Fréttablaðið - 24.08.2005, Blaðsíða 72
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is
DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000
Rútínan
er best
Jæja, loksins er sumarið á enda.Eða öllu heldur sumarfríið með
öllu sínu umróti og skipulagsleysi og
reddingum og börnum á vergangi.
Hvernig í ósköpunum eiga venjuleg-
ir foreldrar í venjulegri vinnu að
gæta barna sinna þær tólf vikur sem
skólarnir fara í sumarfrí? Ég vil
taka það fram að ég lít alls ekki á
skólana sem gæslustofnun, vanda-
málið er einfaldlega það að þrátt
fyrir lengingu skólaársins er það
langt frá því að vera orðið í sam-
ræmi við lifnaðarhætti nútímans.
ÞETTA var ef til vill ekki eins mikið
vandamál hér áður fyrr, þegar mín
kynslóð var að alast upp. Ekki var
óalgengt að mömmur væru heima-
vinnandi og ef ekki var að minnsta
kosti hægt að koma börnum í pössun
hjá einhverjum öðrum mömmum sem
voru heimavinnandi. En svona er
þetta bara ekki lengur. Hver hefur
hag af þessu langa sumarfríi? Ekki
foreldrar. Ekki börnin. Ég efast jafn-
vel um að kennarar myndu slá hend-
inni á móti því að kennsludögum vetr-
arins yrði fjölgað og laun þeirra
hækkuð í samræmi við það.
UPP á hvern stendur þetta þá? Ég
veit ekki um marga foreldra sem ekki
lenda í vandræðum með börnin sín
yfir sumartímann, þá sérstaklega for-
eldra yngri barna. Börn á aldrinum
sex til tíu ára hvorki geta né vilja sjá
um sig sjálf lungann úr sumrinu. Það
er bara ekkert gott fyrir þau. Það er
ekki lengur hlaupið í sumarstörf fyrir
unglinga þótt flestum bjóðist mála-
myndastarf hjá bæjarfélögunum. Er
fyrirstaðan þá ef til vill hjá yfirvöld-
um? Er vandamálið falið í því að þau
vilja ekki lengja skólaárið því það
kostar of mikið að greiða kennurum
hærri laun? Eða heyrist einfaldlega
ekki nógu hátt í foreldrum?
EÐA er þetta bara ég? Ég verð að
viðurkenna að mér finnst lífið best
þegar það er í sem föstustum skorð-
um. Rútína hversdagsins veitir mér
öryggi og frið og auðveldar mér að
takast á við vandamál dagsins. Því
finnst mér svo erfitt þegar sumarfríið
skellur á og rútínan riðlast. Þeysa þarf
um bæinn með börn í pössun hingað
og þangað, sækja og keyra á námskeið
til að redda einni vikunni eða annarri,
og börn og foreldrar eru örþreytt af
álaginu. Nei, má ég heldur biðja um
hversdaginn.
SIGRÍÐAR DAGGAR
AUÐUNSDÓTTUR
BAKÞANKAR