Fréttablaðið - 05.10.2005, Qupperneq 43

Fréttablaðið - 05.10.2005, Qupperneq 43
Fiskþurrkunarfyrirtækið Faroe Marine Products (FMP) í Leirvík á Austurey í Færeyjum, sem Laugafiskur, dótturfyrirtæki Brims, á 45% eignarhlut í, var á dögunum valið fyrirtæki ársins í Færeyjum. FMP þurrkar þorskhausa og hryggi fyrir Nigeríumarkað. Vöxtur Faroe Marine Products hefur verið mjög mikill og hrað- ur, en fyrirtækið hóf starfsemi árið 2001 og var árið 2002 fyrsta heila rekstrarár þess. Í rökstuðningi dómnefndar um val á FMP sem fyrirtæki árs- ins er bent á að FMP nýti orku frá sorpbrennslustöð og einnig er bent á þá staðreynd að fyrirtæk- ið hafi stóraukið virði færeysks sjávarfangs, en áður en verk- smiðja FMP var sett á stofn voru allir fiskhausar sem til féllu í Færeyjum nýttir í mjöl eða flutt- ir til Danmerkur þar sem þeir voru unnir í loðdýrafóður. Þetta kemur fram á heimasíðu Brims. MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2005 19 H É Ð A N O G Þ A Ð A N Gef›u starfsmönnum jólagjöf a› eigin vali! Rafræna gjafakortið í Smáralind er vinsæl jólagjöf sem þú getur verið viss um að hittir í mark hjá starfsmönnum jafnt sem viðskiptavinum. Láttu sérmerkja kortið fyrirtæki þínu til að gera gjöfina enn eftirminnilegri. Kortið fæst hjá þjónustuborði Smáralindar á 1. hæð fyrir hvaða upphæð sem er frá 1.000 krónum. LOGO hf. Veldu gjafakort sem flér flykir fallegast og vi› sérmekjum korti› flínu fyrirtæki. Fá›u fallegar gjafaumbú›ir utan um gjafakorti›. jólagjafirnar tímanlega í ár! Veldu Rafrænt gjafakort í Smáralind E N N E M M / S ÍA / N M 18 13 7 Skoski framleiðandinn Willam Grant, sem þekktur er fyrir framleiðslu sterkra drykkja á borð við Glenfiddich og Grantís, stendur fyrir framleiðslu Reyka vodka í Borgarnesi. Markaðssetning Í Bandaríkjunum er komin í gang og meðal annars hefur verið auglýst eftir íslensku fólki til kynningarstarfa fyrir Reyka í nokkrum borgum Bandaríkjanna. Í fréttatilkynningu segir að Reyka vodkinn hafi vakið mikinn áhuga erlendra fjölmiðla þar sem jarð- hiti og íslenskt hraun leika mikilvægt hlutverk í framleiðslu hans. Tugir erlendra blaðamanna hafi þegar komið til landsins til að kynnast framleiðsl- unni og fréttir af vörunni birst í fjölda blaða og tíma- rita vestan hafs og austan að undanförnu. - hhs Íslenskt Reyka vodka komið í sölu Samstarf í fraktflutningum: Eimskip og DHL semja Katrín veldur atvinnuleysi Eftir fellibylinn Katrínu sem reið yfir suðurríki Bandaríkjanna í lok ágúst eru 279.000 manns at- vinnulausir. Talið er að töluvert fleiri störf muni tapast á næst- unni í kjölfarið á fellibylnum Ritu. Þetta aukna atvinnuleysi og hækkandi olíuverð á stóran þátt í því að spáð er minnkandi hag- vexti í Bandaríkjunum á seinni helmingi þessa árs. Hagvöxtur stóð í 3,3 prósentum á ársgrund- velli á tímabilinu apríl-júní en ljóst er að sú tala verður lægri fyrir tímabilið júlí-september. - hhs FL Group selur ferða- skrifstofur Svissneska ferðaheildsalan IS- Travel hefur keypt allar sölu- skrifstofur Íslandsferða á megin- landi Evrópu. Íslandsferðir eru dótturfélag FL Group en ferða- skrifstofurnar eru reknar undir nafninu Island Tours og eru með- al annars í Frakklandi, Hollandi, á Ítalíu, Spáni, í Sviss og Þýska- landi. Með sölunni munu Íslands- ferðir hverfa af almennum neyt- endamarkaði og einbeita sér að sölu pakkaferða til ferðaskrif- stofa um allan heim. Um fimmtíu manns starfa hjá Íslandsferðum eftir breytinguna. - hb Fyrirtæki ársins í Færeyjum Eimskip hefur gert samning um aðgang að flutningsneti DHL hraðflutningsþjónustunnar í flug- og sjófrakt. Eimskip getur því boðið viðskiptavinum sínum hraðflutningsþjónustu DHL í við- bót við eigin þjónustu. Eimskip og DHL nýta þegar daglegt fraktflug í sameiningu til og frá Evrópu. Með samstarfs- samningnum eykst samstarf milli félaganna tveggja. DHL á Íslandi er í eigu Deutsche World Net í Þýskalandi sem rekur DHL flutningsfyrirtækið í yfir 220 löndum. Hjá félaginu starfa um 300.000 manns og er fyrirtækið leiðandi fyrirtæki á sviði hrað- flutninga og flutningsþjónustu um allan heim. - hb
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.