÝR AFTUR 4. SEPTEMBER
Stjörnumessa og stuðöskur
Spurningaþátturinn vinsæli
Popppunktur snýr aftur á Skjá
einn sunnudaginn 4. september,
en hingað til hefur þátturinn
verið á dagskrá á laugardags-
kvöldum.
Um er að ræða fjórðu þátta-
röðina og í þetta sinn bjóða þeir
Dr. Gunni og Felix Bergsson upp
á svokallaða stjörnumessu þar
sem sextán hljómsveitir berjast
um sigurinn. Þar munu sigurveg-
arar þáttarins til þessa, Ham,
Ensími og Geirfuglarnir, etja
kappi við alla hina sem komust
langt í þáttaröðunum eða stóðu
sig vel án þess að komast mikið
áleiðis. Einnig fá fjórar nýjar
hljómsveitir tækifæri til að
stökkva beint inn í stjörnumess-
una og í fyrsta þættinum á sunnu-
daginn munu einmitt Hjálmar,
Jan Mayen, Brúðarbandið og
Nylon kljást innbyrðis um tvö
aukasæti í 16 liða úrslitunum.
Dr. Gunni hefur undanfarið
setið sveittur við að semja nýjar
spurningar fyrir þáttinn. Hann
segist vera voðalega spenntur
fyrir fjórðu þáttaröðinni. „Við
erum með nokkrar ferskar nýj-
ungar þar sem stuðöskrin koma
meðal annars sterk inn en við
erum ekkert að breyta því sem
ekkert er að. Hinn endanlegi sigur-
vegari í Popppunkti verður síðan
krýndur 18. desember,“ segir Dr.
Gunni. „Hann verður klyfjaður af
alls konar vinningum og síðan fær
hann náttúrlega heiðurinn líka.“
Auk vinnunnar við Popppunkt
er Dr. Gunni að undirbúa nýja
sólóplötu sem kemur út á næsta
ári. Einnig stjórnar hann útvarps-
þættinum Tónlistarþáttur Doktor
Gunna sem er sendur út á Tal-
stöðinni á sunnudögum milli 16 og
18. freyr@frettabladid.is
DR. GUNNI OG FELIX Þeir félagar Dr. Gunni og Felix Bergsson ætla að halda uppi stuðinu í Popppunkti fram að jólum.